Þróunarsamvinna – við getum betur Hópur starfsmanna hjálparsamtaka skrifar skrifar 14. júní 2018 07:00 Upphaf þróunarsamvinnu má rekja aftur til eftirstríðsára seinni heimsstyrjaldar þegar byggja þurfti Evrópu upp að nýju. Alþjóðabankinn var stofnaður auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Marshall-aðstoðin frá Bandaríkjunum skipti uppbyggingu Evrópu gríðarlega miklu máli og Ísland fann svo sannarlega fyrir því. Ísland þáði Marshall-aðstoðina, þróunaraðstoð, í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar og skaust í raun þar með inn í nútímann. Um miðjan 8. áratug síðustu aldar hóf Ísland síðan að gefa til baka og fór að veita öðrum ríkjum efnahags- og þróunaraðstoð í stað þess að vera þiggjandi. Stefnur og straumar í þróunarsamvinnu hafa breyst og þróast síðan eftir stríð. Í dag er rík krafa um að þróunarlönd sem þiggja aðstoð hafi hlutdeild í aðstoðinni og beri ábyrgð á framkvæmd hennar en ríkin sem veita þróunaraðstoð séu aðeins til aðstoðar. Það er heimafólk sem veit best hvað þarf til að ástandið batni, hvar aðstoðar er helst þörf og hvernig sé best að innleiða hana í samfélagið. Þar hafa frjáls félagsamtök afar mikilvægu hlutverki að gegna vegna tengingar við grasrótina og þekkingu á innviðum þeirra samfélaga sem í hlut eiga hverju sinni. Ísland er smáríki í hefðbundnum skilningi. En með alþjóðlegu samstarfi hefur Ísland rödd á alþjóðavettvangi, við erum aðilar að Sameinuðu þjóðunum auk fleiri alþjóðasamtaka og á þeim vettvangi höfum við oft sama atkvæðavægi og stórþjóðir. Við getum verið boðberar breytinga til hins betra og í því sambandi má nefna áherslu Íslands á kynja- og jafnréttismál sem svo sannarlega hefur haft áhrif víðs vegar um heiminn og verið öðrum þjóðum hvatning til að taka skref í átt að meira jafnrétti. Í dag gengur margt eða flest vel á Íslandi. Það hefur þó ekki alltaf verið þannig. Á Íslandi var barnadauði lengi vel með hæsta móti, forfeður okkar og mæður upplifðu sárafátækt, dóu úr læknanlegum sjúkdómum, flýðu hér sult og seyru til annarra landa og byggðu sér og afkomendum sínum betra líf. Kannski ekkert ósvipað og fjöldamörg önnur ríki eru að upplifa í samtímanum. Með auknum samgöngum, samvinnu við önnur ríki og alþjóðakerfi, sem smáríki á borð við Ísland byggja hagsæld sína á að verulegu leyti, hefur hagur okkar vænkast. Alþjóðakerfi sem gerir fámennum ríkjum á borð við Ísland kleift að hafa rödd og tækifæri til að tala fyrir bættum og breyttum heimi. Þá orðræðu getur Ísland byggt á þeim gildum sem við viljum kenna okkur við og ekki síst samhjálp sem stuðlar að öruggari heimi og dregur úr fátækt og óstöðugleika. Þurfum að ná markmiðinu Um nokkurra áratuga skeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna þess efnis að efnameiri þjóðir láti 0,7% af vergum þjóðartekjum til aðstoðar fátækari ríkja með það að markmiði að byggja þar upp stöðugleika og sjálfbærni. Stöðugleika og sjálfbærni sem myndi stuðla að því að koma í veg fyrir styrjaldir, sárafátækt og draga stórlega úr fjölda flóttafólks sem á það flest sameiginlegt að vilja vera heima hjá sér en geta það ekki vegna ofbeldis, átaka og sárafátæktar. Þótt Ísland sé smáríki og að framlag okkar þjóðar muni ekki eitt og sér koma á stöðugleika og friði um gjörvalla veröld þá getur Ísland, sem fyrr segir, verið öðrum ríkjum fyrirmynd og til eftirbreytni. Eitt skref var nýlega tekið fram á við þegar íslensk stjórnvöld lögðu til hækkun á framlögum Íslands til þróunarmála úr áætluðum 0,25% af vergum þjóðartekjum á næstu árum upp í 0,35%. Þrátt fyrir þetta framfaraskref er enn mjög langur vegur frá því að við náum 0,7% markmiði SÞ. Þangað viljum við komast og því þurfum við sem þjóð að sameinast um áætlanir sem miða að því að ná þessu markmiði. Höfum hátt og tölum fyrir friði, mannréttindum, aukinni samvinnu og þróunarsamvinnu og fáum stærri ríki í lið með okkur. Tölum gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi heima og að heiman. Ísland hefur rödd á alþjóðavettvangi. Nýtum hana og sýnum að smáríkið Ísland getur verið öðrum ríkjum fyrirmynd þegar kemur að alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem stuðlar að friði, öryggi, velsæld og þar með færra fólki sem neyðist til að flýja heimkynni sín vegna fátæktar eða stríðsátaka.Höfundar eru: Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Laufey Birgisdóttir framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar Ragnar Gunnarssonframkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélagaRagnar Schramframkvæmdastjóri SOS BarnaþorpannaStella Samúelsdóttirframkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Upphaf þróunarsamvinnu má rekja aftur til eftirstríðsára seinni heimsstyrjaldar þegar byggja þurfti Evrópu upp að nýju. Alþjóðabankinn var stofnaður auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Marshall-aðstoðin frá Bandaríkjunum skipti uppbyggingu Evrópu gríðarlega miklu máli og Ísland fann svo sannarlega fyrir því. Ísland þáði Marshall-aðstoðina, þróunaraðstoð, í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar og skaust í raun þar með inn í nútímann. Um miðjan 8. áratug síðustu aldar hóf Ísland síðan að gefa til baka og fór að veita öðrum ríkjum efnahags- og þróunaraðstoð í stað þess að vera þiggjandi. Stefnur og straumar í þróunarsamvinnu hafa breyst og þróast síðan eftir stríð. Í dag er rík krafa um að þróunarlönd sem þiggja aðstoð hafi hlutdeild í aðstoðinni og beri ábyrgð á framkvæmd hennar en ríkin sem veita þróunaraðstoð séu aðeins til aðstoðar. Það er heimafólk sem veit best hvað þarf til að ástandið batni, hvar aðstoðar er helst þörf og hvernig sé best að innleiða hana í samfélagið. Þar hafa frjáls félagsamtök afar mikilvægu hlutverki að gegna vegna tengingar við grasrótina og þekkingu á innviðum þeirra samfélaga sem í hlut eiga hverju sinni. Ísland er smáríki í hefðbundnum skilningi. En með alþjóðlegu samstarfi hefur Ísland rödd á alþjóðavettvangi, við erum aðilar að Sameinuðu þjóðunum auk fleiri alþjóðasamtaka og á þeim vettvangi höfum við oft sama atkvæðavægi og stórþjóðir. Við getum verið boðberar breytinga til hins betra og í því sambandi má nefna áherslu Íslands á kynja- og jafnréttismál sem svo sannarlega hefur haft áhrif víðs vegar um heiminn og verið öðrum þjóðum hvatning til að taka skref í átt að meira jafnrétti. Í dag gengur margt eða flest vel á Íslandi. Það hefur þó ekki alltaf verið þannig. Á Íslandi var barnadauði lengi vel með hæsta móti, forfeður okkar og mæður upplifðu sárafátækt, dóu úr læknanlegum sjúkdómum, flýðu hér sult og seyru til annarra landa og byggðu sér og afkomendum sínum betra líf. Kannski ekkert ósvipað og fjöldamörg önnur ríki eru að upplifa í samtímanum. Með auknum samgöngum, samvinnu við önnur ríki og alþjóðakerfi, sem smáríki á borð við Ísland byggja hagsæld sína á að verulegu leyti, hefur hagur okkar vænkast. Alþjóðakerfi sem gerir fámennum ríkjum á borð við Ísland kleift að hafa rödd og tækifæri til að tala fyrir bættum og breyttum heimi. Þá orðræðu getur Ísland byggt á þeim gildum sem við viljum kenna okkur við og ekki síst samhjálp sem stuðlar að öruggari heimi og dregur úr fátækt og óstöðugleika. Þurfum að ná markmiðinu Um nokkurra áratuga skeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna þess efnis að efnameiri þjóðir láti 0,7% af vergum þjóðartekjum til aðstoðar fátækari ríkja með það að markmiði að byggja þar upp stöðugleika og sjálfbærni. Stöðugleika og sjálfbærni sem myndi stuðla að því að koma í veg fyrir styrjaldir, sárafátækt og draga stórlega úr fjölda flóttafólks sem á það flest sameiginlegt að vilja vera heima hjá sér en geta það ekki vegna ofbeldis, átaka og sárafátæktar. Þótt Ísland sé smáríki og að framlag okkar þjóðar muni ekki eitt og sér koma á stöðugleika og friði um gjörvalla veröld þá getur Ísland, sem fyrr segir, verið öðrum ríkjum fyrirmynd og til eftirbreytni. Eitt skref var nýlega tekið fram á við þegar íslensk stjórnvöld lögðu til hækkun á framlögum Íslands til þróunarmála úr áætluðum 0,25% af vergum þjóðartekjum á næstu árum upp í 0,35%. Þrátt fyrir þetta framfaraskref er enn mjög langur vegur frá því að við náum 0,7% markmiði SÞ. Þangað viljum við komast og því þurfum við sem þjóð að sameinast um áætlanir sem miða að því að ná þessu markmiði. Höfum hátt og tölum fyrir friði, mannréttindum, aukinni samvinnu og þróunarsamvinnu og fáum stærri ríki í lið með okkur. Tölum gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi heima og að heiman. Ísland hefur rödd á alþjóðavettvangi. Nýtum hana og sýnum að smáríkið Ísland getur verið öðrum ríkjum fyrirmynd þegar kemur að alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem stuðlar að friði, öryggi, velsæld og þar með færra fólki sem neyðist til að flýja heimkynni sín vegna fátæktar eða stríðsátaka.Höfundar eru: Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Laufey Birgisdóttir framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar Ragnar Gunnarssonframkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélagaRagnar Schramframkvæmdastjóri SOS BarnaþorpannaStella Samúelsdóttirframkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar