Axel: Erum með vopn gegn þeirra sóknarleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2018 07:30 Eyjakonan Ester Óskarsdóttir er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Fréttablaðið/Anton brink Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því tékkneska í kvöld í undankeppni EM 2018. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Íslensku stelpurnar halda svo til Danmerkur þar sem þær mæta heimakonum á laugardaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Ísland er á botni síns riðils og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í undankeppninni. Möguleikar eru fyrir hendi í leiknum í kvöld en það verður við ramman reip að draga gegn Danmörku sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni. „Í leiknum gegn Tékkum leggjum við áherslu á að stöðva seinni bylgjuna og hraðaupphlaupin hjá þeim. Við teljum okkur vera komnar lengra með vörnina en í fyrri leiknum gegn þeim,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson í samtali við Fréttablaðið. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi með sjö marka mun, 30-23. Axel segir að framfarirnar í varnarleiknum séu talsverðar síðan þá. „Við teljum okkur hafa vopn á móti þeirra sóknarleik. En við vitum að það er erfitt að stöðva þær þegar þær koma með skriðþungann á okkur. Það þurfum við að stöðva. Svo þurfum við að vera óhræddar að keyra á þær og skora mörk úr hraðaupphlaupum,“ segir Axel. Líkamlegir burðir hafa oft orðið íslenska liðinu að falli en Axel segir að það horfi til betri vegar í þeim efnum. „Þetta er að jafnast. Tékkarnir hafa ekki þessa hávöxnu og þungu leikmenn sem við mætum oft. En það verður erfitt að stöðva [Ivetu] Luzumová. Hún er mjög klók og notar hraðann sinn vel. Það verður lykilatriði að stöðva hana,“ segir Axel. Luzumová þessi leikur með þýska liðinu Thüringer og var næstmarkahæst í Meistaradeild Evrópu í vetur. Aðspurður kveðst Axel nokkuð sáttur við markvörsluna hjá íslenska liðinu í undankeppni EM. „Hún hefur verið upp og ofan en yfirleitt góð,“ segir Axel. Hin tvítuga Hafdís Renötudóttir hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Íslands og sýnt góða takta. Hún söðlar um í sumar og gengur í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Boden frá danska B-deildarliðinu SönderjyskE sem hún lék með í vetur. „Þetta er eitt lítið skref upp á við. Hún kemur í lið þar sem hún fær að spila mikið og fær mikla ábyrgð. Svo vitum við að það er mikil markvarðahefð í Svíþjóð þannig að hún kemur inn í góðan skóla. Það verður spennandi að sjá hvað gerist því hún er óslípaður demantur með sína hæð og snerpu,“ segir Axel að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því tékkneska í kvöld í undankeppni EM 2018. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Íslensku stelpurnar halda svo til Danmerkur þar sem þær mæta heimakonum á laugardaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Ísland er á botni síns riðils og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í undankeppninni. Möguleikar eru fyrir hendi í leiknum í kvöld en það verður við ramman reip að draga gegn Danmörku sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni. „Í leiknum gegn Tékkum leggjum við áherslu á að stöðva seinni bylgjuna og hraðaupphlaupin hjá þeim. Við teljum okkur vera komnar lengra með vörnina en í fyrri leiknum gegn þeim,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson í samtali við Fréttablaðið. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi með sjö marka mun, 30-23. Axel segir að framfarirnar í varnarleiknum séu talsverðar síðan þá. „Við teljum okkur hafa vopn á móti þeirra sóknarleik. En við vitum að það er erfitt að stöðva þær þegar þær koma með skriðþungann á okkur. Það þurfum við að stöðva. Svo þurfum við að vera óhræddar að keyra á þær og skora mörk úr hraðaupphlaupum,“ segir Axel. Líkamlegir burðir hafa oft orðið íslenska liðinu að falli en Axel segir að það horfi til betri vegar í þeim efnum. „Þetta er að jafnast. Tékkarnir hafa ekki þessa hávöxnu og þungu leikmenn sem við mætum oft. En það verður erfitt að stöðva [Ivetu] Luzumová. Hún er mjög klók og notar hraðann sinn vel. Það verður lykilatriði að stöðva hana,“ segir Axel. Luzumová þessi leikur með þýska liðinu Thüringer og var næstmarkahæst í Meistaradeild Evrópu í vetur. Aðspurður kveðst Axel nokkuð sáttur við markvörsluna hjá íslenska liðinu í undankeppni EM. „Hún hefur verið upp og ofan en yfirleitt góð,“ segir Axel. Hin tvítuga Hafdís Renötudóttir hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Íslands og sýnt góða takta. Hún söðlar um í sumar og gengur í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Boden frá danska B-deildarliðinu SönderjyskE sem hún lék með í vetur. „Þetta er eitt lítið skref upp á við. Hún kemur í lið þar sem hún fær að spila mikið og fær mikla ábyrgð. Svo vitum við að það er mikil markvarðahefð í Svíþjóð þannig að hún kemur inn í góðan skóla. Það verður spennandi að sjá hvað gerist því hún er óslípaður demantur með sína hæð og snerpu,“ segir Axel að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira