Mynd af íslenska landsliðinu sögð minna á áróður nasista Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júní 2018 17:13 Sitt sýnist hverjum um myndmálið. Twitter Nokkrar deilur hafa vaknað á samfélagsmiðlum um teiknaða mynd af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem sumum þykir minna á áróður nasista. Er það sérstaklega notkun á rún fyrir stafinn S, sem margir tengja við stormsveitir nasista, sem fyrir brjóstið á fólki. Myndin gengur manna á milli en svo virðist sem hún tengist Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar má finna myndband sem nýtir sama myndefni.We are ready for Russia.What about you?#fyririsland pic.twitter.com/jexJTGxp4u— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 1, 2018 Áróðursplakat sem nasistar prentuðu fyrir hernám Danmerkur í seinni heimsstyrjöldÞriðja ríkiðÍ umræðum á samfélagsmiðlum virðist stór hluti fólks sjá mjög neikvæða hluti út úr myndinni sem sýnir landsliðsmennina sem reiða víkinga á leið í orrustu. Þá hafa nokkrir birt myndir af áróðri nasista sem nota mjög svipað myndmál um aríska víkinga. Ekki hjálpar að í bakgrunni virðist vera mynd af Moskvu í logum, nokkuð sem stóð til að raungera á sínum tíma. Líklega átti þetta þó frekar að vera íslenskt eldfjall og vísun til HM í Rússlandi. Aðrir setja spurningamerki við að KSÍ skuli vera að deila myndinni. Einn notandi segir það líta út eins og myndin hafi verið hönnuð af svörnum andstæðingi íslenska landsliðsins. „Ákveðið menningarlegt ólæsi í þessari vinnu,“ bætir annar við. Enn aðrir vilja meina að nasistar eigi ekki að komast upp með að eigna sér rúnir og norrænt myndmál. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem blandar sér í umræðuna og segir að SS eigi ekki rúnaletrið frekar en annað fornnorrænt menningargóss sem þeir nýttu sér. Þeir sem taka myndinni verst eiga það margir sameiginlegt að hafa verið í Þýskalandi eða eiga tengsl við Þjóðverja. Þar í landi gæti mörgum þótt myndin í það minnsta óæskileg ef ekki beinlínis ögrandi. Deilurnar um táknræna þýðingu klæðnaðs frá þýska merkinu Thor Steinar eru til marks um hversu flókið samspil myndmáls og hugrenningartengsla getur orðið. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Nokkrar deilur hafa vaknað á samfélagsmiðlum um teiknaða mynd af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem sumum þykir minna á áróður nasista. Er það sérstaklega notkun á rún fyrir stafinn S, sem margir tengja við stormsveitir nasista, sem fyrir brjóstið á fólki. Myndin gengur manna á milli en svo virðist sem hún tengist Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar má finna myndband sem nýtir sama myndefni.We are ready for Russia.What about you?#fyririsland pic.twitter.com/jexJTGxp4u— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 1, 2018 Áróðursplakat sem nasistar prentuðu fyrir hernám Danmerkur í seinni heimsstyrjöldÞriðja ríkiðÍ umræðum á samfélagsmiðlum virðist stór hluti fólks sjá mjög neikvæða hluti út úr myndinni sem sýnir landsliðsmennina sem reiða víkinga á leið í orrustu. Þá hafa nokkrir birt myndir af áróðri nasista sem nota mjög svipað myndmál um aríska víkinga. Ekki hjálpar að í bakgrunni virðist vera mynd af Moskvu í logum, nokkuð sem stóð til að raungera á sínum tíma. Líklega átti þetta þó frekar að vera íslenskt eldfjall og vísun til HM í Rússlandi. Aðrir setja spurningamerki við að KSÍ skuli vera að deila myndinni. Einn notandi segir það líta út eins og myndin hafi verið hönnuð af svörnum andstæðingi íslenska landsliðsins. „Ákveðið menningarlegt ólæsi í þessari vinnu,“ bætir annar við. Enn aðrir vilja meina að nasistar eigi ekki að komast upp með að eigna sér rúnir og norrænt myndmál. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem blandar sér í umræðuna og segir að SS eigi ekki rúnaletrið frekar en annað fornnorrænt menningargóss sem þeir nýttu sér. Þeir sem taka myndinni verst eiga það margir sameiginlegt að hafa verið í Þýskalandi eða eiga tengsl við Þjóðverja. Þar í landi gæti mörgum þótt myndin í það minnsta óæskileg ef ekki beinlínis ögrandi. Deilurnar um táknræna þýðingu klæðnaðs frá þýska merkinu Thor Steinar eru til marks um hversu flókið samspil myndmáls og hugrenningartengsla getur orðið.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira