Þriðja skiptið sem Kristján sendir yngsta leikmann allra tíma inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 10:30 Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV og fyrrum þjálfari Keflavíkur. Vísir/Daníel Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, sendi fjórtán ára strák inná í Pepsi-deild karla í gær og hjálpaði drengnum með því að setja nýtt met. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem Kristján sér til þess að þetta ágæta met fellur. Eyjastrákurinn Eyþór Orri Ómarsson hjá ÍBV var aðeins 14 ára, 10 mánaða og 26 daga gamall þegar hann kom inn á móti KR á Hásteinsvellinum í gærkvöldi. ÍBV vann þá 2-0 sigur á Vesturbæjarliðinu. Eyþór er nú yngsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi. Eyþór Orri bætti þarna met Hilmars Andrew McShane frá árinu 2014 en Hilmar var 15 ára og 56 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þjálfari Keflavíkurliðsins í þessum leik var einmitt Kristján Guðmundsson. Hilmar sett sitt met í 2-0 sigri Keflavíkur á Víkingi en hann kom inná völlinn á 84. mínútu leiksins. Eyþór Orri kom inná í uppbótartíma í gær. Kristján Guðmundsson átti einnig gamla metið sem Hilmar sló haustið 2014. Sjö árum fyrr hafði Kristján nefnilega sent Sigurberg Elísson inná í leik Keflavíkur og Fylkis. Sigurbergur var þá aðeins 15 ára og 105 daga gamall og bætti um leið þrettán ára met KR-ingsins Árna Inga Pjeturssonar frá 1994. Árni Ingi var 44 dögum eldri en Sigurbergur. Þessir þrír leikmenn Kristjáns, Eyþór Orri, Hilmar og Sigurbergur, sitja nú í þremur efstu sætunum á listanum yfir yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla í knattspyrnu á Íslandi. Yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla:14 ára og 330 daga Eyþór Orri Ómarsson ÍBV á móti KR 2018 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 56 daga Hilmar Andrew McShane, Keflavík á móti Víkingi 2014 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 105 daga Sigurbergur Elísson Keflavík á móti Fylki 2007 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 109 daga Sævar Atli Magnússon, Leikni á móti Keflavík 2015 Þjálfarar: Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónsson15 ára og 141 dags Bjartur Bjarni Barkarson, Víkingi Ó. á móti Víkingi R. 2017 Þjálfari: Ejub Purisevic15 ára og 149 daga Árni Ingi Pjetursson, KR á móti Val 1994 Þjálfari: Guðjón Þórðarson Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, sendi fjórtán ára strák inná í Pepsi-deild karla í gær og hjálpaði drengnum með því að setja nýtt met. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem Kristján sér til þess að þetta ágæta met fellur. Eyjastrákurinn Eyþór Orri Ómarsson hjá ÍBV var aðeins 14 ára, 10 mánaða og 26 daga gamall þegar hann kom inn á móti KR á Hásteinsvellinum í gærkvöldi. ÍBV vann þá 2-0 sigur á Vesturbæjarliðinu. Eyþór er nú yngsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi. Eyþór Orri bætti þarna met Hilmars Andrew McShane frá árinu 2014 en Hilmar var 15 ára og 56 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þjálfari Keflavíkurliðsins í þessum leik var einmitt Kristján Guðmundsson. Hilmar sett sitt met í 2-0 sigri Keflavíkur á Víkingi en hann kom inná völlinn á 84. mínútu leiksins. Eyþór Orri kom inná í uppbótartíma í gær. Kristján Guðmundsson átti einnig gamla metið sem Hilmar sló haustið 2014. Sjö árum fyrr hafði Kristján nefnilega sent Sigurberg Elísson inná í leik Keflavíkur og Fylkis. Sigurbergur var þá aðeins 15 ára og 105 daga gamall og bætti um leið þrettán ára met KR-ingsins Árna Inga Pjeturssonar frá 1994. Árni Ingi var 44 dögum eldri en Sigurbergur. Þessir þrír leikmenn Kristjáns, Eyþór Orri, Hilmar og Sigurbergur, sitja nú í þremur efstu sætunum á listanum yfir yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla í knattspyrnu á Íslandi. Yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla:14 ára og 330 daga Eyþór Orri Ómarsson ÍBV á móti KR 2018 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 56 daga Hilmar Andrew McShane, Keflavík á móti Víkingi 2014 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 105 daga Sigurbergur Elísson Keflavík á móti Fylki 2007 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 109 daga Sævar Atli Magnússon, Leikni á móti Keflavík 2015 Þjálfarar: Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónsson15 ára og 141 dags Bjartur Bjarni Barkarson, Víkingi Ó. á móti Víkingi R. 2017 Þjálfari: Ejub Purisevic15 ára og 149 daga Árni Ingi Pjetursson, KR á móti Val 1994 Þjálfari: Guðjón Þórðarson
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira