Þekktu rauðu ljósin: „Ég mátti ekki fara í skólann“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2018 09:00 Umsjón og gerð myndbandanna var í höndum Helgu Arnardóttur og Braga Þórs Hinrikssonar. Skjáskot/Youtube „Þetta var bara stjórnunarsamband með mikilli afbrýðisemi og hann algjörlega réði öllu,“ segir Unnur Mjöll Harðardóttir sem var í ofbeldissambandi í tvö ár með hléum. Unnur tekur þátt í herferðinni Þekktu rauðu ljósin og í einlægu myndbandi segir hún frá sinni reynslu af grófu ofbeldissambandi. „Þetta var andlegt líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.“ Líkamlega ofbeldið byrjaði þegar hún byrjaði að búa með ofbeldismanninum. „Þá er maður einhvern vegin svo fastur.“ Afbrýðisemin og stjórnunaráráttan setti sterkan svip á líf Unnar. „Hann hélt mér vakandi kannski nóttina fyrir próf og ég mátti ekki mæta í skólann.“ Hélt að hún gæti hjálpað ofbeldismanninum Unnur endaði á því að fara því hún var aðframkomin af svefnleysi. „Það var farið að ágerast líkamlega ofbeldið. Það var orðið svo oft.“ Eftir að Unnur fór upplifði hún frelsi, hún réð því hvert hún færi og hvað hún væri þar lengi. Hún segir að í byrjun sambandsins hafi verið hegðun sem hefði átt að kveikja á einhverjum ljósum hjá sér, eins og sjúkra afbrýðisemin. „Ég fékk viðvaranir um hann sem hann einhvern vegin náði alveg að snúa út úr. Hann var svo góður, hann var svo fullkominn í byrjun að ég trúði ekki að hann gæti verið svona.“ Hún þráði alltaf að hann yrði aftur eins og í byrjun sambandsins.„Og að ég gæti hjálpað honum. Ég bæri ábyrgð á að honum liði vel.“ Unnur viðurkennir að hafa hundsað merkin og hvetur aðrar til að gera ekki sömu mistök.Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.“Kynntu þér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu.Nánari upplýsingar: https://www.rauduljosin.is/https://www.facebook.com/rauduljosin/https://twitter.com/rauduljosin MeToo Tengdar fréttir Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
„Þetta var bara stjórnunarsamband með mikilli afbrýðisemi og hann algjörlega réði öllu,“ segir Unnur Mjöll Harðardóttir sem var í ofbeldissambandi í tvö ár með hléum. Unnur tekur þátt í herferðinni Þekktu rauðu ljósin og í einlægu myndbandi segir hún frá sinni reynslu af grófu ofbeldissambandi. „Þetta var andlegt líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.“ Líkamlega ofbeldið byrjaði þegar hún byrjaði að búa með ofbeldismanninum. „Þá er maður einhvern vegin svo fastur.“ Afbrýðisemin og stjórnunaráráttan setti sterkan svip á líf Unnar. „Hann hélt mér vakandi kannski nóttina fyrir próf og ég mátti ekki mæta í skólann.“ Hélt að hún gæti hjálpað ofbeldismanninum Unnur endaði á því að fara því hún var aðframkomin af svefnleysi. „Það var farið að ágerast líkamlega ofbeldið. Það var orðið svo oft.“ Eftir að Unnur fór upplifði hún frelsi, hún réð því hvert hún færi og hvað hún væri þar lengi. Hún segir að í byrjun sambandsins hafi verið hegðun sem hefði átt að kveikja á einhverjum ljósum hjá sér, eins og sjúkra afbrýðisemin. „Ég fékk viðvaranir um hann sem hann einhvern vegin náði alveg að snúa út úr. Hann var svo góður, hann var svo fullkominn í byrjun að ég trúði ekki að hann gæti verið svona.“ Hún þráði alltaf að hann yrði aftur eins og í byrjun sambandsins.„Og að ég gæti hjálpað honum. Ég bæri ábyrgð á að honum liði vel.“ Unnur viðurkennir að hafa hundsað merkin og hvetur aðrar til að gera ekki sömu mistök.Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.“Kynntu þér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu.Nánari upplýsingar: https://www.rauduljosin.is/https://www.facebook.com/rauduljosin/https://twitter.com/rauduljosin
MeToo Tengdar fréttir Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00
Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15
Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00