Trump vill Rússa aftur inn í G7 Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2018 13:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að Rússum yrði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu. Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. Aðrir leiðtogar hafa á undanförnum dögum þvertekið fyrir að Rússum verðu aftur hleypt inn í hópinn. Ummæli Trump eru líkleg til að ýta undir frekari deilar á leiðtogafundi G7 í Kanada um helgina. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Meðal þess sem til stendur að ræða á fundinum er að vernda lýðræði heimsins gegn afskiptum erlendra ríkja. Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja Rússa hafa haft afskipti af forsetakosningum í Bandaríkjunum 2016, í þeim tilgangi að hjálpa Trump að vinna, og hafa varað við afskiptum þeirra af þingkosningum seinna á þessu ári. „Sko, ég elska landið okkar. Ég hef verið versta martröð Rússlands,“ sagði Trump. „Hvort sem ykkur líkar það eða ekki, og það fylgir kannski ekki pólitískum rétttrúnaði, en við erum með heim sem við þurfum að stjórna. Þeir ættu að hleypa Rússum aftur inn.“Það er vert að vara við hávaða frá þyrlu forsetaembættisins í þessu myndbandi.President Trump has called for Russia to be reinstated into the G-7.https://t.co/yNILUZhtttpic.twitter.com/fcBb1x50Bx — NBC News (@NBCNews) June 8, 2018 Á undanförnum dögum hefur mikil spenna myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, eftir að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu varðandi innflutning málma. Aðrir leiðtogar G7 ríkja hafa gagnrýnt Trump og Trump hefur gagnrýnt þá á Twitter og sagt að Evrópuríkin væru þegar að beita tollum gegn Bandaríkjunum. Þá hótaði Trump að hækka tollana. Sömuleiðis er búist við deilum um kjarnorkusamkomulagið við Íran og Parísarsáttmálann, en Trump hefur slitið Bandaríkjunum frá báðum samkomulögunum. Í aðdraganda helgarinnar hafa borist fréttir af því að Trump vildi ekki mæta hinum þjóðarleiðtogunum á fundinum í Kanada og var þeim möguleika velt upp að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, færi í hans stað. Trump er þó lagður af stað en hefur ákveðið að yfirgefa fundinn áður en honum líkur. Þaðan fer hann beint til Singapúr þar sem Trump mun hitta Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það sem situr hvað mest í Kanadamönnum og öðrum aðilum sem Trump hefur beitt tollum gegn er að hann fór fram hjá þinginu og sagði þetta snúa að þjóðaröryggi. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins, Bob Corker, lagði til að þingið myndi taka fram fyrir hendurnar á Trump og koma í veg fyrir að hann gæti beitt umræddum tollum án þingsins. Tillagan naut nokkurs stuðnings meðal þingmanna flokksins, sem eru ósáttir við aðgerðir forsetans gegn helstu bandamönnum Bandaríkjanna. Leiðtogar flokksins hafa þó gripið í taumana og vinna nú hörðum höndum af því að koma í veg fyrir að tillagan hljóti stuðning. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að Rússum yrði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu. Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. Aðrir leiðtogar hafa á undanförnum dögum þvertekið fyrir að Rússum verðu aftur hleypt inn í hópinn. Ummæli Trump eru líkleg til að ýta undir frekari deilar á leiðtogafundi G7 í Kanada um helgina. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Meðal þess sem til stendur að ræða á fundinum er að vernda lýðræði heimsins gegn afskiptum erlendra ríkja. Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja Rússa hafa haft afskipti af forsetakosningum í Bandaríkjunum 2016, í þeim tilgangi að hjálpa Trump að vinna, og hafa varað við afskiptum þeirra af þingkosningum seinna á þessu ári. „Sko, ég elska landið okkar. Ég hef verið versta martröð Rússlands,“ sagði Trump. „Hvort sem ykkur líkar það eða ekki, og það fylgir kannski ekki pólitískum rétttrúnaði, en við erum með heim sem við þurfum að stjórna. Þeir ættu að hleypa Rússum aftur inn.“Það er vert að vara við hávaða frá þyrlu forsetaembættisins í þessu myndbandi.President Trump has called for Russia to be reinstated into the G-7.https://t.co/yNILUZhtttpic.twitter.com/fcBb1x50Bx — NBC News (@NBCNews) June 8, 2018 Á undanförnum dögum hefur mikil spenna myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, eftir að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu varðandi innflutning málma. Aðrir leiðtogar G7 ríkja hafa gagnrýnt Trump og Trump hefur gagnrýnt þá á Twitter og sagt að Evrópuríkin væru þegar að beita tollum gegn Bandaríkjunum. Þá hótaði Trump að hækka tollana. Sömuleiðis er búist við deilum um kjarnorkusamkomulagið við Íran og Parísarsáttmálann, en Trump hefur slitið Bandaríkjunum frá báðum samkomulögunum. Í aðdraganda helgarinnar hafa borist fréttir af því að Trump vildi ekki mæta hinum þjóðarleiðtogunum á fundinum í Kanada og var þeim möguleika velt upp að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, færi í hans stað. Trump er þó lagður af stað en hefur ákveðið að yfirgefa fundinn áður en honum líkur. Þaðan fer hann beint til Singapúr þar sem Trump mun hitta Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það sem situr hvað mest í Kanadamönnum og öðrum aðilum sem Trump hefur beitt tollum gegn er að hann fór fram hjá þinginu og sagði þetta snúa að þjóðaröryggi. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins, Bob Corker, lagði til að þingið myndi taka fram fyrir hendurnar á Trump og koma í veg fyrir að hann gæti beitt umræddum tollum án þingsins. Tillagan naut nokkurs stuðnings meðal þingmanna flokksins, sem eru ósáttir við aðgerðir forsetans gegn helstu bandamönnum Bandaríkjanna. Leiðtogar flokksins hafa þó gripið í taumana og vinna nú hörðum höndum af því að koma í veg fyrir að tillagan hljóti stuðning.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34
Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30
Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40
Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43
Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36
Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28