„Nánast ómögulegt að sigra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. október 2025 10:01 Alexander Veigar lenti í kröppum dansi við Luke Littler. getty / vísir / ívar Pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson var ánægður með frammistöðu sína á HM ungmenna og segir að hún hefði dugað til sigurs gegn flestum á mótinu, en ekki Luke Littler. Alexander mætti vongóður til Wigan á Englandi, þar sem heimsmeistaramót ungmenna í pílukasti fór fram, en varð fljótt ljóst að verkefnið yrði ansi erfitt, því hann dróst í riðil með heimsmeistara fullorðinna. „Eftir að hann vann Luke Humphries [6-1] á Grand Prix þá tilkynnir hann að hann ætli að spila daginn eftir á heimsmeistaramóti ungmenna, það var smá spenna fyrir alla“ sagði Alexander, sem gerði betur en Luke Humphries og tókst að vinna tvo leggi gegn Littler. „Já, ég er bara mjög sáttur. Hann tók einn ellefu pílna og einn tíu pílna leik, sem er svona nánast ómögulegt að sigra, en ég gerði mitt besta og er helvíti sáttur með það. Ég tapaði 5-2 fyrir honum, hann var á 108 meðalskori, það er dálítið erfitt að standa í því. Ég var með meðalskorið 92 og held að ég hefði sigrað flesta á mótinu ef ég hefði átt þannig leik á móti þeim.“ „Á eftir að komast allavega á topp sextán“ Það fylgir þó sögunni að Luke Littler fór ekki alla leið á mótinu, eins og flestallir bjuggust við, hann tapaði 6-5 í oddaleik í undanúrslitum fyrir Beau Greaves sem mun mæta ríkjandi heimsmeistara ungmenna, Gian van Veen, í úrslitaleik í nóvember. „Ég er hissa að hún sé ekki búin að reyna við tour card miklu fyrr, þetta er leikmaður sem á eftir að komast allavega á topp sextán í heiminum“ segir Alexander um Beau Greaves. Álftanesið í kvöld og Úrvalsdeildin hefst bráðum Eftir að hafa glímt við einn besta pílukastara heims taka nú önnur verkefni við hjá Alexander, sem ekki bara pílukastari heldur körfuboltamaður líka og spilar með liði Grindavíkur í Bónus deildinni. „Jájá, það er bara Álftanesið [í kvöld]. Síðan er maður að undirbúa sig fyrir úrvalsdeildina [í pílukasti] sem byrjar 25. október. Þetta er svolítið þannig, maður nær að kasta aðeins fyrir æfingu, fer svo á körfuboltaæfingu og kastar kannski aðeins þegar maður kemur heim. Svolítið busy dagar.“ „Þetta helst í hendur, ég hef alltaf sagt það, svipaðar hreyfingar. Maður þarf að fylgja pílunni í gegn, vera rólegur og yfirvegaður, en þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi líkamlegt álag“ segir Alexander um tengslin milli pílu og körfubolta. DeAndre Kane kann ekkert í pílukasti Liðsfélagar hans í körfuboltaliði Grindavíkur eru líka duglegir að keppa við hann í pílukasti og einn þeirra hefur meira að segja unnið Alexander. DeAndre Kane er hins vegar versti pílukastari Grindavíkur og þó víðar væri leitað. „Ég tapaði fyrir einum… Við skulum ekki tala meira um það“ segir Alexander hlæjandi. „DeAndre Kane er langverstur í pílu, eins og hann er góður í körfubolta, hann nær varla að hitta spjaldið. Þetta snýst svolítið við í pílunni, þar fæ ég að láta hann heyra það og hann fær að láta mig heyra það í körfunni.“ Pílukast Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Alexander mætti vongóður til Wigan á Englandi, þar sem heimsmeistaramót ungmenna í pílukasti fór fram, en varð fljótt ljóst að verkefnið yrði ansi erfitt, því hann dróst í riðil með heimsmeistara fullorðinna. „Eftir að hann vann Luke Humphries [6-1] á Grand Prix þá tilkynnir hann að hann ætli að spila daginn eftir á heimsmeistaramóti ungmenna, það var smá spenna fyrir alla“ sagði Alexander, sem gerði betur en Luke Humphries og tókst að vinna tvo leggi gegn Littler. „Já, ég er bara mjög sáttur. Hann tók einn ellefu pílna og einn tíu pílna leik, sem er svona nánast ómögulegt að sigra, en ég gerði mitt besta og er helvíti sáttur með það. Ég tapaði 5-2 fyrir honum, hann var á 108 meðalskori, það er dálítið erfitt að standa í því. Ég var með meðalskorið 92 og held að ég hefði sigrað flesta á mótinu ef ég hefði átt þannig leik á móti þeim.“ „Á eftir að komast allavega á topp sextán“ Það fylgir þó sögunni að Luke Littler fór ekki alla leið á mótinu, eins og flestallir bjuggust við, hann tapaði 6-5 í oddaleik í undanúrslitum fyrir Beau Greaves sem mun mæta ríkjandi heimsmeistara ungmenna, Gian van Veen, í úrslitaleik í nóvember. „Ég er hissa að hún sé ekki búin að reyna við tour card miklu fyrr, þetta er leikmaður sem á eftir að komast allavega á topp sextán í heiminum“ segir Alexander um Beau Greaves. Álftanesið í kvöld og Úrvalsdeildin hefst bráðum Eftir að hafa glímt við einn besta pílukastara heims taka nú önnur verkefni við hjá Alexander, sem ekki bara pílukastari heldur körfuboltamaður líka og spilar með liði Grindavíkur í Bónus deildinni. „Jájá, það er bara Álftanesið [í kvöld]. Síðan er maður að undirbúa sig fyrir úrvalsdeildina [í pílukasti] sem byrjar 25. október. Þetta er svolítið þannig, maður nær að kasta aðeins fyrir æfingu, fer svo á körfuboltaæfingu og kastar kannski aðeins þegar maður kemur heim. Svolítið busy dagar.“ „Þetta helst í hendur, ég hef alltaf sagt það, svipaðar hreyfingar. Maður þarf að fylgja pílunni í gegn, vera rólegur og yfirvegaður, en þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi líkamlegt álag“ segir Alexander um tengslin milli pílu og körfubolta. DeAndre Kane kann ekkert í pílukasti Liðsfélagar hans í körfuboltaliði Grindavíkur eru líka duglegir að keppa við hann í pílukasti og einn þeirra hefur meira að segja unnið Alexander. DeAndre Kane er hins vegar versti pílukastari Grindavíkur og þó víðar væri leitað. „Ég tapaði fyrir einum… Við skulum ekki tala meira um það“ segir Alexander hlæjandi. „DeAndre Kane er langverstur í pílu, eins og hann er góður í körfubolta, hann nær varla að hitta spjaldið. Þetta snýst svolítið við í pílunni, þar fæ ég að láta hann heyra það og hann fær að láta mig heyra það í körfunni.“
Pílukast Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira