Fyrsti laxinn kominn á land úr Norðurá Karl Lúðviksson skrifar 4. júní 2018 09:20 Mynd: Norðurá lodge FB Norðurá opnaði stundvíslega klukkan 7:00 í morgun og það hefur verið spennandi að bíða eftir fyrsta laxinum á land úr henni. Það var bein útsending af bakkanum í gegnum Facebooksíðu Norðurár og þar gátu veiðimenn fylgst með þegar fyrsti laxinn tók og var síðan stuttu seinna landað rétt fyrir klukkan níu í morgun. Það var Þórunn Sveinbjörnsdóttir sem náði fyrsta laxi sumarsins af Skerinu og var það 79 sm 10 punda hrygna sem tók Rauða Frances Hexagon. Það er nokkuð mikið vatn í ánni í þessari opnun en nokkuð líf er á svæðinu og laxar að sjást nokkuð víða. Við fáum svo skýrslu frá Þorsteini Stefánssyni staðarhaldara Norðurár þegar líður á daginn og fáum fleiri fréttir af gangi mála. Mest lesið Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Veiði
Norðurá opnaði stundvíslega klukkan 7:00 í morgun og það hefur verið spennandi að bíða eftir fyrsta laxinum á land úr henni. Það var bein útsending af bakkanum í gegnum Facebooksíðu Norðurár og þar gátu veiðimenn fylgst með þegar fyrsti laxinn tók og var síðan stuttu seinna landað rétt fyrir klukkan níu í morgun. Það var Þórunn Sveinbjörnsdóttir sem náði fyrsta laxi sumarsins af Skerinu og var það 79 sm 10 punda hrygna sem tók Rauða Frances Hexagon. Það er nokkuð mikið vatn í ánni í þessari opnun en nokkuð líf er á svæðinu og laxar að sjást nokkuð víða. Við fáum svo skýrslu frá Þorsteini Stefánssyni staðarhaldara Norðurár þegar líður á daginn og fáum fleiri fréttir af gangi mála.
Mest lesið Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Veiði