Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Fjölmiðlar í heimalandinu eru hoppandi kátir með sinn mann. Rodong Sinmun Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, fjallaði í gær ítarlega um leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og einræðisherrans Kim Jong-un sem fram fór í Singapúr degi fyrr. Umfjöllunin var löng og vel myndskreytt. „Kim Jong-un lét þau merkingarþrungnu ummæli falla að fortíðin héldi fast um ökkla þeirra, fordómar héldu fyrir augu þeirra og eyru. En að þeir hefðu yfirstigið allar þessar hindranir og komið til Singapúr til að byrja upp á nýtt,“ sagði meðal annars í umfjölluninni, sem einnig birtist á vefsíðu ríkissjónvarpsins, KCNA. Miðillinn sagði viðræðurnar hafa verið góðar. Leiðtogarnir hafi komið saman til að stíga fyrsta skrefið í átt að friði eftir um sjö áratuga illdeilur. Kim hafi svo tekið ljósmynd með Trump en samni n g a n e f n d i r ríkjanna hafi orðið eftir í Singapúr til að eiga í enn frekari viðræðum. „Hann sagðist vera ánægður að setjast niður með Trump forseta og bandarísku sendinefndinni. K i m Jo n g - u n hrósaði forsetanum í hástert fyrir vilja sinn og áhuga á því að leysa deiluna á raunhæfan hátt með viðræðum og samningum,“ sagði í Rodong Sinmun.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Efnislega var umfjöllunin nokkuð í takt við það sem birst hafði í miðlum víðs vegar um heim, þótt hún hafi reyndar verið hástemmdari og laus við alla gagnrýni á einræðisherrann. Hins vegar kom eftirfarandi efnisgrein nokkuð á óvart: „Trump tjáði þá ætlun sína að hætta heræfingum með SuðurKóreu, sem Lýðræðislega alþýðulýðveldið Kórea [Norður-Kórea] álítur ögrun, með tíð og tíma á meðan ríkin ræða saman, sem og að tryggja öryggi alþýðulýðveldisins og að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því.“ Ekki var á neinn hátt kveðið á um viðskiptaþvinganir í plagginu sem Trump og Kim undirrituðu.Segir framtíðarhorfurnar góðar Á blaðamannafundi eftir leiðtogafundinn sagði Trump þó að á meðan unnið yrði að kjarnorkuafvopnun myndi þvingunum ekki verða aflétt. Ljóst er að sú vinna mun taka langan tíma og ekki er enn öruggt að Norður-Kórea muni losa sig við kjarnorkusprengjur sínar. Orð Norður-Kóreumanna nú eru því í ákveðinni mótsögn við það sem Bandaríkjaforseti sagði, þar sem þvinganirnar eru, að sögn Trumps, ekki á útleið í náinni framtíð. Við heimkomuna til Bandaríkjanna í gær opnaði Trump Twitter og sagði alla hafa gert ráð fyrir því að stríð við Norður-Kóreu væri í vændum áður en hann tók við embættinu. Barack Obama, fyrirrennari hans, hafi sagt, að Norður-Kórea væri stærsta og hættulegasta vandamálið. „ Ekki lengur, sofið rótt í nótt,“ tísti Trump. Forsetinn sagði jafnframt að öllum ætti að finnast þeir vera öruggari nú en þegar hann tók fyrst við völdum. „Nú stafar engin kjarnorkuógn af Norður-Kóreu . Fundurinn með Kim Jong-un var áhugaverður og jákvæð lífsreynsla. Framtíðarhorfur Norður-Kóreu eru góðar!“ Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, fjallaði í gær ítarlega um leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og einræðisherrans Kim Jong-un sem fram fór í Singapúr degi fyrr. Umfjöllunin var löng og vel myndskreytt. „Kim Jong-un lét þau merkingarþrungnu ummæli falla að fortíðin héldi fast um ökkla þeirra, fordómar héldu fyrir augu þeirra og eyru. En að þeir hefðu yfirstigið allar þessar hindranir og komið til Singapúr til að byrja upp á nýtt,“ sagði meðal annars í umfjölluninni, sem einnig birtist á vefsíðu ríkissjónvarpsins, KCNA. Miðillinn sagði viðræðurnar hafa verið góðar. Leiðtogarnir hafi komið saman til að stíga fyrsta skrefið í átt að friði eftir um sjö áratuga illdeilur. Kim hafi svo tekið ljósmynd með Trump en samni n g a n e f n d i r ríkjanna hafi orðið eftir í Singapúr til að eiga í enn frekari viðræðum. „Hann sagðist vera ánægður að setjast niður með Trump forseta og bandarísku sendinefndinni. K i m Jo n g - u n hrósaði forsetanum í hástert fyrir vilja sinn og áhuga á því að leysa deiluna á raunhæfan hátt með viðræðum og samningum,“ sagði í Rodong Sinmun.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Efnislega var umfjöllunin nokkuð í takt við það sem birst hafði í miðlum víðs vegar um heim, þótt hún hafi reyndar verið hástemmdari og laus við alla gagnrýni á einræðisherrann. Hins vegar kom eftirfarandi efnisgrein nokkuð á óvart: „Trump tjáði þá ætlun sína að hætta heræfingum með SuðurKóreu, sem Lýðræðislega alþýðulýðveldið Kórea [Norður-Kórea] álítur ögrun, með tíð og tíma á meðan ríkin ræða saman, sem og að tryggja öryggi alþýðulýðveldisins og að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því.“ Ekki var á neinn hátt kveðið á um viðskiptaþvinganir í plagginu sem Trump og Kim undirrituðu.Segir framtíðarhorfurnar góðar Á blaðamannafundi eftir leiðtogafundinn sagði Trump þó að á meðan unnið yrði að kjarnorkuafvopnun myndi þvingunum ekki verða aflétt. Ljóst er að sú vinna mun taka langan tíma og ekki er enn öruggt að Norður-Kórea muni losa sig við kjarnorkusprengjur sínar. Orð Norður-Kóreumanna nú eru því í ákveðinni mótsögn við það sem Bandaríkjaforseti sagði, þar sem þvinganirnar eru, að sögn Trumps, ekki á útleið í náinni framtíð. Við heimkomuna til Bandaríkjanna í gær opnaði Trump Twitter og sagði alla hafa gert ráð fyrir því að stríð við Norður-Kóreu væri í vændum áður en hann tók við embættinu. Barack Obama, fyrirrennari hans, hafi sagt, að Norður-Kórea væri stærsta og hættulegasta vandamálið. „ Ekki lengur, sofið rótt í nótt,“ tísti Trump. Forsetinn sagði jafnframt að öllum ætti að finnast þeir vera öruggari nú en þegar hann tók fyrst við völdum. „Nú stafar engin kjarnorkuógn af Norður-Kóreu . Fundurinn með Kim Jong-un var áhugaverður og jákvæð lífsreynsla. Framtíðarhorfur Norður-Kóreu eru góðar!“
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45