Golden State marði reyndar sigur í framlengingu í fyrsta leiknum en vann síðan sannfærandi 19 stiga sigur í nótt.
Leikmenn Golden State liðsins eru að nýta sér hröðu sóknirnar sínar vel á móti Cleveland og það má segja að þeir séu hreinlega að hlaupa yfir LeBron James og félaga.
Golden State hefur þannig skorað 37 fleiri stig úr hraðaupphlaupum í þessum tveimur leikjum en það má sjá samanburð á hraðaupphlaupskörfum liðanna hér fyrir neðan.
pic.twitter.com/39jXsPImMs
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 4, 2018
Það þýðir að Cleveland Cavaliers er búið að skora átta fleiri stig úr uppsettum sóknum en Golden State í þessum tveimur fyrstu leikjum.