Verndum störf á landsbyggðinni Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 7. júní 2018 07:00 Fyrir nokkrum dögum boðaði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu útibúum á landsbyggðinni. Fjórtán starfsmönnum var sagt upp samhliða breytingunum. Landsbankinn hefur skilgreinda samfélagsstefnu sem segir: „Landsbankinn hefur markað stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa að ábyrgum stjórnháttum í rekstri bankans.“ Sjálfbærni samfélaga byggist á því að skapa umhverfi sem mætir þörfum nútímans og skapa möguleika fyrir komandi kynslóðir til að þróast áfram á eigin vélarafli. Þegar vegið er að fjölbreytni í atvinnulífi og þjónustu með þessum hætti er verið að draga úr styrk samfélagsins til sjálfbærni. Þótt hægt sé að færa rök fyrir því að bankaafgreiðsla í útibúum fari minnkandi með aukinni tækni, er bankastarfsemi í heild ekki að dragast saman. Því er það mjög undarlegt og í hrópandi ósamræmi við samfélagsstefnu Landsbankans að fækka starfsmönnum í útibúum sínum um landið. Þeim væri í lófa lagið að flytja verkefni og störf sem hægt er að vinna án staðsetningar út á land. Tækninni fleygir jú fram jafnt yfir landið. Ljósleiðaravæðing landsins virkar í báðar áttir og engin einstefna í þeim efnum. Landsbankinn er í eigu ríkisins og þessi stefna er í ósamræmi við stefnu stjórnvalda um aukna áherslu í byggðamálum. Eins og segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þá felast mikil verðmæti í því að landi öllu sé haldið í blómlegri byggð og það sé mikilvægt að landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustu og atvinnutækifærum um allt land.Öflug byggðastefna Í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar er lögð áherslu á blómlega byggð um allt land. Í þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun sem nú er í vinnslu á Alþingi er viðfangsefnið að takast á við fækkun íbúa á einstökum svæðum og einhæft atvinnulíf í takt við tæknibreytingar og þróun. Markmiðið er að jafna aðgengi að þjónustu og atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun um allt land. Þá skiptir máli að opinberum aðilum sé falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar. Það skiptir miklu máli að ríkið hafi forgang í því að flytja verkefni og störf út um landið. Nýlega tilkynnti félags- og jafnréttisráðherra að velferðarráðuneytið hyggist styrkja starfseiningu Vinnumálastofnunar á Hvammstanga og flytja tvö störf þangað í kjölfar aukinna verkefna Fæðingarorlofssjóðs. Þetta er dæmi um gott fordæmi þar sem störf vegna nýrra verkefna eru flutt út á land til að styrkja þá starfsemi sem fyrir er. Einnig væri hægt að flytja verkefni frá stofnunum ríkisins og ráðuneyta til að efla opinberar stofnanir á landsbyggðinni. Opinber störf út á land Með samþykkt nýrra laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði var samþykkt bráðabirgðaákvæði sem fól í sér að ráðherra skuli í samstarfi við forsætisráðherra láta semja aðgerðaáætlun fyrir Stjórnarráðið, þar sem afmarka skyldi stjórnsýsluverkefni ráðuneyta og undirstofnana þeirra sem talið er ákjósanlegt að flytja til embætta sýslumanna. Við sameiningu sýslumannsembætta um landið var lögð áhersla á að styrkja embættin með því að flytja verkefni til þeirra. Þetta hefur ekki gengið sem skyldi. Það hefur þurft að fara í uppsagnir hjá sýslumannsembættum um landið og þjónusta útibúa verið minnkuð þvert á loforð um eflingu og aukinn styrk. Þetta þarf alls ekki að vera svona, því opinberum störfum er ekki að fækka á landsvísu. Þau eru bara með óeðlilega samþjöppunareiginlega og sogast til höfuðborgarsvæðisins. Því fjölgar tómum fasteignum ríkisins um landið sem þarf að greiða af skatta og skyldur og hita upp. Ríkið má ekki vera frumkvöðull í að draga úr litrófi atvinnulífsins um landið og Landsbankinn þarf að standa við sína samfélagsstefnu og styðja við öfluga og blómlega byggð í öllu landinu. Það sem við þurfum er öflug byggðastefna og standa svo við hana. Svo það takist skiptir máli að hafa hana að leiðarljósi í öllum framkvæmdum og fjármálastefnu ríkisins.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í NV kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum boðaði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu útibúum á landsbyggðinni. Fjórtán starfsmönnum var sagt upp samhliða breytingunum. Landsbankinn hefur skilgreinda samfélagsstefnu sem segir: „Landsbankinn hefur markað stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa að ábyrgum stjórnháttum í rekstri bankans.“ Sjálfbærni samfélaga byggist á því að skapa umhverfi sem mætir þörfum nútímans og skapa möguleika fyrir komandi kynslóðir til að þróast áfram á eigin vélarafli. Þegar vegið er að fjölbreytni í atvinnulífi og þjónustu með þessum hætti er verið að draga úr styrk samfélagsins til sjálfbærni. Þótt hægt sé að færa rök fyrir því að bankaafgreiðsla í útibúum fari minnkandi með aukinni tækni, er bankastarfsemi í heild ekki að dragast saman. Því er það mjög undarlegt og í hrópandi ósamræmi við samfélagsstefnu Landsbankans að fækka starfsmönnum í útibúum sínum um landið. Þeim væri í lófa lagið að flytja verkefni og störf sem hægt er að vinna án staðsetningar út á land. Tækninni fleygir jú fram jafnt yfir landið. Ljósleiðaravæðing landsins virkar í báðar áttir og engin einstefna í þeim efnum. Landsbankinn er í eigu ríkisins og þessi stefna er í ósamræmi við stefnu stjórnvalda um aukna áherslu í byggðamálum. Eins og segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þá felast mikil verðmæti í því að landi öllu sé haldið í blómlegri byggð og það sé mikilvægt að landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustu og atvinnutækifærum um allt land.Öflug byggðastefna Í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar er lögð áherslu á blómlega byggð um allt land. Í þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun sem nú er í vinnslu á Alþingi er viðfangsefnið að takast á við fækkun íbúa á einstökum svæðum og einhæft atvinnulíf í takt við tæknibreytingar og þróun. Markmiðið er að jafna aðgengi að þjónustu og atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun um allt land. Þá skiptir máli að opinberum aðilum sé falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar. Það skiptir miklu máli að ríkið hafi forgang í því að flytja verkefni og störf út um landið. Nýlega tilkynnti félags- og jafnréttisráðherra að velferðarráðuneytið hyggist styrkja starfseiningu Vinnumálastofnunar á Hvammstanga og flytja tvö störf þangað í kjölfar aukinna verkefna Fæðingarorlofssjóðs. Þetta er dæmi um gott fordæmi þar sem störf vegna nýrra verkefna eru flutt út á land til að styrkja þá starfsemi sem fyrir er. Einnig væri hægt að flytja verkefni frá stofnunum ríkisins og ráðuneyta til að efla opinberar stofnanir á landsbyggðinni. Opinber störf út á land Með samþykkt nýrra laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði var samþykkt bráðabirgðaákvæði sem fól í sér að ráðherra skuli í samstarfi við forsætisráðherra láta semja aðgerðaáætlun fyrir Stjórnarráðið, þar sem afmarka skyldi stjórnsýsluverkefni ráðuneyta og undirstofnana þeirra sem talið er ákjósanlegt að flytja til embætta sýslumanna. Við sameiningu sýslumannsembætta um landið var lögð áhersla á að styrkja embættin með því að flytja verkefni til þeirra. Þetta hefur ekki gengið sem skyldi. Það hefur þurft að fara í uppsagnir hjá sýslumannsembættum um landið og þjónusta útibúa verið minnkuð þvert á loforð um eflingu og aukinn styrk. Þetta þarf alls ekki að vera svona, því opinberum störfum er ekki að fækka á landsvísu. Þau eru bara með óeðlilega samþjöppunareiginlega og sogast til höfuðborgarsvæðisins. Því fjölgar tómum fasteignum ríkisins um landið sem þarf að greiða af skatta og skyldur og hita upp. Ríkið má ekki vera frumkvöðull í að draga úr litrófi atvinnulífsins um landið og Landsbankinn þarf að standa við sína samfélagsstefnu og styðja við öfluga og blómlega byggð í öllu landinu. Það sem við þurfum er öflug byggðastefna og standa svo við hana. Svo það takist skiptir máli að hafa hana að leiðarljósi í öllum framkvæmdum og fjármálastefnu ríkisins.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í NV kjördæmi
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun