„Örvænting og reiði“ hjá þeim sem bera ábyrgðina Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. júní 2018 21:30 Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum. Fulltrúaráð ákvað á aukafundi sínum í gær að víkja Páli Magnússyni úr ráðinu. Formaður ráðsins segir að óskað hafi verið eftir stuðningi hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en hann hafi ekki fengist. „Og þegar fjölmiðlar inntu hann eftir því hvort hann styddi framboðið þá gat hann ekki svarað því og við teljum það brot á trausti og getum ekki stutt mann sem getur ekki lýst því yfir að styðja okkur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Skjáskot/Stöð 2Sjá einnig: Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgðPáll segist hafa verið með heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga. Eftir að flokkurinn klofnaði út af deilum um hvort halda ætti prófkjör eða ekki, hafi verið ljóst að 30-40 prósent Sjálfstæðismanna myndu styðja klofningsframboðið, H-listann. „Ég leit á það sem skyldu mína sem oddviti að laða þetta fólk sem er í grundvallaratriðum Sjálfstæðismenn aftur til flokksins fyrir næstu kosningar og það taldi ég mig best gera með því að halda mig til hlés í þessari kosningabaráttu.“ Flokksmenn H-listans vildu halda prófkjör og það vildi Páll Magnússon líka. „Sökin á því að flokkurinn klofnaði sem síðan leiddi til þess að þessi öruggi meirhluti tapaðist liggur hjá þeim sem fóru með ferðina á því hvernig þessi listi var búinn til. Sú skoðun hefur legið fyrir frá því fyrir áramót.“Páll Magnússon segist hafa haft heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga.Vísir/vilhelmÞessi stuðningur Páls við prófkjör hefur vakið upp gremju. „Það eru meiningar um að Páll hafi haft áhrif sem varð til þess að við fengum mótframboð,“ segir Jarl. Páll hafnar því algjörlega að hafa stutt H-listann og segir yfirlýsingu fulltrúaráðsins samda af vanstillingu, sem komi til vegna taps flokksins í kosningunum. „Þetta hefur skilið eftir sig örvæntingu og reiði að mínu viti, hjá þeim sem bera ábyrgð á því að svona fór og þeir eru að reyna að finna sökina í þessu hjá mér og kannski einhverjum öðrum. Síst hjá sjálfum sér þó, þar sem hún raunverulega liggur.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum. Fulltrúaráð ákvað á aukafundi sínum í gær að víkja Páli Magnússyni úr ráðinu. Formaður ráðsins segir að óskað hafi verið eftir stuðningi hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en hann hafi ekki fengist. „Og þegar fjölmiðlar inntu hann eftir því hvort hann styddi framboðið þá gat hann ekki svarað því og við teljum það brot á trausti og getum ekki stutt mann sem getur ekki lýst því yfir að styðja okkur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Skjáskot/Stöð 2Sjá einnig: Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgðPáll segist hafa verið með heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga. Eftir að flokkurinn klofnaði út af deilum um hvort halda ætti prófkjör eða ekki, hafi verið ljóst að 30-40 prósent Sjálfstæðismanna myndu styðja klofningsframboðið, H-listann. „Ég leit á það sem skyldu mína sem oddviti að laða þetta fólk sem er í grundvallaratriðum Sjálfstæðismenn aftur til flokksins fyrir næstu kosningar og það taldi ég mig best gera með því að halda mig til hlés í þessari kosningabaráttu.“ Flokksmenn H-listans vildu halda prófkjör og það vildi Páll Magnússon líka. „Sökin á því að flokkurinn klofnaði sem síðan leiddi til þess að þessi öruggi meirhluti tapaðist liggur hjá þeim sem fóru með ferðina á því hvernig þessi listi var búinn til. Sú skoðun hefur legið fyrir frá því fyrir áramót.“Páll Magnússon segist hafa haft heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga.Vísir/vilhelmÞessi stuðningur Páls við prófkjör hefur vakið upp gremju. „Það eru meiningar um að Páll hafi haft áhrif sem varð til þess að við fengum mótframboð,“ segir Jarl. Páll hafnar því algjörlega að hafa stutt H-listann og segir yfirlýsingu fulltrúaráðsins samda af vanstillingu, sem komi til vegna taps flokksins í kosningunum. „Þetta hefur skilið eftir sig örvæntingu og reiði að mínu viti, hjá þeim sem bera ábyrgð á því að svona fór og þeir eru að reyna að finna sökina í þessu hjá mér og kannski einhverjum öðrum. Síst hjá sjálfum sér þó, þar sem hún raunverulega liggur.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36
Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02