Enski boltinn

Tíu þúsund máltíðir fyrir hvert mark hjá Messi og Neymar á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Neymar.
Lionel Messi og Neymar. Vísir/Getty
Ef Argentínumaðurinn Lionel Messi skorar þrennu eða jafnvel fernu á móti Íslandi á HM í Rússlandi þá geta okkar strákar í það minnsta huggað sig við það að fátæk börn í Mið- og Suður-Ameríku og Karíbahafinu fá fyrir í staðinn lífsnauðsynlega aðstoð.

MasterCard hefur nú gefið það út að fyrirtækið muni gefa fátækum börnum í latnesku Ameríku og Karabíahafinu tíu þúsund máltíðir fyirr hvert mark sem Lionel Messi skorar á HM í Rússlandi.

Sömu sögu er að segja ef Brasilíumaðurinn Neymar skorar mark í heimasmeistarakeppninni sem hefst eftir þrettán daga.





MasterCard ætlar þó ekki að láta þetta aðeins ná yfir heimsmeistaramótið í Rússlandi heldur yfir alla opinbera leiki sem þeir félagar spila fram í mars 2020.

Lionel Messi og Neymar eru báðir miklir markaskorarar og ættu því að geta séð mörgum börnum fyrir máltíðum á næstu mánuðum.

Lionel Messi skoraði 45 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili með Barcelona og hefur skorað 64 mörk fyrir argentínska landsliðið.

Neymar skoraði 28 mörk í aðeins 30 leikjum í öllum keppnum með Paris Saint-Germain á síðasta tímabili og hann hefur skorað 53 mörk fyrir brasilíska landsliðið.

Messi skoraði sjö mörk í undankeppni HM 2018 þrátt fyrir að missa úr nokkra leiki og Neymar skoraði sex mörk.  










Fleiri fréttir

Sjá meira


×