84 milljónir veittar í prestsþjónustu á Landspítalanum í fyrra Sveinn Arnarsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Prestar og djáknar eru hluti af geðsviði spítalans. Vísir/vilhelm Landspítalinn varði 84 milljónum króna í laun, launatengd gjöld og annan rekstrarkostnað presta og djákna við spítalann á síðasta ári. Níu prestar eða djáknar eru starfandi við Landspítalann og sinna sálgæslu við spítalann. Aðeins prestlærðir einstaklingar innan hinnar íslensku þjóðkirkju eru starfandi við spítalann. Aðrir trúarsöfnuðir taka ekki gjald fyrir þjónustu sem þessa. Fram kemur í skriflegu svari Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítalans, að 6,5 stöðugildi presta og djákna séu við spítalann sem skipti með sér sólarhringsþjónustu allan ársins hring. „Meginverkefni þessara starfsmanna snúa að sálgæslu og var heildarkostnaður 83,9 milljónir króna á síðasta ári.“ Við sjúkrahúsið á Akureyri er einnig starfandi prestur í 75 prósent starfshlutfalli sem sinnir sálgæslu við spítalann. Þegar óskað er eftir því að sjúklingar fái til sín presta eða trúarleiðtoga frá öðrum söfnuðum á Íslandi virðist það vera spítölunum, bæði á Akureyri og í Reykjavík, að kostnaðarlausu. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir sig ekki reka minni til þess að hafa fengið rukkun fyrir sálgæslu annarra trúarsafnaða og taldi öruggt að ef svo væri, væri kostnaðurinn alls ekki íþyngjandi fyrir spítalann. Að sama skapi hefur það aukist upp á síðkastið, samkvæmt LSH, að pólskir sjúklingar óski sálgæslu frá kaþólsku kirkjunni. Innan þeirra trúarbragða er þjónustan veitt án þess að sjúkrahús landsins þurfi að reiða fram fé. Um 100 þúsund einstaklingar standa nú utan hinnar íslensku þjóðkirkju og hefur þeim fækkað jafnt og þétt á síðustu árum sem vilja vera í þjóðkirkjunni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Landspítalinn varði 84 milljónum króna í laun, launatengd gjöld og annan rekstrarkostnað presta og djákna við spítalann á síðasta ári. Níu prestar eða djáknar eru starfandi við Landspítalann og sinna sálgæslu við spítalann. Aðeins prestlærðir einstaklingar innan hinnar íslensku þjóðkirkju eru starfandi við spítalann. Aðrir trúarsöfnuðir taka ekki gjald fyrir þjónustu sem þessa. Fram kemur í skriflegu svari Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítalans, að 6,5 stöðugildi presta og djákna séu við spítalann sem skipti með sér sólarhringsþjónustu allan ársins hring. „Meginverkefni þessara starfsmanna snúa að sálgæslu og var heildarkostnaður 83,9 milljónir króna á síðasta ári.“ Við sjúkrahúsið á Akureyri er einnig starfandi prestur í 75 prósent starfshlutfalli sem sinnir sálgæslu við spítalann. Þegar óskað er eftir því að sjúklingar fái til sín presta eða trúarleiðtoga frá öðrum söfnuðum á Íslandi virðist það vera spítölunum, bæði á Akureyri og í Reykjavík, að kostnaðarlausu. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir sig ekki reka minni til þess að hafa fengið rukkun fyrir sálgæslu annarra trúarsafnaða og taldi öruggt að ef svo væri, væri kostnaðurinn alls ekki íþyngjandi fyrir spítalann. Að sama skapi hefur það aukist upp á síðkastið, samkvæmt LSH, að pólskir sjúklingar óski sálgæslu frá kaþólsku kirkjunni. Innan þeirra trúarbragða er þjónustan veitt án þess að sjúkrahús landsins þurfi að reiða fram fé. Um 100 þúsund einstaklingar standa nú utan hinnar íslensku þjóðkirkju og hefur þeim fækkað jafnt og þétt á síðustu árum sem vilja vera í þjóðkirkjunni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira