84 milljónir veittar í prestsþjónustu á Landspítalanum í fyrra Sveinn Arnarsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Prestar og djáknar eru hluti af geðsviði spítalans. Vísir/vilhelm Landspítalinn varði 84 milljónum króna í laun, launatengd gjöld og annan rekstrarkostnað presta og djákna við spítalann á síðasta ári. Níu prestar eða djáknar eru starfandi við Landspítalann og sinna sálgæslu við spítalann. Aðeins prestlærðir einstaklingar innan hinnar íslensku þjóðkirkju eru starfandi við spítalann. Aðrir trúarsöfnuðir taka ekki gjald fyrir þjónustu sem þessa. Fram kemur í skriflegu svari Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítalans, að 6,5 stöðugildi presta og djákna séu við spítalann sem skipti með sér sólarhringsþjónustu allan ársins hring. „Meginverkefni þessara starfsmanna snúa að sálgæslu og var heildarkostnaður 83,9 milljónir króna á síðasta ári.“ Við sjúkrahúsið á Akureyri er einnig starfandi prestur í 75 prósent starfshlutfalli sem sinnir sálgæslu við spítalann. Þegar óskað er eftir því að sjúklingar fái til sín presta eða trúarleiðtoga frá öðrum söfnuðum á Íslandi virðist það vera spítölunum, bæði á Akureyri og í Reykjavík, að kostnaðarlausu. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir sig ekki reka minni til þess að hafa fengið rukkun fyrir sálgæslu annarra trúarsafnaða og taldi öruggt að ef svo væri, væri kostnaðurinn alls ekki íþyngjandi fyrir spítalann. Að sama skapi hefur það aukist upp á síðkastið, samkvæmt LSH, að pólskir sjúklingar óski sálgæslu frá kaþólsku kirkjunni. Innan þeirra trúarbragða er þjónustan veitt án þess að sjúkrahús landsins þurfi að reiða fram fé. Um 100 þúsund einstaklingar standa nú utan hinnar íslensku þjóðkirkju og hefur þeim fækkað jafnt og þétt á síðustu árum sem vilja vera í þjóðkirkjunni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Landspítalinn varði 84 milljónum króna í laun, launatengd gjöld og annan rekstrarkostnað presta og djákna við spítalann á síðasta ári. Níu prestar eða djáknar eru starfandi við Landspítalann og sinna sálgæslu við spítalann. Aðeins prestlærðir einstaklingar innan hinnar íslensku þjóðkirkju eru starfandi við spítalann. Aðrir trúarsöfnuðir taka ekki gjald fyrir þjónustu sem þessa. Fram kemur í skriflegu svari Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítalans, að 6,5 stöðugildi presta og djákna séu við spítalann sem skipti með sér sólarhringsþjónustu allan ársins hring. „Meginverkefni þessara starfsmanna snúa að sálgæslu og var heildarkostnaður 83,9 milljónir króna á síðasta ári.“ Við sjúkrahúsið á Akureyri er einnig starfandi prestur í 75 prósent starfshlutfalli sem sinnir sálgæslu við spítalann. Þegar óskað er eftir því að sjúklingar fái til sín presta eða trúarleiðtoga frá öðrum söfnuðum á Íslandi virðist það vera spítölunum, bæði á Akureyri og í Reykjavík, að kostnaðarlausu. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir sig ekki reka minni til þess að hafa fengið rukkun fyrir sálgæslu annarra trúarsafnaða og taldi öruggt að ef svo væri, væri kostnaðurinn alls ekki íþyngjandi fyrir spítalann. Að sama skapi hefur það aukist upp á síðkastið, samkvæmt LSH, að pólskir sjúklingar óski sálgæslu frá kaþólsku kirkjunni. Innan þeirra trúarbragða er þjónustan veitt án þess að sjúkrahús landsins þurfi að reiða fram fé. Um 100 þúsund einstaklingar standa nú utan hinnar íslensku þjóðkirkju og hefur þeim fækkað jafnt og þétt á síðustu árum sem vilja vera í þjóðkirkjunni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira