Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. júní 2018 06:00 Krafturinn í gosinu hefur komið viðbragðsaðilum í opna skjöldu. Vísir/AFP Að minnsta kosti 62 höfðu í gær farist, hundruð höfðu slasast og tuga var saknað vegna eldgoss í eldfjallinu Volcan de Fuego í Gvatemala sem hófst á sunnudag. Búist er við því að talan fari hækkandi. Gosið er það mannskæðasta þar í landi í meira en öld. Eftir sextán og hálfs klukkutíma eldgos á sunnudaginn streymdi gusthlaup yfir nærliggjandi svæði í gær. Jimy Morales forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Þá hefur neyðarástandi sömuleiðis verið lýst yfir í nærliggjandi sveitum á meðan hamfarirnar standa yfir og björgunarstarf fer fram. „Kvikustreymið hefur flætt yfir farveg sinn og inn í bæinn El Rodeo. Margir íbúar eru slasaðir, brenndir og dánir,“ sagði Sergio Cabanas, framkvæmdastjóri hamfaravarna í Gvatemala, í neyðarútsendingu í útvarpi. Samkvæmt hamfaravörnum hafa rúmlega 3.000 þurft að yfirgefa heimili sín. Öll hin látnu, svo vitað sé, eru frá bæjunum El Rodeo, Alotenango og San Miguel los Lotes. Cabanas sagði hins vegar líklegt að fólk hefði farist sömuleiðis í bænum La Libertad. „Því miður grófst El Rodeo undir í hamförunum. Þá höfum við ekki náð að komast til La Libertad vegna kvikustraumsins. Kannski lést fólk líka þar,“ sagði Cabanas. „Við sluppum ekki öll undan gosinu. Ég held að þau hafi grafist undir í gosinu,“ sagði Consuelo Hernandez, sem var úti á akri þegar fjallið gaus, um fjölskyldu sína við starfsmann hamfaravarna í myndbandi sem birt var í gær. Um er að ræða annað gosið í eldfjallinu á árinu, en það er eitt hið virkasta í Rómönsku-Ameríku. Í febrúar gaus fjallið miklu öskugosi en mannfall var ekkert. Samkvæmt BBC er gosið á sunnudaginn hið mannskæðasta í Gvatemala frá árinu 1902. Þá gaus Santa Maria og felldi þúsundir. Gusthlaup, líkt og streymdi frá Volcan de Fuego í gær, geta verið afar hættuleg. Þá nær brennandi heit gjóskan ekki að stíga upp til himins heldur svífur hún niður fjallshlíðarnar. Hlaupin geta farið hratt yfir, hraðar en nærstaddir gera sér grein fyrir, eða allt að 700 kílómetra á klukkustund. Algengara er þó að hlaupin fari þó um eða upp úr hundrað kílómetra á klukkustund. Gosefnin í hlaupunum geta svo orðið gríðarlega heit, allt frá 200 og upp í 700 gráður, samkvæmt vísindablaðamanni BBC. Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Að minnsta kosti 62 höfðu í gær farist, hundruð höfðu slasast og tuga var saknað vegna eldgoss í eldfjallinu Volcan de Fuego í Gvatemala sem hófst á sunnudag. Búist er við því að talan fari hækkandi. Gosið er það mannskæðasta þar í landi í meira en öld. Eftir sextán og hálfs klukkutíma eldgos á sunnudaginn streymdi gusthlaup yfir nærliggjandi svæði í gær. Jimy Morales forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Þá hefur neyðarástandi sömuleiðis verið lýst yfir í nærliggjandi sveitum á meðan hamfarirnar standa yfir og björgunarstarf fer fram. „Kvikustreymið hefur flætt yfir farveg sinn og inn í bæinn El Rodeo. Margir íbúar eru slasaðir, brenndir og dánir,“ sagði Sergio Cabanas, framkvæmdastjóri hamfaravarna í Gvatemala, í neyðarútsendingu í útvarpi. Samkvæmt hamfaravörnum hafa rúmlega 3.000 þurft að yfirgefa heimili sín. Öll hin látnu, svo vitað sé, eru frá bæjunum El Rodeo, Alotenango og San Miguel los Lotes. Cabanas sagði hins vegar líklegt að fólk hefði farist sömuleiðis í bænum La Libertad. „Því miður grófst El Rodeo undir í hamförunum. Þá höfum við ekki náð að komast til La Libertad vegna kvikustraumsins. Kannski lést fólk líka þar,“ sagði Cabanas. „Við sluppum ekki öll undan gosinu. Ég held að þau hafi grafist undir í gosinu,“ sagði Consuelo Hernandez, sem var úti á akri þegar fjallið gaus, um fjölskyldu sína við starfsmann hamfaravarna í myndbandi sem birt var í gær. Um er að ræða annað gosið í eldfjallinu á árinu, en það er eitt hið virkasta í Rómönsku-Ameríku. Í febrúar gaus fjallið miklu öskugosi en mannfall var ekkert. Samkvæmt BBC er gosið á sunnudaginn hið mannskæðasta í Gvatemala frá árinu 1902. Þá gaus Santa Maria og felldi þúsundir. Gusthlaup, líkt og streymdi frá Volcan de Fuego í gær, geta verið afar hættuleg. Þá nær brennandi heit gjóskan ekki að stíga upp til himins heldur svífur hún niður fjallshlíðarnar. Hlaupin geta farið hratt yfir, hraðar en nærstaddir gera sér grein fyrir, eða allt að 700 kílómetra á klukkustund. Algengara er þó að hlaupin fari þó um eða upp úr hundrað kílómetra á klukkustund. Gosefnin í hlaupunum geta svo orðið gríðarlega heit, allt frá 200 og upp í 700 gráður, samkvæmt vísindablaðamanni BBC.
Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34
Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43
Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43