Nokkrar staðreyndir Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 2. júní 2018 10:00 Fréttir um útskrift Versló, MS og Kvennó eru athyglisverðar. Í fyrsta sinn birtast tölur og rannsóknir um hvernig hefur gengið að innleiða þriggja ára kerfið í framhaldsskólann, bæði hvað námsárangur varðar og líðan nemenda í hinu nýja kerfi. Nokkur atriði eru sérstaklega eftirtektarverð. Þvert á hrakspár hefur brottfall ekki aukist við þessa breytingu og frekar hitt að það hafi dregið úr því. Rektor MS segir t.d. að brottfall hafi verið nokkuð í fjögra ára kerfinu en með nýju þriggja ára kerfi og breytingum á námskrá hafi brottfallið nánast horfið. Versló notaði tækifærið og lét nemendur úr þriggja ára og fjögra ára kerfunum þreyta sama próf í íslensku og stærðfræði. Niðurstöður íslenskuprófanna voru þær að nemendur sem voru í þriggja ára kerfinu fengu sömu niðurstöður og nemendur úr fjögra ára kerfinu. En í stærðfræðiprófinu fengu nemendur úr þriggja ára kerfinu mun hærri einkunn en nemendur úr fjögra ára kerfinu! Versló framkvæmdi einnig rannsókn á álagi á útskriftarnemendurna. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að nemendum við skólann fannst álagið ekki of mikið. Í Kvennó var líka gerð könnun á vinnuálaginu á meðal nemenda. Niðurstaðan var sú að 85 prósent nemendanna við þann skóla töldu að álagið væri hæfilegt. Áhugavert er að bera þessar niðurstöður prófa og rannsókna saman við allar hrakspárnar og fullyrðingarnar sem hafa birst um þetta mál undanfarin misseri. Í því sambandi og að gefnu tilefni hlakka ég til að sjá hvort fréttastofa RÚV muni frétta af þessum niðurstöðum. Þar á bæ hafa nefnilega birst margar „fréttir“ um skoðanir og andstöðu við hið nýja fyrirkomulag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir um útskrift Versló, MS og Kvennó eru athyglisverðar. Í fyrsta sinn birtast tölur og rannsóknir um hvernig hefur gengið að innleiða þriggja ára kerfið í framhaldsskólann, bæði hvað námsárangur varðar og líðan nemenda í hinu nýja kerfi. Nokkur atriði eru sérstaklega eftirtektarverð. Þvert á hrakspár hefur brottfall ekki aukist við þessa breytingu og frekar hitt að það hafi dregið úr því. Rektor MS segir t.d. að brottfall hafi verið nokkuð í fjögra ára kerfinu en með nýju þriggja ára kerfi og breytingum á námskrá hafi brottfallið nánast horfið. Versló notaði tækifærið og lét nemendur úr þriggja ára og fjögra ára kerfunum þreyta sama próf í íslensku og stærðfræði. Niðurstöður íslenskuprófanna voru þær að nemendur sem voru í þriggja ára kerfinu fengu sömu niðurstöður og nemendur úr fjögra ára kerfinu. En í stærðfræðiprófinu fengu nemendur úr þriggja ára kerfinu mun hærri einkunn en nemendur úr fjögra ára kerfinu! Versló framkvæmdi einnig rannsókn á álagi á útskriftarnemendurna. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að nemendum við skólann fannst álagið ekki of mikið. Í Kvennó var líka gerð könnun á vinnuálaginu á meðal nemenda. Niðurstaðan var sú að 85 prósent nemendanna við þann skóla töldu að álagið væri hæfilegt. Áhugavert er að bera þessar niðurstöður prófa og rannsókna saman við allar hrakspárnar og fullyrðingarnar sem hafa birst um þetta mál undanfarin misseri. Í því sambandi og að gefnu tilefni hlakka ég til að sjá hvort fréttastofa RÚV muni frétta af þessum niðurstöðum. Þar á bæ hafa nefnilega birst margar „fréttir“ um skoðanir og andstöðu við hið nýja fyrirkomulag.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar