Akurey snýr fljótt aftur til veiða eftir bilun í vél Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2018 19:30 Skipstjórinn á Akurey reiknar með að skipið haldi aftur til veiða á fimmtudag en varðskipið Þór kom með það til hafnar í Reykjavík í dag eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins í gærmorgun. Aldrei hafi verið nein hætta á ferðum enda veður gott þar sem vélin bilaði og alla leiðina til hafnar. Það var um klukkan 6:20 í gærmorgun sem skipstjórinn á Akurey óskaði aðstoðar eftir að skipið varð vélarvana úti fyrir Vestfjörðum. Varðskipið Þór var þá statt á Bíldudal og hélt þegar til aðstoðar. Skipið var komið að Akureynni um klukkan hálf eitt í gær og tæpum sólarhring síðar komu skipin til hafnar í Reykjavík. Það er aðeins ár síðan þetta eitt glæsilegasta skip fiskiskipaflotans kom fyrst til hafnar frá Tyrklandi þar sem það var smíðað eins og systurskipin Engey og Viðey en skipin eru í eigu HB Granda. Skipstjórinn um borð er Eiríkur Jónsson, farsæl aflakló, en hann segir undirlyftustöng hafa brotnað í einni aðalvéla skipsins.Voruð þið þá alveg vélarvana? „Já, það er svona svipað og það fari ventill í bíl. Það er ekkert hægt að hreyfa.“Hvernig var sjórinn þegar þetta gerðist? „Það var bara blíða, fínasta veður.”Náttúrlega ekkert þá amað að mönnum? „Nei, nei ekki neitt,” sagði Eiríkur nýstiginn á land í Reykjavíkurhöfn.Akurey í dag.Vísir/Friðrik ÞórÞað hafi gengið eins og í sögu að koma taug milli Akureynnar og varðskipsins. En áhöfnin hefði verið fjóra sólarhringa á veiðum þegar vélin bilaði og átt einn dag eftir á veiðum. Komnir vel með í skipið? „Já, við vorum komnir með 140 tonn. Áttum eftir að ná í tíu tonn af karfa í viðbót miðað við það sem við máttum veiða.” Er ekki hundfúlt þegar svona gerist? „Jú en allt í lagi í svona góðu veðri. En þetta er aldrei skemmtilegt,” svarar Eiríkur sallarólegur. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að viðgerð taki langan tíma og reiknar með að haldið verði aftur til veiða á fimmtudag. Hins vegar botnar hann lítið í veiðiráðgjöf Hafró sem sjávarútvegsráðherra staðfesti í dag sem aflamark fyrir næsta ár. Það sé gott fiskirí á öllum tegundum nema ýsu sem megi auka veiðar á um 40 prósent en hafi ekki sést á togaraslóðum í mörg ár. “ „Þannig að það kemur alla vega mér í opna skjöldu að það sé verið að bæta við ýsu. Svo er hún bara smá sem fæst, eitthvað dót. Þetta er alla vega ekki eitthvað sem við rekumst á daglega; ýsa,“ segir Eiríkur Jónsson. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Skipstjórinn á Akurey reiknar með að skipið haldi aftur til veiða á fimmtudag en varðskipið Þór kom með það til hafnar í Reykjavík í dag eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins í gærmorgun. Aldrei hafi verið nein hætta á ferðum enda veður gott þar sem vélin bilaði og alla leiðina til hafnar. Það var um klukkan 6:20 í gærmorgun sem skipstjórinn á Akurey óskaði aðstoðar eftir að skipið varð vélarvana úti fyrir Vestfjörðum. Varðskipið Þór var þá statt á Bíldudal og hélt þegar til aðstoðar. Skipið var komið að Akureynni um klukkan hálf eitt í gær og tæpum sólarhring síðar komu skipin til hafnar í Reykjavík. Það er aðeins ár síðan þetta eitt glæsilegasta skip fiskiskipaflotans kom fyrst til hafnar frá Tyrklandi þar sem það var smíðað eins og systurskipin Engey og Viðey en skipin eru í eigu HB Granda. Skipstjórinn um borð er Eiríkur Jónsson, farsæl aflakló, en hann segir undirlyftustöng hafa brotnað í einni aðalvéla skipsins.Voruð þið þá alveg vélarvana? „Já, það er svona svipað og það fari ventill í bíl. Það er ekkert hægt að hreyfa.“Hvernig var sjórinn þegar þetta gerðist? „Það var bara blíða, fínasta veður.”Náttúrlega ekkert þá amað að mönnum? „Nei, nei ekki neitt,” sagði Eiríkur nýstiginn á land í Reykjavíkurhöfn.Akurey í dag.Vísir/Friðrik ÞórÞað hafi gengið eins og í sögu að koma taug milli Akureynnar og varðskipsins. En áhöfnin hefði verið fjóra sólarhringa á veiðum þegar vélin bilaði og átt einn dag eftir á veiðum. Komnir vel með í skipið? „Já, við vorum komnir með 140 tonn. Áttum eftir að ná í tíu tonn af karfa í viðbót miðað við það sem við máttum veiða.” Er ekki hundfúlt þegar svona gerist? „Jú en allt í lagi í svona góðu veðri. En þetta er aldrei skemmtilegt,” svarar Eiríkur sallarólegur. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að viðgerð taki langan tíma og reiknar með að haldið verði aftur til veiða á fimmtudag. Hins vegar botnar hann lítið í veiðiráðgjöf Hafró sem sjávarútvegsráðherra staðfesti í dag sem aflamark fyrir næsta ár. Það sé gott fiskirí á öllum tegundum nema ýsu sem megi auka veiðar á um 40 prósent en hafi ekki sést á togaraslóðum í mörg ár. “ „Þannig að það kemur alla vega mér í opna skjöldu að það sé verið að bæta við ýsu. Svo er hún bara smá sem fæst, eitthvað dót. Þetta er alla vega ekki eitthvað sem við rekumst á daglega; ýsa,“ segir Eiríkur Jónsson.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira