Segjast hafa fundið nöfn 47 manna sem Rússar vilja feiga Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2018 23:44 Babchenko er hér fyrir miðju. Lutsenko er hægra megin við hann. Vísir/AP Yfirvöld Úkraínu vinna nú að því að sannfæra bandamenn sína um að þörf hafi verið á því að sviðsetja morð rússnesks blaðamann sem flúði frá Rússlandi til Úkraínu. Aðgerðin er sögð hafa leitt til uppgötvunar lista yfir 47 nöfn manna sem yfirvöld Rússlands vilji feiga í Evrópu. Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í gær þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af.Sjá einnig: Horfði á fréttir af eigin „morði“ úr líkhúsiYuriy Lutsenko, æðsti saksóknari Úkraínu, fundaði í dag með embættismönnum frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum bandamönnum Úkraínu, þar sem hann fór yfir málið með þeim.Eftir fundinn sagði Lutsenko að sviðsetningin hefði verið nauðsynleg og hún hefði gert rannsakendum kleift að öðlast upplýsingar um hver það væri sem vildi Babchenko feigan. Hann sagði rannsakendur hafa fundið lista með 47 nöfnum manna sem væru í hættu og sagði að þar á meðal væru bæði blaðamenn frá Úkraínu og Rússlandi. Þar að auki sagði hann sönnunargögn um aðkomu leyniþjónsta Rússlands að málinu. Þau sönnunargögn yrðu opinberuð síðar. Erindreki Evrópusambandsins, sem sótti fundinn og ræddi við Reuters undir nafnleynd, sagði Lutsenko hafa fært góð rök fyrir aðgerðinni umdeildu. „Ég er ánægður, aðrir eru ánægðari en þeir voru. Í myndi segja að þetta hefði verið rétt gert hjá þeim. Hann sagði Lutsenko hafa viðurkennt að viðbrögð fjölmiðla hefðu komið þeim á óvart og að yfirvöld Úkraínu hefðu ekki haldið rétt á spöðunum varðandi fjölmiðla. Tveir sjónvarpsþulir sem starfa í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeim hafi borist upplýsingar frá yfirvöldum um að þeir væru á áðurnefndum lista. Mennirnir, sem eru frá Úkraínu og Rússlandi, segjast nú vera í felum og undir vernd ríkisins. Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að málinu og segja að um áróðursherferð sé að ræða. Trúverðugleiki er þó Úkraínumönnum mikilvægur þar sem þeir hafa reitt sig á mikla fjárhagslega hjálp frá Bandaríkjunum, ESB og öðrum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu og studdu uppreisn aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum í Úkraínu á undanförnum árum. Úkraína Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46 Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Yfirvöld Úkraínu vinna nú að því að sannfæra bandamenn sína um að þörf hafi verið á því að sviðsetja morð rússnesks blaðamann sem flúði frá Rússlandi til Úkraínu. Aðgerðin er sögð hafa leitt til uppgötvunar lista yfir 47 nöfn manna sem yfirvöld Rússlands vilji feiga í Evrópu. Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í gær þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af.Sjá einnig: Horfði á fréttir af eigin „morði“ úr líkhúsiYuriy Lutsenko, æðsti saksóknari Úkraínu, fundaði í dag með embættismönnum frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum bandamönnum Úkraínu, þar sem hann fór yfir málið með þeim.Eftir fundinn sagði Lutsenko að sviðsetningin hefði verið nauðsynleg og hún hefði gert rannsakendum kleift að öðlast upplýsingar um hver það væri sem vildi Babchenko feigan. Hann sagði rannsakendur hafa fundið lista með 47 nöfnum manna sem væru í hættu og sagði að þar á meðal væru bæði blaðamenn frá Úkraínu og Rússlandi. Þar að auki sagði hann sönnunargögn um aðkomu leyniþjónsta Rússlands að málinu. Þau sönnunargögn yrðu opinberuð síðar. Erindreki Evrópusambandsins, sem sótti fundinn og ræddi við Reuters undir nafnleynd, sagði Lutsenko hafa fært góð rök fyrir aðgerðinni umdeildu. „Ég er ánægður, aðrir eru ánægðari en þeir voru. Í myndi segja að þetta hefði verið rétt gert hjá þeim. Hann sagði Lutsenko hafa viðurkennt að viðbrögð fjölmiðla hefðu komið þeim á óvart og að yfirvöld Úkraínu hefðu ekki haldið rétt á spöðunum varðandi fjölmiðla. Tveir sjónvarpsþulir sem starfa í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeim hafi borist upplýsingar frá yfirvöldum um að þeir væru á áðurnefndum lista. Mennirnir, sem eru frá Úkraínu og Rússlandi, segjast nú vera í felum og undir vernd ríkisins. Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að málinu og segja að um áróðursherferð sé að ræða. Trúverðugleiki er þó Úkraínumönnum mikilvægur þar sem þeir hafa reitt sig á mikla fjárhagslega hjálp frá Bandaríkjunum, ESB og öðrum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu og studdu uppreisn aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum í Úkraínu á undanförnum árum.
Úkraína Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46 Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45
Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10
Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46
Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54
Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05