Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2018 12:30 Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, var eins og félagar sínir mættur á æfingu í Laugardalnum í morgun en strákarnir okkar eru að undirbúa sig fyrir vináttuleik á móti Gana sem fram fer á fimmtudagskvöldið. Strákarnir reyna aðeins að brjóta upp dagana hér heima og í gær fóru þeir í golf ásamt bakhjörlum KSÍ. „Við tókum 18 holur í golfi í gær og vorum aðeins að melta leikinn á móti Noregi þannig. Það var mjög skemmtilegt að hugsa um eitthvað annað en fótbolta í smástund,“ segir Emil. „Annars erum við ekkert búnir að fara yfir leikinn en eigum eftir að gera það á næstu dögum. Við eigum eftir að sjá hvað fór úrskeiðis, en nú er það bara næsti leikur á móti Gana.“Fá smá takt í þetta Íslenska liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá æfingaleikjum undanfarin ár og sú varð raunin á móti Noregi en lærisveinar Lars Lagerbäcks unnu, 3-2, eftir að okkar menn komust í 2-1. „Þetta var svolítið týpískur æfingaleikur hjá okkur. Það skiptir öllu máli í þessum æfingaleikjum að fá smá takt í þetta en aðalmálið er að vera allir heilir heilsu og vera í standi fyrir fyrsta leik á móti Argentínu,“ segir Emil. Næsti mótherji er Gana en íslenska liðið vildi ólmt fá leik á móti Afríkuþjóð sem undirbúning fyrir leikinn á móti Nígeríu í Rostov á HM 2018. „Þeir eru eflaust svipaðir og Nígeríumenn, svolítið villtir og minna taktískir en aðrar þjóðir. Það verður gaman að spila á móti þeim og sjá hvernig þeir eru,“ segir Emil, en óttast hann ekki skrautlegar tæklingar í leiknum?Setti á sig 36 í forgjöf „Ef þeir byrja að negla í okkur verðum við bara að negla í þá á móti og sýna þeim að við erum engir kjúklingar. Ég held að það er engin hræðsla hvað það varðar. Eina svarið er að negla þá líka niður,“ segir hann. Sem fyrr segir fóru strákarnir í golf í gær þar sem að Emil stóð sig mjög vel að eigin sögn. Það hjálpaði þó til að hann svindlaði aðeins. „Ég var alveg hrikalega góður og er kallaður forgjafarsvindlarinn í dag. Ég setti á mig 36 í forgjöf og náði 86 höggum. Það er ágætlega gert held ég. Ég vann punktaleikinn en það var víst smá svindl hjá mér,“ segir Emil Hallfreðsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan en myndir frá golfinu má sjá hér að neðan.Emil Hallfreðsson fylgist með ásamt Birni Víglundssyni frá Sýn.vísir/vilhelmÓlafur Ingi undirbýr sveiflu.vísir/vilhelmSamúel Kári Friðjónsson vinnur með Babe Ruth-takta í golfi.vísir/vilhelm HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, var eins og félagar sínir mættur á æfingu í Laugardalnum í morgun en strákarnir okkar eru að undirbúa sig fyrir vináttuleik á móti Gana sem fram fer á fimmtudagskvöldið. Strákarnir reyna aðeins að brjóta upp dagana hér heima og í gær fóru þeir í golf ásamt bakhjörlum KSÍ. „Við tókum 18 holur í golfi í gær og vorum aðeins að melta leikinn á móti Noregi þannig. Það var mjög skemmtilegt að hugsa um eitthvað annað en fótbolta í smástund,“ segir Emil. „Annars erum við ekkert búnir að fara yfir leikinn en eigum eftir að gera það á næstu dögum. Við eigum eftir að sjá hvað fór úrskeiðis, en nú er það bara næsti leikur á móti Gana.“Fá smá takt í þetta Íslenska liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá æfingaleikjum undanfarin ár og sú varð raunin á móti Noregi en lærisveinar Lars Lagerbäcks unnu, 3-2, eftir að okkar menn komust í 2-1. „Þetta var svolítið týpískur æfingaleikur hjá okkur. Það skiptir öllu máli í þessum æfingaleikjum að fá smá takt í þetta en aðalmálið er að vera allir heilir heilsu og vera í standi fyrir fyrsta leik á móti Argentínu,“ segir Emil. Næsti mótherji er Gana en íslenska liðið vildi ólmt fá leik á móti Afríkuþjóð sem undirbúning fyrir leikinn á móti Nígeríu í Rostov á HM 2018. „Þeir eru eflaust svipaðir og Nígeríumenn, svolítið villtir og minna taktískir en aðrar þjóðir. Það verður gaman að spila á móti þeim og sjá hvernig þeir eru,“ segir Emil, en óttast hann ekki skrautlegar tæklingar í leiknum?Setti á sig 36 í forgjöf „Ef þeir byrja að negla í okkur verðum við bara að negla í þá á móti og sýna þeim að við erum engir kjúklingar. Ég held að það er engin hræðsla hvað það varðar. Eina svarið er að negla þá líka niður,“ segir hann. Sem fyrr segir fóru strákarnir í golf í gær þar sem að Emil stóð sig mjög vel að eigin sögn. Það hjálpaði þó til að hann svindlaði aðeins. „Ég var alveg hrikalega góður og er kallaður forgjafarsvindlarinn í dag. Ég setti á mig 36 í forgjöf og náði 86 höggum. Það er ágætlega gert held ég. Ég vann punktaleikinn en það var víst smá svindl hjá mér,“ segir Emil Hallfreðsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan en myndir frá golfinu má sjá hér að neðan.Emil Hallfreðsson fylgist með ásamt Birni Víglundssyni frá Sýn.vísir/vilhelmÓlafur Ingi undirbýr sveiflu.vísir/vilhelmSamúel Kári Friðjónsson vinnur með Babe Ruth-takta í golfi.vísir/vilhelm
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00
9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00
Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00