McGregor var ákærður fyrir líkamsárás og skemmdarverk en hann og verjendur hans reyna nú að gera sem best úr þeirri stöðu sem upp er komin. Dómarinn í málinu, Raymond Rodriguez, frestaði frekari réttarhöldum og dóm til 26. júlí.
„Ég iðrast gjörða minna. Ég veit hversu alvarlegt þetta mál er og ég vona að við getum komist að lausn í málinu,“ sagði McGregor fyrir utan dómshúsið í dag.
Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan braut McGregor rúðu í rútu þar sem helmingur bardagakappanna sem áttu að berjast á UFC 223 bardagakvöldinu sátu. Tveir þeirra slösuðust svo alvarlega að þeir gátu ekki barist.
Fleiri myndbönd af atvikinu má sjá hér.
Umboðsmaður McGregor, Audie Attar, sagði í dag að engar viðræður við UFC muni eiga sér stað fyrr en þetta mál leysist.
Spoke briefly to Conor McGregor’s manager @AudieAttar outside the courthouse about today’s hearing and what’s next in terms of the negotiations with the UFC. Here you go: pic.twitter.com/NtudaHRPG8
— Ariel Helwani (@arielhelwani) June 14, 2018