„Nánast ómögulegt að sigra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. október 2025 10:01 Alexander Veigar lenti í kröppum dansi við Luke Littler. getty / vísir / ívar Pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson var ánægður með frammistöðu sína á HM ungmenna og segir að hún hefði dugað til sigurs gegn flestum á mótinu, en ekki Luke Littler. Alexander mætti vongóður til Wigan á Englandi, þar sem heimsmeistaramót ungmenna í pílukasti fór fram, en varð fljótt ljóst að verkefnið yrði ansi erfitt, því hann dróst í riðil með heimsmeistara fullorðinna. „Eftir að hann vann Luke Humphries [6-1] á Grand Prix þá tilkynnir hann að hann ætli að spila daginn eftir á heimsmeistaramóti ungmenna, það var smá spenna fyrir alla“ sagði Alexander, sem gerði betur en Luke Humphries og tókst að vinna tvo leggi gegn Littler. „Já, ég er bara mjög sáttur. Hann tók einn ellefu pílna og einn tíu pílna leik, sem er svona nánast ómögulegt að sigra, en ég gerði mitt besta og er helvíti sáttur með það. Ég tapaði 5-2 fyrir honum, hann var á 108 meðalskori, það er dálítið erfitt að standa í því. Ég var með meðalskorið 92 og held að ég hefði sigrað flesta á mótinu ef ég hefði átt þannig leik á móti þeim.“ „Á eftir að komast allavega á topp sextán“ Það fylgir þó sögunni að Luke Littler fór ekki alla leið á mótinu, eins og flestallir bjuggust við, hann tapaði 6-5 í oddaleik í undanúrslitum fyrir Beau Greaves sem mun mæta ríkjandi heimsmeistara ungmenna, Gian van Veen, í úrslitaleik í nóvember. „Ég er hissa að hún sé ekki búin að reyna við tour card miklu fyrr, þetta er leikmaður sem á eftir að komast allavega á topp sextán í heiminum“ segir Alexander um Beau Greaves. Álftanesið í kvöld og Úrvalsdeildin hefst bráðum Eftir að hafa glímt við einn besta pílukastara heims taka nú önnur verkefni við hjá Alexander, sem ekki bara pílukastari heldur körfuboltamaður líka og spilar með liði Grindavíkur í Bónus deildinni. „Jájá, það er bara Álftanesið [í kvöld]. Síðan er maður að undirbúa sig fyrir úrvalsdeildina [í pílukasti] sem byrjar 25. október. Þetta er svolítið þannig, maður nær að kasta aðeins fyrir æfingu, fer svo á körfuboltaæfingu og kastar kannski aðeins þegar maður kemur heim. Svolítið busy dagar.“ „Þetta helst í hendur, ég hef alltaf sagt það, svipaðar hreyfingar. Maður þarf að fylgja pílunni í gegn, vera rólegur og yfirvegaður, en þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi líkamlegt álag“ segir Alexander um tengslin milli pílu og körfubolta. DeAndre Kane kann ekkert í pílukasti Liðsfélagar hans í körfuboltaliði Grindavíkur eru líka duglegir að keppa við hann í pílukasti og einn þeirra hefur meira að segja unnið Alexander. DeAndre Kane er hins vegar versti pílukastari Grindavíkur og þó víðar væri leitað. „Ég tapaði fyrir einum… Við skulum ekki tala meira um það“ segir Alexander hlæjandi. „DeAndre Kane er langverstur í pílu, eins og hann er góður í körfubolta, hann nær varla að hitta spjaldið. Þetta snýst svolítið við í pílunni, þar fæ ég að láta hann heyra það og hann fær að láta mig heyra það í körfunni.“ Pílukast Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
Alexander mætti vongóður til Wigan á Englandi, þar sem heimsmeistaramót ungmenna í pílukasti fór fram, en varð fljótt ljóst að verkefnið yrði ansi erfitt, því hann dróst í riðil með heimsmeistara fullorðinna. „Eftir að hann vann Luke Humphries [6-1] á Grand Prix þá tilkynnir hann að hann ætli að spila daginn eftir á heimsmeistaramóti ungmenna, það var smá spenna fyrir alla“ sagði Alexander, sem gerði betur en Luke Humphries og tókst að vinna tvo leggi gegn Littler. „Já, ég er bara mjög sáttur. Hann tók einn ellefu pílna og einn tíu pílna leik, sem er svona nánast ómögulegt að sigra, en ég gerði mitt besta og er helvíti sáttur með það. Ég tapaði 5-2 fyrir honum, hann var á 108 meðalskori, það er dálítið erfitt að standa í því. Ég var með meðalskorið 92 og held að ég hefði sigrað flesta á mótinu ef ég hefði átt þannig leik á móti þeim.“ „Á eftir að komast allavega á topp sextán“ Það fylgir þó sögunni að Luke Littler fór ekki alla leið á mótinu, eins og flestallir bjuggust við, hann tapaði 6-5 í oddaleik í undanúrslitum fyrir Beau Greaves sem mun mæta ríkjandi heimsmeistara ungmenna, Gian van Veen, í úrslitaleik í nóvember. „Ég er hissa að hún sé ekki búin að reyna við tour card miklu fyrr, þetta er leikmaður sem á eftir að komast allavega á topp sextán í heiminum“ segir Alexander um Beau Greaves. Álftanesið í kvöld og Úrvalsdeildin hefst bráðum Eftir að hafa glímt við einn besta pílukastara heims taka nú önnur verkefni við hjá Alexander, sem ekki bara pílukastari heldur körfuboltamaður líka og spilar með liði Grindavíkur í Bónus deildinni. „Jájá, það er bara Álftanesið [í kvöld]. Síðan er maður að undirbúa sig fyrir úrvalsdeildina [í pílukasti] sem byrjar 25. október. Þetta er svolítið þannig, maður nær að kasta aðeins fyrir æfingu, fer svo á körfuboltaæfingu og kastar kannski aðeins þegar maður kemur heim. Svolítið busy dagar.“ „Þetta helst í hendur, ég hef alltaf sagt það, svipaðar hreyfingar. Maður þarf að fylgja pílunni í gegn, vera rólegur og yfirvegaður, en þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi líkamlegt álag“ segir Alexander um tengslin milli pílu og körfubolta. DeAndre Kane kann ekkert í pílukasti Liðsfélagar hans í körfuboltaliði Grindavíkur eru líka duglegir að keppa við hann í pílukasti og einn þeirra hefur meira að segja unnið Alexander. DeAndre Kane er hins vegar versti pílukastari Grindavíkur og þó víðar væri leitað. „Ég tapaði fyrir einum… Við skulum ekki tala meira um það“ segir Alexander hlæjandi. „DeAndre Kane er langverstur í pílu, eins og hann er góður í körfubolta, hann nær varla að hitta spjaldið. Þetta snýst svolítið við í pílunni, þar fæ ég að láta hann heyra það og hann fær að láta mig heyra það í körfunni.“
Pílukast Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira