Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júní 2018 18:30 Slakað var á öryggisviðmiðum í viðhaldsframkvæmdum hjá Vegagerðinni í kjölfar efnahagshrunsins og hafa þau ekki verið hækkuð aftur. Verkfræðingur segir ástand Vesturlandsvegar, þar sem einn lést og níu slösuðust í fyrrakvöld, ekki vera gott. Tildrög banaslysins á Vesturlandsvegi við Enni í fyrradag eru enn til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa en samkvæmt síðustu fréttum liggja tveir af þeim níu sem slösuðust í árekstrinum enn á gjörgæsludeild, einn á almennri deild og sex hafa verið útskrifaðir. Slysið í fyrradag var annað banaslysið á nánast sama stað á veginum á fimm mánuðum. Í kjölfar banaslyssins í janúar skapaðist mikil umræða um ástand vegarins um Kjalarnes og þá brýnu nauðsyn að tvöfalda veginn. Síðan þá hefur ekkert gerst. Kjöraðstæður voru þegar slysið varð. Þurrt, bjart og lítill vindur. Við rannsókn umferðarslysa er meðal annars horft til þessara þátta, ástand vegar og fleiri atriða. Að minnsta kosti sex ár síðan viðhaldsframkvæmdir voru gerðar á þessum vegarkafla og hafa íbúar á Kjalarnesi og Akranesi kvartað mikið undan ástandi hans. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru framlög til viðhalds vega og öryggisviðmið lækkuð vegna efnahagshrunsins 2009, þar með talið malbikunarframkvæmdir. Þessi viðmið hafa ekki verið hækkuð aftur. Fyrir hrun var horft til þess að hjólför í malbiki væru ekki dýpri er 35 mm, svo farið væri í viðhaldsframkvæmdir, en var hækkað er 50 mm vegna aðhalds í rekstri. Samkvæmt mælingum á vettvangi slyssins í fyrradag eru voru hjólförin í malbikinu nær 40 mm. Hjá nágrannaþjóð okkar Finnum er viðmiðið 15mm á hraðbrautum, svo farið sé í framkvæmdir.Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá VegagerðinniVísir/Stöð 2„Fyrst núna þegar við erum að fá aukið fjármagn í viðhald getum við farið að vinna markvisst í að útrýma þessum hjólförum,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Hvernig metið þið ástandið á þessum vegi eins og staðan er í dag? „Þær mælingar sem ég hafði voru þrír og hálfur sentimetri (35mm) sem er töluvert mikið og ástandið er ekki gott,“ segir Birkir. Farið verður í viðhaldsframkvæmdir á þessu stað eftir um tvær vikur en framtíðarlausn er þó í sjónmáli þar sem Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar samþykkti í dag nýtt deiliskipulag um tvöföldun vegarins. Málið er nú komið í hendur Borgarráðs sem afgreiðir það svo áfram til Skipulagsstofnunnar sem heimilar framkvæmdir sem gætu hafist á næsta ári. Samgöngur Tengdar fréttir Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Slakað var á öryggisviðmiðum í viðhaldsframkvæmdum hjá Vegagerðinni í kjölfar efnahagshrunsins og hafa þau ekki verið hækkuð aftur. Verkfræðingur segir ástand Vesturlandsvegar, þar sem einn lést og níu slösuðust í fyrrakvöld, ekki vera gott. Tildrög banaslysins á Vesturlandsvegi við Enni í fyrradag eru enn til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa en samkvæmt síðustu fréttum liggja tveir af þeim níu sem slösuðust í árekstrinum enn á gjörgæsludeild, einn á almennri deild og sex hafa verið útskrifaðir. Slysið í fyrradag var annað banaslysið á nánast sama stað á veginum á fimm mánuðum. Í kjölfar banaslyssins í janúar skapaðist mikil umræða um ástand vegarins um Kjalarnes og þá brýnu nauðsyn að tvöfalda veginn. Síðan þá hefur ekkert gerst. Kjöraðstæður voru þegar slysið varð. Þurrt, bjart og lítill vindur. Við rannsókn umferðarslysa er meðal annars horft til þessara þátta, ástand vegar og fleiri atriða. Að minnsta kosti sex ár síðan viðhaldsframkvæmdir voru gerðar á þessum vegarkafla og hafa íbúar á Kjalarnesi og Akranesi kvartað mikið undan ástandi hans. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru framlög til viðhalds vega og öryggisviðmið lækkuð vegna efnahagshrunsins 2009, þar með talið malbikunarframkvæmdir. Þessi viðmið hafa ekki verið hækkuð aftur. Fyrir hrun var horft til þess að hjólför í malbiki væru ekki dýpri er 35 mm, svo farið væri í viðhaldsframkvæmdir, en var hækkað er 50 mm vegna aðhalds í rekstri. Samkvæmt mælingum á vettvangi slyssins í fyrradag eru voru hjólförin í malbikinu nær 40 mm. Hjá nágrannaþjóð okkar Finnum er viðmiðið 15mm á hraðbrautum, svo farið sé í framkvæmdir.Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá VegagerðinniVísir/Stöð 2„Fyrst núna þegar við erum að fá aukið fjármagn í viðhald getum við farið að vinna markvisst í að útrýma þessum hjólförum,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Hvernig metið þið ástandið á þessum vegi eins og staðan er í dag? „Þær mælingar sem ég hafði voru þrír og hálfur sentimetri (35mm) sem er töluvert mikið og ástandið er ekki gott,“ segir Birkir. Farið verður í viðhaldsframkvæmdir á þessu stað eftir um tvær vikur en framtíðarlausn er þó í sjónmáli þar sem Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar samþykkti í dag nýtt deiliskipulag um tvöföldun vegarins. Málið er nú komið í hendur Borgarráðs sem afgreiðir það svo áfram til Skipulagsstofnunnar sem heimilar framkvæmdir sem gætu hafist á næsta ári.
Samgöngur Tengdar fréttir Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34