Bjargið Íslendingi Ásgeir R. Helgason skrifar 30. maí 2018 07:00 Loksins er veturinn liðinn og flest hlökkum við til að sjá meira af Sólinni. Hún er uppspretta alls lífs og 15-20 mínútna sólbað hefur góð áhrif á sálarlífið og hleður okkur upp af lífsnauðsynlegu D-vítamíni.Sólbit Flestir vita að það ber að varast sólina milli klukkan 11.00-15.00, sérstaklega á suðlægum slóðum. Þá er best að sitja í skugga. Heimamaður á lítilli eyju á suðlægum slóðum gaf sig á tal við þann sem þetta skrifar fyrir mörgum árum. „Hvers vegna vegna situr þú ekki í skugganum, ungi maður?“ Ég svaraði: „Sólin er sterkust núna og ég ætla bara að sóla stutt og svo ekkert meira í dag.“ Maðurinn horfði á mig og hristi höfuðið. „Færðu þig í skuggann, vinur. Sólin bítur á þessum tíma dags.“ Sólvit Það er ekki óalgengt að fólk (ekki síst karlfólk) sem býr á norðlægum slóðum hugsi eins og ég gerði þarna um árið. Danska krabbameinsfélagið gerir stólpagrín að þessari hegðun í herferð þar sem innfæddir sólarlandabúar eru hvattir til að „bjarga Dana“ (e. help a Dane). Þessi gálgahúmor hefur grafalvarlegan undirtón, forvörn gegn húðkrabbameini. Það er beinlínis hættulegt að steikja sig í stuttan tíma, þegar sólin er sem sterkust og nota morgnana til að geta sofið út og eftirmiðdagana í eitthvað annað. Sólvörn Verið aldrei í sólinni án þess að nota sólvarnaráburð með sólvarnarstuðli 30 (SPF30), eða hærri ef húðin er mjög hvít. Notið sólgleraugu sem verja augun fyrir svokölluðum UVR-geislum. Notið sólvarnaráburð og sólgleraugu, jafnvel þó þið sitjið í skugga. Skugginn ver okkur ekki fyrir endurvarpi geisla frá vatni eða ljósum sandi. Berið á ykkur sólvarnaráburð með 2-3 tíma millibili. Notið líka léttan klæðnað og höfuðföt og sterkari sólvörn á viðkvæm svæði eins og varir, eyru og nef. Notið aldrei sólvarnaráburð sem aðalvörn til að geta verið sem lengst í sólinni. Sólvarnaráburðurinn ver okkur ekki fyrir vissum hættulegum geislum sólarinnar þó hann komi í veg fyrir sólbruna. Ljósabekkir Sumir halda að þeir geti undirbúið húðina fyrir sólböðin með því að fara nokkrum sinnum í ljósabekki áður en farið er í sólina. Þetta er rangt. Það ver ekki húðina fyrir skaðlegum sólargeislum þó hún sé brún eftir ljósabekkjanotkun. Sólskinsbörn Það er afar mikilvægt að verja börnin okkar fyrir skaðlegum bruna. Berum vel og reglulega á þau sterkan sólvarnaráburð. Haldið þeim í skugga milli 11.00-15.00 og klæðið þau í létt hlífðarföt. Börn sem eru 6 mánaða og yngri eiga alltaf að vera í skugga.Höfundur er dósent í sálfræði, lektor í lýðheilsuvísindum og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Loksins er veturinn liðinn og flest hlökkum við til að sjá meira af Sólinni. Hún er uppspretta alls lífs og 15-20 mínútna sólbað hefur góð áhrif á sálarlífið og hleður okkur upp af lífsnauðsynlegu D-vítamíni.Sólbit Flestir vita að það ber að varast sólina milli klukkan 11.00-15.00, sérstaklega á suðlægum slóðum. Þá er best að sitja í skugga. Heimamaður á lítilli eyju á suðlægum slóðum gaf sig á tal við þann sem þetta skrifar fyrir mörgum árum. „Hvers vegna vegna situr þú ekki í skugganum, ungi maður?“ Ég svaraði: „Sólin er sterkust núna og ég ætla bara að sóla stutt og svo ekkert meira í dag.“ Maðurinn horfði á mig og hristi höfuðið. „Færðu þig í skuggann, vinur. Sólin bítur á þessum tíma dags.“ Sólvit Það er ekki óalgengt að fólk (ekki síst karlfólk) sem býr á norðlægum slóðum hugsi eins og ég gerði þarna um árið. Danska krabbameinsfélagið gerir stólpagrín að þessari hegðun í herferð þar sem innfæddir sólarlandabúar eru hvattir til að „bjarga Dana“ (e. help a Dane). Þessi gálgahúmor hefur grafalvarlegan undirtón, forvörn gegn húðkrabbameini. Það er beinlínis hættulegt að steikja sig í stuttan tíma, þegar sólin er sem sterkust og nota morgnana til að geta sofið út og eftirmiðdagana í eitthvað annað. Sólvörn Verið aldrei í sólinni án þess að nota sólvarnaráburð með sólvarnarstuðli 30 (SPF30), eða hærri ef húðin er mjög hvít. Notið sólgleraugu sem verja augun fyrir svokölluðum UVR-geislum. Notið sólvarnaráburð og sólgleraugu, jafnvel þó þið sitjið í skugga. Skugginn ver okkur ekki fyrir endurvarpi geisla frá vatni eða ljósum sandi. Berið á ykkur sólvarnaráburð með 2-3 tíma millibili. Notið líka léttan klæðnað og höfuðföt og sterkari sólvörn á viðkvæm svæði eins og varir, eyru og nef. Notið aldrei sólvarnaráburð sem aðalvörn til að geta verið sem lengst í sólinni. Sólvarnaráburðurinn ver okkur ekki fyrir vissum hættulegum geislum sólarinnar þó hann komi í veg fyrir sólbruna. Ljósabekkir Sumir halda að þeir geti undirbúið húðina fyrir sólböðin með því að fara nokkrum sinnum í ljósabekki áður en farið er í sólina. Þetta er rangt. Það ver ekki húðina fyrir skaðlegum sólargeislum þó hún sé brún eftir ljósabekkjanotkun. Sólskinsbörn Það er afar mikilvægt að verja börnin okkar fyrir skaðlegum bruna. Berum vel og reglulega á þau sterkan sólvarnaráburð. Haldið þeim í skugga milli 11.00-15.00 og klæðið þau í létt hlífðarföt. Börn sem eru 6 mánaða og yngri eiga alltaf að vera í skugga.Höfundur er dósent í sálfræði, lektor í lýðheilsuvísindum og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar