Veðrið á Þjóðhátíðardaginn verður ekkert sérstakt ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Spáð er úrkomu eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu.
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að veðrið á höfuðborgarsvæðinu í dag verði bærilegt.
„Veðrið lítur svosem alveg þolanlega út, það er svosem einhver úrkoma og það verða einhverjir skúrir þegar líður á daginn. Það ætti að verða þurrt að mestu. Skúrir munu hinsvegar aukast svona fljótlega eftir hádegið, það gerist eiginlega um allt land.“
Óli segir að það ætti að haldast þurrt á höfuðborgarsvæðinu fram að hádegi í dag. Það er þó ekki hægt að útiloka að það komi einhverjir dropar.
Hitastig höfuðborgarsvæðisins á að vera ágætt, 7-12 stig.
Þegar fer að líða á daginn fer að bæta í vinda á Suðausturlandi og það á að rigna á Austurlandi í kvöld. Björtu og fallegu veðri er spáð á Norðurlandi en það er þó ekki öruggt.
Nánar má lesa um veðurspána á vef Veðurstofunnar.
Þolanlegt veður á Þjóðhátíðardaginn
Tengdar fréttir
Stuð og stemning í Hljómskálagarðinum í dag
Helstu tónlistarmenn landsins koma fram í Hljómskálagarðinum í dag.
Líf og fjör á Þjóðhátíðardeginum
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur í dag.