Pólitískur og rökfræðilegur ómöguleiki Þórlindur Kjartansson skrifar 1. júní 2018 07:00 Bandarísku flugmennirnir á ítölsku eynni Pianosa í seinni heimsstyrjöldinni þurftu að glíma við ýmiss konar harðræði og fáránleika. Þetta er að minnsta kosti uppleggið í skáldsögu eftir Joseph Heller. Þar segir einmitt frá hinni frægu reglu „Catch-22“.Enginn heilvita maður Söguhetjan Yossarian var einn af þessum flugmönnum sem þurftu í sífellu að sendast yfir hafið til þess að varpa sprengjum á óvinaherinn. Þetta var hættuleg iðja því óvinurinn var lítt hrifinn af sprengjuregninu og reyndi því af öllum mætti að skjóta sprengjuvélarnar niður. Yossarian tók þessar árásir mjög persónulega og vildi ólmur losna undan því að vera sendur í þessar sprengjuferðir. Eitt skiptið sem oftar fer hann til læknisins á herstöðinni og heimtar að fá uppáskrift um að hann sé óhæfur til að fljúga fleiri sprengjuleiðangra. Læknirinn harðneitar og bregður flugmaðurinn á það ráð að segjast vera geðbilaður, og spyr lækninn hvort hann þurfi ekki að setja geðbilaða menn í flugbann. Læknirinn staðfestir að sér beri skylda til þess. „Það er regla sem segir að ég verði að setja hvern þann í flugbann sem er veikur á geði.“ Þá hvetur Yossarian lækninn til þess að spyrja aðra í herdeildinni og að þeir muni allir staðfesta að hann sé geðbilaður. Þessu þverneitar læknirinn og segir að ekkert mark sé takandi á hinum flugmönnunum af því þeir séu allir snarbilaðir á geði. Yossarian spyr þá hvort hann þurfi ekki að setja þá alla í flugbann, og læknirinn segist vissulega mundi þurfa að gera það, en það sé hluti af reglunni að menn þurfi að biðja um að vera settir í flugbann. „En af hverju biður enginn um að vera settur í flugbann“ spyr Yossarian. „Það er vegna þess að þeir eru allir bilaðir,“ svarar læknirinn. Og til þess að fullkomna fáránleikann þá segir læknirinn að hver sá sem reynir að komast undan herþjónustu með því að segjast vera geðbilaður sé augljóslega heill á geði því einungis sá sem er bilaður á geði myndi kjósa að gegna herþjónustu ef hann gæti komist hjá því. Og þetta er hin fræga regla „Catch-22“. Steingrímur í bobba Þegar upp koma fáránlegar aðstæður, einkum í tengslum við opinbera stjórnsýslu og skriffinnsku, þá er gjarnan talað um „Catch-22“ ástand. Og nú er píratinn Björn Leví Gunnarsson búinn að koma Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í þannig stöðu. Björn Leví sendi nefnilega forsetanum fyrirspurn þar sem óskað var eftir skriflegu svari við spurningunni: „Hvaða óskráðu reglur og hefðir gilda um störf þingmanna?“ og vitaskuld er óskað eftir skriflegu svari. Ef Steingrímur J. Sigfússon svarar fyrirspurninni þá hefur hann um leið skrásett hinar óskráðu reglur og eru þær þá að sjálfsögðu ekki lengur óskráðar heldur skráðar og eru þá samkvæmt skilgreiningu ekki lengur nothæft svar við fyrirspurninni. Það gildir um þetta viðfangsefni Steingríms hið sama og um þögnina, sem hverfur um leið og hún er nefnd. Kurteisi eða valdboð Þessi heimspekilega gildra er þó ekki aðeins áhugaverð út frá hinni skemmtilegu rökleysu sem hún býður upp á heldur endurspeglar hún kröfuna um að til séu skráðar reglur og ferlar um allt mögulegt. Það má jafnvel greina ákveðna tortryggni í garð „óskráðra reglna“ eins og þær séu leyndarmál sem einungis innvígðum og innmúruðum er sagt frá—en svo eru aðrir skammaðir fyrir að kunna ekki að hegða sér í samræmi við þær. En raunin er sú að langstærstur hluti af þeim reglum sem við fylgjum í lífinu eru óskráðar. Það er til dæmis engin skráð regla eða lög sem bannar manni að borða bæði næstsíðustu og síðustu pönnukökuna á disknum; það er bara dónalegt. Það er heldur engin skráð regla sem fyrirskipar að knattspyrnulið hendi boltanum aftur til mótherjans ef boltinn var settur úr leik til að hlúa að meiðslum; annað þykir einfaldlega ódrengilegt. Og það mun vera óskráð regla á Alþingi að þegar þingmaður flytur sína fyrstu ræðu þá sé honum sýnd sú miskunn að ekki sé komið upp til andsvara. Þessar óskráðu reglur hafa einmitt vægi í samfélaginu af því að þær byggjast á dómgreind fólks, kurteisi og drengskap, en ekki valdboði. Ef þær væru hins vegar skráðar þá væri ekki lengur nein dyggð fólgin í að fylgja þeim og það yrði hætt við að þær yrðu misnotaðar. Á öllum heimilum, skólum og vinnustöðum gilda ýmiss konar samskiptareglur og hefðir sem þróast smám saman í takt við þarfir og tíðaranda. Og það gildir svipað um þessar reglur, eins og reglu læknisins á Pianosa, að um leið og reynt er að skrá rökrétta og gagnlega óskráða reglu þá er líklegt að hún umbreytist í ógagnlega og órökrétta reglugerðarþvælu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Bandarísku flugmennirnir á ítölsku eynni Pianosa í seinni heimsstyrjöldinni þurftu að glíma við ýmiss konar harðræði og fáránleika. Þetta er að minnsta kosti uppleggið í skáldsögu eftir Joseph Heller. Þar segir einmitt frá hinni frægu reglu „Catch-22“.Enginn heilvita maður Söguhetjan Yossarian var einn af þessum flugmönnum sem þurftu í sífellu að sendast yfir hafið til þess að varpa sprengjum á óvinaherinn. Þetta var hættuleg iðja því óvinurinn var lítt hrifinn af sprengjuregninu og reyndi því af öllum mætti að skjóta sprengjuvélarnar niður. Yossarian tók þessar árásir mjög persónulega og vildi ólmur losna undan því að vera sendur í þessar sprengjuferðir. Eitt skiptið sem oftar fer hann til læknisins á herstöðinni og heimtar að fá uppáskrift um að hann sé óhæfur til að fljúga fleiri sprengjuleiðangra. Læknirinn harðneitar og bregður flugmaðurinn á það ráð að segjast vera geðbilaður, og spyr lækninn hvort hann þurfi ekki að setja geðbilaða menn í flugbann. Læknirinn staðfestir að sér beri skylda til þess. „Það er regla sem segir að ég verði að setja hvern þann í flugbann sem er veikur á geði.“ Þá hvetur Yossarian lækninn til þess að spyrja aðra í herdeildinni og að þeir muni allir staðfesta að hann sé geðbilaður. Þessu þverneitar læknirinn og segir að ekkert mark sé takandi á hinum flugmönnunum af því þeir séu allir snarbilaðir á geði. Yossarian spyr þá hvort hann þurfi ekki að setja þá alla í flugbann, og læknirinn segist vissulega mundi þurfa að gera það, en það sé hluti af reglunni að menn þurfi að biðja um að vera settir í flugbann. „En af hverju biður enginn um að vera settur í flugbann“ spyr Yossarian. „Það er vegna þess að þeir eru allir bilaðir,“ svarar læknirinn. Og til þess að fullkomna fáránleikann þá segir læknirinn að hver sá sem reynir að komast undan herþjónustu með því að segjast vera geðbilaður sé augljóslega heill á geði því einungis sá sem er bilaður á geði myndi kjósa að gegna herþjónustu ef hann gæti komist hjá því. Og þetta er hin fræga regla „Catch-22“. Steingrímur í bobba Þegar upp koma fáránlegar aðstæður, einkum í tengslum við opinbera stjórnsýslu og skriffinnsku, þá er gjarnan talað um „Catch-22“ ástand. Og nú er píratinn Björn Leví Gunnarsson búinn að koma Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í þannig stöðu. Björn Leví sendi nefnilega forsetanum fyrirspurn þar sem óskað var eftir skriflegu svari við spurningunni: „Hvaða óskráðu reglur og hefðir gilda um störf þingmanna?“ og vitaskuld er óskað eftir skriflegu svari. Ef Steingrímur J. Sigfússon svarar fyrirspurninni þá hefur hann um leið skrásett hinar óskráðu reglur og eru þær þá að sjálfsögðu ekki lengur óskráðar heldur skráðar og eru þá samkvæmt skilgreiningu ekki lengur nothæft svar við fyrirspurninni. Það gildir um þetta viðfangsefni Steingríms hið sama og um þögnina, sem hverfur um leið og hún er nefnd. Kurteisi eða valdboð Þessi heimspekilega gildra er þó ekki aðeins áhugaverð út frá hinni skemmtilegu rökleysu sem hún býður upp á heldur endurspeglar hún kröfuna um að til séu skráðar reglur og ferlar um allt mögulegt. Það má jafnvel greina ákveðna tortryggni í garð „óskráðra reglna“ eins og þær séu leyndarmál sem einungis innvígðum og innmúruðum er sagt frá—en svo eru aðrir skammaðir fyrir að kunna ekki að hegða sér í samræmi við þær. En raunin er sú að langstærstur hluti af þeim reglum sem við fylgjum í lífinu eru óskráðar. Það er til dæmis engin skráð regla eða lög sem bannar manni að borða bæði næstsíðustu og síðustu pönnukökuna á disknum; það er bara dónalegt. Það er heldur engin skráð regla sem fyrirskipar að knattspyrnulið hendi boltanum aftur til mótherjans ef boltinn var settur úr leik til að hlúa að meiðslum; annað þykir einfaldlega ódrengilegt. Og það mun vera óskráð regla á Alþingi að þegar þingmaður flytur sína fyrstu ræðu þá sé honum sýnd sú miskunn að ekki sé komið upp til andsvara. Þessar óskráðu reglur hafa einmitt vægi í samfélaginu af því að þær byggjast á dómgreind fólks, kurteisi og drengskap, en ekki valdboði. Ef þær væru hins vegar skráðar þá væri ekki lengur nein dyggð fólgin í að fylgja þeim og það yrði hætt við að þær yrðu misnotaðar. Á öllum heimilum, skólum og vinnustöðum gilda ýmiss konar samskiptareglur og hefðir sem þróast smám saman í takt við þarfir og tíðaranda. Og það gildir svipað um þessar reglur, eins og reglu læknisins á Pianosa, að um leið og reynt er að skrá rökrétta og gagnlega óskráða reglu þá er líklegt að hún umbreytist í ógagnlega og órökrétta reglugerðarþvælu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun