Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2018 11:13 Eftir að Trump rak James Comey (t.h.) í fyrra sagði hann ástæðuna hafa verið Rússarannsókn FBI. Vísir/AFP Völd Bandaríkjaforseta eru svo víðtæk að Donald Trump hefði getað skotið James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, án þess að það leiddi til þess að hann yrði ákærður. Þetta sagði lögmaður Trump þegar hann hélt því fram að ekki væri hægt að stefna eða ákæra forsetann um helgina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, fór víða um bandaríska fjölmiðla um helgina með þann boðskap að lögfræðiteymi forsetans teldi að hann nyti friðhelgi frá stefnum í saksóknum, óháð sakarefninu. Sagði hann að það væri aðeins þingið sem gæti ákært forseta. Ummæli Giuliani eru liður í baráttu Trump gegn Rússarannsókninni svonefndu sem Robert Mueller, sérstaku rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir. Hún beinist að því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa fyrir kosningarnar árið 2016 en einnig að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí í fyrra. Í viðtali við Huffington Post tók Giuliani öfgafullt dæmi um hversu yfirgripsmikil friðhelgi forsetans fyrir ákærum væri að hans mati.Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hefur sett fram kenningar um vald forseta sem lögspekingar draga verulega í efa.Vísir/AFP„Ef hann hefði skotið James Comey, yrði hann ákærður í þinginu daginn eftir. Ákærið hann í þinginu og þá getið þið gert hvað sem þið viljið með hann,“ sagði lögmaðurinn eftir að hafa lýst því að ekki væri hægt að ákæra eða stefna forsetanum undir neinum kringumstæðum. Þetta er ekki eina vafasama lögfræðikenningin sem Giuliani hefur sett fram undanfarna daga. Þannig lýsti hann einnig um helgina þeirri skoðun sinni að Trump hefði vald til að náða sjálfan sig ef Mueller ákærði hann. Forsetinn myndi hins vegar ekki gera það vegna pólitískra afleiðinga sem slík náðun gæti haft í för með sér. Áður hafði tuttugu blaðsíðna bréfi lögmanna Trump til Mueller verið lekið í New York Times. Í því lýstu lögmennirnir þeirri skoðun sinni að Trump hefði ekki getað hindrað framgang réttvísinnar með því að reka Comey því forsetinn hafi óskorðað vald yfir dómsmálaráðuneytinu og öllum rannsóknum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Lögmaður Trump skilyrðir viðtal við gögn um meintar „njósnir“ Bandaríkjaforseti notar samsæriskenningu sína um njósnir til að setja þrýsting á sérstaka rannsakandann sem leiðir Rússarannsóknina. 29. maí 2018 20:12 Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Völd Bandaríkjaforseta eru svo víðtæk að Donald Trump hefði getað skotið James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, án þess að það leiddi til þess að hann yrði ákærður. Þetta sagði lögmaður Trump þegar hann hélt því fram að ekki væri hægt að stefna eða ákæra forsetann um helgina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, fór víða um bandaríska fjölmiðla um helgina með þann boðskap að lögfræðiteymi forsetans teldi að hann nyti friðhelgi frá stefnum í saksóknum, óháð sakarefninu. Sagði hann að það væri aðeins þingið sem gæti ákært forseta. Ummæli Giuliani eru liður í baráttu Trump gegn Rússarannsókninni svonefndu sem Robert Mueller, sérstaku rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir. Hún beinist að því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa fyrir kosningarnar árið 2016 en einnig að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí í fyrra. Í viðtali við Huffington Post tók Giuliani öfgafullt dæmi um hversu yfirgripsmikil friðhelgi forsetans fyrir ákærum væri að hans mati.Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hefur sett fram kenningar um vald forseta sem lögspekingar draga verulega í efa.Vísir/AFP„Ef hann hefði skotið James Comey, yrði hann ákærður í þinginu daginn eftir. Ákærið hann í þinginu og þá getið þið gert hvað sem þið viljið með hann,“ sagði lögmaðurinn eftir að hafa lýst því að ekki væri hægt að ákæra eða stefna forsetanum undir neinum kringumstæðum. Þetta er ekki eina vafasama lögfræðikenningin sem Giuliani hefur sett fram undanfarna daga. Þannig lýsti hann einnig um helgina þeirri skoðun sinni að Trump hefði vald til að náða sjálfan sig ef Mueller ákærði hann. Forsetinn myndi hins vegar ekki gera það vegna pólitískra afleiðinga sem slík náðun gæti haft í för með sér. Áður hafði tuttugu blaðsíðna bréfi lögmanna Trump til Mueller verið lekið í New York Times. Í því lýstu lögmennirnir þeirri skoðun sinni að Trump hefði ekki getað hindrað framgang réttvísinnar með því að reka Comey því forsetinn hafi óskorðað vald yfir dómsmálaráðuneytinu og öllum rannsóknum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Lögmaður Trump skilyrðir viðtal við gögn um meintar „njósnir“ Bandaríkjaforseti notar samsæriskenningu sína um njósnir til að setja þrýsting á sérstaka rannsakandann sem leiðir Rússarannsóknina. 29. maí 2018 20:12 Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Lögmaður Trump skilyrðir viðtal við gögn um meintar „njósnir“ Bandaríkjaforseti notar samsæriskenningu sína um njósnir til að setja þrýsting á sérstaka rannsakandann sem leiðir Rússarannsóknina. 29. maí 2018 20:12
Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18