Fótbolti

Heimir setti töskuna í vitlausa rútu sem seinkaði brottför strákanna til Rússlands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Strákarnir á leiðinni upp í vél í morgun.
Strákarnir á leiðinni upp í vél í morgun. Vísir/Vilhelm
Brottför íslenska landsliðsins í knattspyrnu til Rússlands seinkaði um nokkrar mínútur í morgun, eins og áður hefur verið greint frá.

Í fyrstu var talið að pappírsvinna hefði tafið fyri brottför en Heimir Hallgrímsson, þjálfari, greindi frá því að ástæðan fyrir því að brottför seinkaði var að hann setti töskuna sína í vitlausa rútu.

„Ég var að flýta fyrir í morgun og setti töskuna mína í vitlausa rútu, sem fór upp á Skaga. Þess vegna erum við að fá okkur kaffi núna og bíða í nokkrar mínútur,“ sagði Heimir í samtali við Rúv.

„Seinkunin er því um að kenna að þjálfarinn setti farangurstösku sína í vitlausa rútu. En eigum við ekki að segja að fall sé fararheill. Þetta var góður brandari fyrir Sigga Dúllu (búningastjóra) og félaga. Það er búið að hlæja mikið,“ sagði Heimir.


Tengdar fréttir

Svona var kveðjustund strákanna í Leifsstöð

Íslenska knattspyrnulandsliðið hélt til Rússlands í dag og Vísir var með beina útsendingu frá Leifsstöð þar sem strákunum er fylgt eftir alla leið út í flugvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×