Íslenskt lambakjöt verndað afurðaheiti í Evrópu Svavar Halldórsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Þann 1. maí tók gildi samningur á milli Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæma verndun afurðaheita. Af því leiðir að íslenskar vörur sem njóta verndar samkvæmt lögum nr. 130/2014 um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, eru nú einnig verndaðar á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Noregur hefur gert sambærilegan samning. Á sama hátt eru evrópskar vörur sem eru undir sambærilegu regluverki Evrópusambandsins verndaðar hér og í Noregi. Íslenskt lambakjöt (e. Icelandic Lamb) er fyrsta og eina íslenska afurðaheitið sem er skráð og nýtur þar með þessarar sérstöku verndar samkvæmt íslensku lögunum bæði hér og í Evrópu. Ásamt notkun á heitinu fylgir heimild til að nota íslenska auðkennismerkið í markaðssetningu. Unnið er að skráningu á afurðaheitinu í kerfi Evrópusambandsins sem á endanum leiðir til þess að nota má sambærilegt evrópskt auðkennismerki á íslenskt lambakjöt. Tilgangur kerfisins er að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Vottanirnar geta vísað til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Íslensku lögin taka mið af regluverki Evrópusambandsins en rúmlega 1.400 afurðir eru þegar skráðar í evrópska kerfinu og tæplega 200 aðrar eru í umsóknarferli. Þar má nefna nokkrar af frægustu matvörum Evrópu eins og Parmigiano Reggiano og Prosciutto Di Parma. Tilgangur skráningarinnar frá sjónarhóli bænda og framleiðenda er sá að auka verðmætasköpun, en rannsóknir sýna að neytendur eru tilbúnir að greiða talsvert hærra verð fyrir vottuðu afurðirnar en aðrar sambærilegar vörur. Tvær norskar afurðir eru nú þegar komnar með evrópska merkið. Samkvæmt upplýsingum frá Norðmönnum fæst nú mun hærra verð fyrir þær á mörkuðum í öðrum Evrópusambandsríkjum. Undirritaður óskar íslenskum bændum og neytendum til hamingju með að íslenskt lambakjöt sé nú verndað afurðaheiti í Evrópu.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar Icelandic lamb Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. maí tók gildi samningur á milli Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæma verndun afurðaheita. Af því leiðir að íslenskar vörur sem njóta verndar samkvæmt lögum nr. 130/2014 um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, eru nú einnig verndaðar á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Noregur hefur gert sambærilegan samning. Á sama hátt eru evrópskar vörur sem eru undir sambærilegu regluverki Evrópusambandsins verndaðar hér og í Noregi. Íslenskt lambakjöt (e. Icelandic Lamb) er fyrsta og eina íslenska afurðaheitið sem er skráð og nýtur þar með þessarar sérstöku verndar samkvæmt íslensku lögunum bæði hér og í Evrópu. Ásamt notkun á heitinu fylgir heimild til að nota íslenska auðkennismerkið í markaðssetningu. Unnið er að skráningu á afurðaheitinu í kerfi Evrópusambandsins sem á endanum leiðir til þess að nota má sambærilegt evrópskt auðkennismerki á íslenskt lambakjöt. Tilgangur kerfisins er að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Vottanirnar geta vísað til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Íslensku lögin taka mið af regluverki Evrópusambandsins en rúmlega 1.400 afurðir eru þegar skráðar í evrópska kerfinu og tæplega 200 aðrar eru í umsóknarferli. Þar má nefna nokkrar af frægustu matvörum Evrópu eins og Parmigiano Reggiano og Prosciutto Di Parma. Tilgangur skráningarinnar frá sjónarhóli bænda og framleiðenda er sá að auka verðmætasköpun, en rannsóknir sýna að neytendur eru tilbúnir að greiða talsvert hærra verð fyrir vottuðu afurðirnar en aðrar sambærilegar vörur. Tvær norskar afurðir eru nú þegar komnar með evrópska merkið. Samkvæmt upplýsingum frá Norðmönnum fæst nú mun hærra verð fyrir þær á mörkuðum í öðrum Evrópusambandsríkjum. Undirritaður óskar íslenskum bændum og neytendum til hamingju með að íslenskt lambakjöt sé nú verndað afurðaheiti í Evrópu.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar Icelandic lamb
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar