Fótbolti

Alli: Ætlum að vinna HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alli er yfirlýsingaglaður.
Alli er yfirlýsingaglaður. vísir/getty
Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti.

England varð heimsmeistari árið 1966 en hefur síðan aðeins einu sinni komist í undanúrslit. Það á enginn von á því að England muni vinna HM en Alli ætlar sér alla leið.

„Við erum að fara til Rússlands til þess að vinna mótið. Við ætlumst ekki til neins annars og verðum vonsviknir ef við lendum í öðru sæti,“ sagði Alli ótrúlega brattur.

„Mér finnst við hafa rétta hugarfarið. Við viljum ekki fara til Rússlands og bara vera með. Við vitum hversu góðir við erum. Ef við náum því besta út úr hverjum og einum þá er allt hægt.“

Ekki er víst að landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate sé himinlifandi með þessi ummæli enda er pressan næg á enska liðinu fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×