Fótboltaveislan Óttar Guðmundsson skrifar 9. júní 2018 09:00 Á árunum fyrir hrun voru íslenskir bankamenn þjóðhetjur enda afburðasnjallir í meðferð peninga og fjárfestingum. Um tíma voru frægastu vöruhús og hótel Dana í eigu íslenskra athafnamanna. Bankarnir opnuðu fjölmörg útibú erlendis og lögðu undir sig fjármálaheiminn. Ráðamenn þjóðarinnar mærðu mjög hina talnaglöggu bankamenn. Forsetinn sagði að þeir hefðu alist upp við Hávamál og sagnaarf sem skýrði snarræði þeirra og æðruleysi. Þeir voru með réttu kallaðir útrásarvíkingar til að tengja þá inn í heim Íslendingasagna. Íslendingar fóru ekki lengur í víking vopnaðir sverði og spjóti heldur Apple-tölvu og excelskjölum. Síðan hrundi allt eins og fyrir galdur og bæði þjóð og misskildir snillingar sátu eftir með sárt ennið. Nú er kominn nýr dagur og enn skal haldið í víking. Í þetta sinn standa ekki jakkafataklæddir bankamenn í stafni heldur fótboltamenn í stuttbuxum og bláhvítri treyju. Ísland tekur í fyrsta sinn þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Nú er tími til kominn að hefna ófaranna í hruninu og segja heiminum að Íslendingar hafi náð vopnum sínum á nýjan leik. Landslið Argentínu, Nígeríu og Króatíu verða lítið mál fyrir víkingana úr norðri. Síðan þarf að vinna milliriðlana og koma sér í sjálfan úrslitaleikinn. Sigur í heimsmeistarakeppninni mundi hleypa miklu lífi í túrismann. Þjóðinni gengi betur að selja fisk og hvalaafurðir útum allan heim og íslenskt hugvit yrði aftur eftirsótt. Það gæti rutt brautina fyrir nýja útrás íslensku bankanna með stórkostlegum fjárfestingum og miklum sigrum á fjármálasviðinu. Íslenskir bankamenn fengju uppreisn æru. Heimsyfirráð eru í sjónmáli ef íslenska landsliðinu tekst að standa í lappirnar í 6 knattspyrnuleikjum eða 540 mínútur. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir unga víkinga sem drukku í sig Hávamál með móðurmjólkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun voru íslenskir bankamenn þjóðhetjur enda afburðasnjallir í meðferð peninga og fjárfestingum. Um tíma voru frægastu vöruhús og hótel Dana í eigu íslenskra athafnamanna. Bankarnir opnuðu fjölmörg útibú erlendis og lögðu undir sig fjármálaheiminn. Ráðamenn þjóðarinnar mærðu mjög hina talnaglöggu bankamenn. Forsetinn sagði að þeir hefðu alist upp við Hávamál og sagnaarf sem skýrði snarræði þeirra og æðruleysi. Þeir voru með réttu kallaðir útrásarvíkingar til að tengja þá inn í heim Íslendingasagna. Íslendingar fóru ekki lengur í víking vopnaðir sverði og spjóti heldur Apple-tölvu og excelskjölum. Síðan hrundi allt eins og fyrir galdur og bæði þjóð og misskildir snillingar sátu eftir með sárt ennið. Nú er kominn nýr dagur og enn skal haldið í víking. Í þetta sinn standa ekki jakkafataklæddir bankamenn í stafni heldur fótboltamenn í stuttbuxum og bláhvítri treyju. Ísland tekur í fyrsta sinn þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Nú er tími til kominn að hefna ófaranna í hruninu og segja heiminum að Íslendingar hafi náð vopnum sínum á nýjan leik. Landslið Argentínu, Nígeríu og Króatíu verða lítið mál fyrir víkingana úr norðri. Síðan þarf að vinna milliriðlana og koma sér í sjálfan úrslitaleikinn. Sigur í heimsmeistarakeppninni mundi hleypa miklu lífi í túrismann. Þjóðinni gengi betur að selja fisk og hvalaafurðir útum allan heim og íslenskt hugvit yrði aftur eftirsótt. Það gæti rutt brautina fyrir nýja útrás íslensku bankanna með stórkostlegum fjárfestingum og miklum sigrum á fjármálasviðinu. Íslenskir bankamenn fengju uppreisn æru. Heimsyfirráð eru í sjónmáli ef íslenska landsliðinu tekst að standa í lappirnar í 6 knattspyrnuleikjum eða 540 mínútur. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir unga víkinga sem drukku í sig Hávamál með móðurmjólkinni.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun