Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júní 2018 18:30 Slakað var á öryggisviðmiðum í viðhaldsframkvæmdum hjá Vegagerðinni í kjölfar efnahagshrunsins og hafa þau ekki verið hækkuð aftur. Verkfræðingur segir ástand Vesturlandsvegar, þar sem einn lést og níu slösuðust í fyrrakvöld, ekki vera gott. Tildrög banaslysins á Vesturlandsvegi við Enni í fyrradag eru enn til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa en samkvæmt síðustu fréttum liggja tveir af þeim níu sem slösuðust í árekstrinum enn á gjörgæsludeild, einn á almennri deild og sex hafa verið útskrifaðir. Slysið í fyrradag var annað banaslysið á nánast sama stað á veginum á fimm mánuðum. Í kjölfar banaslyssins í janúar skapaðist mikil umræða um ástand vegarins um Kjalarnes og þá brýnu nauðsyn að tvöfalda veginn. Síðan þá hefur ekkert gerst. Kjöraðstæður voru þegar slysið varð. Þurrt, bjart og lítill vindur. Við rannsókn umferðarslysa er meðal annars horft til þessara þátta, ástand vegar og fleiri atriða. Að minnsta kosti sex ár síðan viðhaldsframkvæmdir voru gerðar á þessum vegarkafla og hafa íbúar á Kjalarnesi og Akranesi kvartað mikið undan ástandi hans. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru framlög til viðhalds vega og öryggisviðmið lækkuð vegna efnahagshrunsins 2009, þar með talið malbikunarframkvæmdir. Þessi viðmið hafa ekki verið hækkuð aftur. Fyrir hrun var horft til þess að hjólför í malbiki væru ekki dýpri er 35 mm, svo farið væri í viðhaldsframkvæmdir, en var hækkað er 50 mm vegna aðhalds í rekstri. Samkvæmt mælingum á vettvangi slyssins í fyrradag eru voru hjólförin í malbikinu nær 40 mm. Hjá nágrannaþjóð okkar Finnum er viðmiðið 15mm á hraðbrautum, svo farið sé í framkvæmdir.Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá VegagerðinniVísir/Stöð 2„Fyrst núna þegar við erum að fá aukið fjármagn í viðhald getum við farið að vinna markvisst í að útrýma þessum hjólförum,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Hvernig metið þið ástandið á þessum vegi eins og staðan er í dag? „Þær mælingar sem ég hafði voru þrír og hálfur sentimetri (35mm) sem er töluvert mikið og ástandið er ekki gott,“ segir Birkir. Farið verður í viðhaldsframkvæmdir á þessu stað eftir um tvær vikur en framtíðarlausn er þó í sjónmáli þar sem Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar samþykkti í dag nýtt deiliskipulag um tvöföldun vegarins. Málið er nú komið í hendur Borgarráðs sem afgreiðir það svo áfram til Skipulagsstofnunnar sem heimilar framkvæmdir sem gætu hafist á næsta ári. Samgöngur Tengdar fréttir Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Slakað var á öryggisviðmiðum í viðhaldsframkvæmdum hjá Vegagerðinni í kjölfar efnahagshrunsins og hafa þau ekki verið hækkuð aftur. Verkfræðingur segir ástand Vesturlandsvegar, þar sem einn lést og níu slösuðust í fyrrakvöld, ekki vera gott. Tildrög banaslysins á Vesturlandsvegi við Enni í fyrradag eru enn til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa en samkvæmt síðustu fréttum liggja tveir af þeim níu sem slösuðust í árekstrinum enn á gjörgæsludeild, einn á almennri deild og sex hafa verið útskrifaðir. Slysið í fyrradag var annað banaslysið á nánast sama stað á veginum á fimm mánuðum. Í kjölfar banaslyssins í janúar skapaðist mikil umræða um ástand vegarins um Kjalarnes og þá brýnu nauðsyn að tvöfalda veginn. Síðan þá hefur ekkert gerst. Kjöraðstæður voru þegar slysið varð. Þurrt, bjart og lítill vindur. Við rannsókn umferðarslysa er meðal annars horft til þessara þátta, ástand vegar og fleiri atriða. Að minnsta kosti sex ár síðan viðhaldsframkvæmdir voru gerðar á þessum vegarkafla og hafa íbúar á Kjalarnesi og Akranesi kvartað mikið undan ástandi hans. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru framlög til viðhalds vega og öryggisviðmið lækkuð vegna efnahagshrunsins 2009, þar með talið malbikunarframkvæmdir. Þessi viðmið hafa ekki verið hækkuð aftur. Fyrir hrun var horft til þess að hjólför í malbiki væru ekki dýpri er 35 mm, svo farið væri í viðhaldsframkvæmdir, en var hækkað er 50 mm vegna aðhalds í rekstri. Samkvæmt mælingum á vettvangi slyssins í fyrradag eru voru hjólförin í malbikinu nær 40 mm. Hjá nágrannaþjóð okkar Finnum er viðmiðið 15mm á hraðbrautum, svo farið sé í framkvæmdir.Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá VegagerðinniVísir/Stöð 2„Fyrst núna þegar við erum að fá aukið fjármagn í viðhald getum við farið að vinna markvisst í að útrýma þessum hjólförum,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Hvernig metið þið ástandið á þessum vegi eins og staðan er í dag? „Þær mælingar sem ég hafði voru þrír og hálfur sentimetri (35mm) sem er töluvert mikið og ástandið er ekki gott,“ segir Birkir. Farið verður í viðhaldsframkvæmdir á þessu stað eftir um tvær vikur en framtíðarlausn er þó í sjónmáli þar sem Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar samþykkti í dag nýtt deiliskipulag um tvöföldun vegarins. Málið er nú komið í hendur Borgarráðs sem afgreiðir það svo áfram til Skipulagsstofnunnar sem heimilar framkvæmdir sem gætu hafist á næsta ári.
Samgöngur Tengdar fréttir Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34