Fáum við sama fjör og 2011? Bragi Þórðarson skrifar 8. júní 2018 23:15 Merceds á æfingunni í dag. vísir/getty Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Kanada um helgina. Keppnin á toppnum virðist ætla að vera á milli Mercedes og Ferrari í sumar en Red Bull hafa þó verið mjög hraðir. Á Montreal brautinni í Kanada skiptir vélaraflið mjög miklu máli, annað en t.d. í Mónakó þar sem hönnun vængjanna er aðalatriðið. Kanada kappaksturinn hefur verið mjög skemmtilegur síðastliðin ár og býður brautin upp á mikinn framúrakstur. Eins og sannaðist árið 2011 þegar að Jenson Button sigraði, þrátt fyrir að þurfa að fara fimm sinnum inn á þjónustusvæðið og verið í síðasta sæti í tvígang. Myndband frá þeim kappakstri má sjá neðst í fréttinni. Kappaksturinn í ár gæti orðið erfiður fyrir Mercedes, þar sem liðið er ekki komið með vélaruppfærslu eins og Ferrari og Red Bull. „Ef aðrir koma með nýjar vélar og uppfærslur verðum við ekki í stöðu til að berjast um sigur,” sagði Lewis Hamilton í vikunni.Vonandi fáum við sama fjör og 2011 en myndin er frá æfingunni í dag.vísir/gettySebastian Vettel hjá Ferrari er í öðru sæti á eftir Lewis í heimsmeistaramótinu. Vettel græddi þrjú stig á Bretann í Mónakó og er bilið á milli þeirra nú 14 stig. Ferrari er 22 stigum á eftir Mercedes og þarf því á því að halda að vélaruppfærslurnar skili árangri. Red Bull, rétt eins og Ferrari mætir til leiks með nýjar og uppfærðar vélar í Kanada. Uppfærslur Renault vélanna hjá Red Bull líta þó út fyrir að skila meiri árangri og var Max Verstappen hraðastur á fyrstu æfingum í Montreal. Verstappen hefur verið mjög hraður það sem af er ári en líka mjög mistækur. „Ef þið haldið áfram að spyrja mig um mistökin hjá mér mun ég skalla ykkur,” sagði Hollendingurinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Kappaksturinn byrjar kl. 17:40 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Formúla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Kanada um helgina. Keppnin á toppnum virðist ætla að vera á milli Mercedes og Ferrari í sumar en Red Bull hafa þó verið mjög hraðir. Á Montreal brautinni í Kanada skiptir vélaraflið mjög miklu máli, annað en t.d. í Mónakó þar sem hönnun vængjanna er aðalatriðið. Kanada kappaksturinn hefur verið mjög skemmtilegur síðastliðin ár og býður brautin upp á mikinn framúrakstur. Eins og sannaðist árið 2011 þegar að Jenson Button sigraði, þrátt fyrir að þurfa að fara fimm sinnum inn á þjónustusvæðið og verið í síðasta sæti í tvígang. Myndband frá þeim kappakstri má sjá neðst í fréttinni. Kappaksturinn í ár gæti orðið erfiður fyrir Mercedes, þar sem liðið er ekki komið með vélaruppfærslu eins og Ferrari og Red Bull. „Ef aðrir koma með nýjar vélar og uppfærslur verðum við ekki í stöðu til að berjast um sigur,” sagði Lewis Hamilton í vikunni.Vonandi fáum við sama fjör og 2011 en myndin er frá æfingunni í dag.vísir/gettySebastian Vettel hjá Ferrari er í öðru sæti á eftir Lewis í heimsmeistaramótinu. Vettel græddi þrjú stig á Bretann í Mónakó og er bilið á milli þeirra nú 14 stig. Ferrari er 22 stigum á eftir Mercedes og þarf því á því að halda að vélaruppfærslurnar skili árangri. Red Bull, rétt eins og Ferrari mætir til leiks með nýjar og uppfærðar vélar í Kanada. Uppfærslur Renault vélanna hjá Red Bull líta þó út fyrir að skila meiri árangri og var Max Verstappen hraðastur á fyrstu æfingum í Montreal. Verstappen hefur verið mjög hraður það sem af er ári en líka mjög mistækur. „Ef þið haldið áfram að spyrja mig um mistökin hjá mér mun ég skalla ykkur,” sagði Hollendingurinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Kappaksturinn byrjar kl. 17:40 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Formúla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira