Búið að mynda nýjan meirihluta í Norðurþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2018 18:39 Kristján Þór Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður sveitarstjóri. vísir/stöð 2 Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir og Samfylkingin og annað félagshyggjufólk hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Norðurþings kjörtímabilið 2018-2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, sem var faglega ráðinn í það starf fyrir fjórum árum en bauð sig nú fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn og skipaði þar 1. sæti á lista. Hann verður áfram sveitarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá bæjafulltrúa kjörna, Samfylkingin einn og VG einn. VG missti einn mann og þar með féll meirihluti sem Sjálfstæðismenn og Vinstri græn mynduðu á síðasta kjörtímabili. Framsóknarflokkur fékk svo þrjá menn kjörna og Listi samfélagsins einn mann. Í tilkynningu Kristjáns segir að samkomulagið byggi „á málefnasamningi byggðum á stefnuskrám framboðanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí sl. Fulltrúar listanna þriggja hafa sammælst um að vinna að samstarfi þessu af heilindum og með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi.“ Þá segir að með meirihlutasamstarfinu felist ríkur vilji til þess að „ákvarðanataka sveitarstjórnar miði að því að fjölskyldan verði sett í fyrsta sæti og þjónustan við hana sömuleiðis. Áhersla verði lögð á uppbyggingu svæða og samverustaða sem ýta undir útivist og aukna samveru íbúa Norðurþings.“ Einnig er stefnt að því að vinna markvisst með aðferðafræði Heilsueflandi samfélags þar sem meðal annars á að styðja betur við geðræktarmál, möguleikum til tómstundaiðkunar verður fjölgað og íþróttafélögum gert hærra undir höfði. „Ljóst er að á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á að sveitarstjórn leiti leiða til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki þannig að Norðurþing bjóði uppá enn eftirsóknarverðara umhverfi til búsetu og fyrirtækjareksturs. Áfram verður þó haldið þétt utan um rekstur sveitarfélagins og vanda verður til verka við áætlanagerð og eftirfylgni áætlana. Við viljum að sveitarstjórn og stofnanir sveitarfélagsins tileinki sér aðferðafræði Jákvæðs aga, líkt og unnið er með í nokkrum af grunnstofnunum sveitarfélagsins nú þegar. Þannig næst inn mikilvægt stef í stefnu Norðurþings um heilsueflandi samfélag. Framboðin eru sammála um að sveitarstjóri Norðurþings verði áfram Kristján Þór Magnússon, en tillögur um skipan í önnur embætti kjörinna fulltrúa verði lagðar fram á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 19. júní n.k.“ Kosningar 2018 Norðurþing Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30 Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45 Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir og Samfylkingin og annað félagshyggjufólk hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Norðurþings kjörtímabilið 2018-2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, sem var faglega ráðinn í það starf fyrir fjórum árum en bauð sig nú fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn og skipaði þar 1. sæti á lista. Hann verður áfram sveitarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá bæjafulltrúa kjörna, Samfylkingin einn og VG einn. VG missti einn mann og þar með féll meirihluti sem Sjálfstæðismenn og Vinstri græn mynduðu á síðasta kjörtímabili. Framsóknarflokkur fékk svo þrjá menn kjörna og Listi samfélagsins einn mann. Í tilkynningu Kristjáns segir að samkomulagið byggi „á málefnasamningi byggðum á stefnuskrám framboðanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí sl. Fulltrúar listanna þriggja hafa sammælst um að vinna að samstarfi þessu af heilindum og með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi.“ Þá segir að með meirihlutasamstarfinu felist ríkur vilji til þess að „ákvarðanataka sveitarstjórnar miði að því að fjölskyldan verði sett í fyrsta sæti og þjónustan við hana sömuleiðis. Áhersla verði lögð á uppbyggingu svæða og samverustaða sem ýta undir útivist og aukna samveru íbúa Norðurþings.“ Einnig er stefnt að því að vinna markvisst með aðferðafræði Heilsueflandi samfélags þar sem meðal annars á að styðja betur við geðræktarmál, möguleikum til tómstundaiðkunar verður fjölgað og íþróttafélögum gert hærra undir höfði. „Ljóst er að á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á að sveitarstjórn leiti leiða til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki þannig að Norðurþing bjóði uppá enn eftirsóknarverðara umhverfi til búsetu og fyrirtækjareksturs. Áfram verður þó haldið þétt utan um rekstur sveitarfélagins og vanda verður til verka við áætlanagerð og eftirfylgni áætlana. Við viljum að sveitarstjórn og stofnanir sveitarfélagsins tileinki sér aðferðafræði Jákvæðs aga, líkt og unnið er með í nokkrum af grunnstofnunum sveitarfélagsins nú þegar. Þannig næst inn mikilvægt stef í stefnu Norðurþings um heilsueflandi samfélag. Framboðin eru sammála um að sveitarstjóri Norðurþings verði áfram Kristján Þór Magnússon, en tillögur um skipan í önnur embætti kjörinna fulltrúa verði lagðar fram á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 19. júní n.k.“
Kosningar 2018 Norðurþing Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30 Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45 Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30
Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45
Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“