Vísa burt hælisleitanda því hann var neyddur til að vinna fyrir skæruliða Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 11:05 Innflytjendadómstólar í Bandaríkjunum starfa undir dómsmálaráðuneyti landsins. Vísir/Getty Áfrýjunardómstóll í innflytjendamálum í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að kona frá El Salvador verði að yfirgefa landið. Skæruliðar rændu konunni og neyddu hana til að vinna fyrir sig fyrir tæpum þrjátíu árum. Það telur dómstólinn jafngilda því að konan tengist hryðjuverkahópi. Konunni var rænt í heimalandinu árið 1990. Skæruliðarnir hótuðu að drepa hana ef hún eldaði ekki og þrifi fyrir þá. Þeir neyddu hana einnig til að horfa á þegar þeir létu eiginmann hennar, sem var liðþjálfi í stjórnarhernum, grafa sína eigin gröf áður en hann var drepinn, að því er segir í skjölum málsins. Þessi „störf“ konunnar fyrir skæruliðana taldi innflytjendadómstóllinn jafngilda því að hefði veitt samtökum sem bandarísks stjórnvöld skilgreina sem hryðjuverkahóp „efnislega aðstoð“. Þar með ætti hún ekki rétt á hæli í Bandaríkjunum eða að láta stöðva brottvísun sína.Engin undanþága vegna nauðungarvinnu Konan komst ólöglega til Bandaríkjanna árið 1991 en fékk síðar tímabundið landvistarleyfi vegna náttúruhamfara í heimalandinu. Hún yfirgaf Bandaríkin um tíma en kom þangað aftur árið 2004. Yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi og hefur mál hennar þvælst um í dómskerfinu í áraraðir, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Dómurinn klofnaði í máli konunnar. Tveir dómendur töldu að senda ætti hana úr landi en einn skilaði séráliti. Annar dómendanna sem mynduðu meirihlutann sagði að engin undanþága væri í lögunum um nauðgunarvinnu fyrir hryðjuverkasamtök. Dómandinn sem skilaði séráliti gagnrýndi félaga sína harðlega og sagði störf konunnar fyrir skæruliðana hafi verið svo smáleg að þau féllu ekki undir skilgreiningu á „efnislegri aðstoð“. Konan getur enn áfrýjað niðurstöðunni til alríkisdómstóls eða reynt að sannfæra Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, um að grípa inn í mál hennar. Blóðugt borgarastríð geisaði í El Salvador frá 1979 til 1992. Þar börðust nokkrar sveitir vinstrisinnaðra skæruliða gegn herforingjastjórn sem naut stuðnings Bandaríkjastjórnar. Bandaríkin El Salvador Flóttamenn Mið-Ameríka Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í innflytjendamálum í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að kona frá El Salvador verði að yfirgefa landið. Skæruliðar rændu konunni og neyddu hana til að vinna fyrir sig fyrir tæpum þrjátíu árum. Það telur dómstólinn jafngilda því að konan tengist hryðjuverkahópi. Konunni var rænt í heimalandinu árið 1990. Skæruliðarnir hótuðu að drepa hana ef hún eldaði ekki og þrifi fyrir þá. Þeir neyddu hana einnig til að horfa á þegar þeir létu eiginmann hennar, sem var liðþjálfi í stjórnarhernum, grafa sína eigin gröf áður en hann var drepinn, að því er segir í skjölum málsins. Þessi „störf“ konunnar fyrir skæruliðana taldi innflytjendadómstóllinn jafngilda því að hefði veitt samtökum sem bandarísks stjórnvöld skilgreina sem hryðjuverkahóp „efnislega aðstoð“. Þar með ætti hún ekki rétt á hæli í Bandaríkjunum eða að láta stöðva brottvísun sína.Engin undanþága vegna nauðungarvinnu Konan komst ólöglega til Bandaríkjanna árið 1991 en fékk síðar tímabundið landvistarleyfi vegna náttúruhamfara í heimalandinu. Hún yfirgaf Bandaríkin um tíma en kom þangað aftur árið 2004. Yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi og hefur mál hennar þvælst um í dómskerfinu í áraraðir, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Dómurinn klofnaði í máli konunnar. Tveir dómendur töldu að senda ætti hana úr landi en einn skilaði séráliti. Annar dómendanna sem mynduðu meirihlutann sagði að engin undanþága væri í lögunum um nauðgunarvinnu fyrir hryðjuverkasamtök. Dómandinn sem skilaði séráliti gagnrýndi félaga sína harðlega og sagði störf konunnar fyrir skæruliðana hafi verið svo smáleg að þau féllu ekki undir skilgreiningu á „efnislegri aðstoð“. Konan getur enn áfrýjað niðurstöðunni til alríkisdómstóls eða reynt að sannfæra Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, um að grípa inn í mál hennar. Blóðugt borgarastríð geisaði í El Salvador frá 1979 til 1992. Þar börðust nokkrar sveitir vinstrisinnaðra skæruliða gegn herforingjastjórn sem naut stuðnings Bandaríkjastjórnar.
Bandaríkin El Salvador Flóttamenn Mið-Ameríka Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira