Mikil aukning lögð til á veiðum úr verðmætum stofnum Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2018 12:24 Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar á fundinum í morgun. Hafrannsóknarstofnun leggur til töluverða aukningu á veiðum úr verðmætustu fiskistofnum á næsta fiskveiðiári og munar þar mestu um 40 prósenta aukningu á veiðum á ýsu. Hins vegar er lagt til að minna verði veitt af ýmsum hlýsjávartegundum og Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af stöðu humarstofnsins. Hafrannsóknarstofnun kynnti í morgun árlega úttekt sína á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir á þriðja tug stofna, sem miðast við varúðarsjónarmið og hámarksnýtingu til lengri tíma litið. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar segir ánægjulegt að hægt sé að leggja til auknar veiðar úr verðmætum stofnum. „Helstu fréttirnar eru þær að það er lögð til smá aukning í þorski sem er ánægjulegt. Um þrjú prósent. Svo er veruleg aukning í ýsu og ufsa. Fjörtíu prósent í ýsu og þrjátíu prósent í ufsa sem er verulegt. Þannig að við erum mjög ánægð með það,“ segir Guðmundur. Þótt ráðlögð aukning í þorski sé lág í prósentum talið er aukningin 6.865 tonn sem er veruleg verðmætaaukning. Verðmætaaukningin er síðan enn meiri í ýsunni þar sem lagt er til að veiða megi rétt tæplega 58 þúsund tonn og er aukningin 40 prósent milli ára eins og áður segir og Hafrannsóknarstofnun leggur til að veiðar á ufsa verði auknar um tæp 19 þúsund tonn. Aðrir fiskstofnar hafa ekki braggast. Þannig er lagt til að veitt verði mun minna af gullkarfa en á yfirstandandi fiskveiði eða 43.600 tonn sem er 14 prósentum minna. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu 90% eða 39.240 tonn koma í hlut Íslendinga. Ráðgjöf fyrir grálúðu er óbreytt frá fyrra ári eða 24.150 tonn. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu um 13.500 tonn koma í hlut Íslendinga.Humarstofninn að hruni kominn Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknarstofnunar hefur stofn íslensku sumargotssíldarinnar minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hafi stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki sé að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem séu að koma inn í veiðistofninn séu metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verði aflamark næsta fiskveiðiárs um 35.186 tonn, sem er 9% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af lélegri nýliðun í humri. „Það er alveg rétt að við höfum þungar áhyggjur af humrinum og hver þróunin er. Við sjáum fram á lækkun á komandi árum og það hefur jafnvel verið nefnt að humarveiðar gætu stöðvast út af þessu,“ segir Guðmundur Þórðarson. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun leggur til töluverða aukningu á veiðum úr verðmætustu fiskistofnum á næsta fiskveiðiári og munar þar mestu um 40 prósenta aukningu á veiðum á ýsu. Hins vegar er lagt til að minna verði veitt af ýmsum hlýsjávartegundum og Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af stöðu humarstofnsins. Hafrannsóknarstofnun kynnti í morgun árlega úttekt sína á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir á þriðja tug stofna, sem miðast við varúðarsjónarmið og hámarksnýtingu til lengri tíma litið. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar segir ánægjulegt að hægt sé að leggja til auknar veiðar úr verðmætum stofnum. „Helstu fréttirnar eru þær að það er lögð til smá aukning í þorski sem er ánægjulegt. Um þrjú prósent. Svo er veruleg aukning í ýsu og ufsa. Fjörtíu prósent í ýsu og þrjátíu prósent í ufsa sem er verulegt. Þannig að við erum mjög ánægð með það,“ segir Guðmundur. Þótt ráðlögð aukning í þorski sé lág í prósentum talið er aukningin 6.865 tonn sem er veruleg verðmætaaukning. Verðmætaaukningin er síðan enn meiri í ýsunni þar sem lagt er til að veiða megi rétt tæplega 58 þúsund tonn og er aukningin 40 prósent milli ára eins og áður segir og Hafrannsóknarstofnun leggur til að veiðar á ufsa verði auknar um tæp 19 þúsund tonn. Aðrir fiskstofnar hafa ekki braggast. Þannig er lagt til að veitt verði mun minna af gullkarfa en á yfirstandandi fiskveiði eða 43.600 tonn sem er 14 prósentum minna. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu 90% eða 39.240 tonn koma í hlut Íslendinga. Ráðgjöf fyrir grálúðu er óbreytt frá fyrra ári eða 24.150 tonn. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu um 13.500 tonn koma í hlut Íslendinga.Humarstofninn að hruni kominn Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknarstofnunar hefur stofn íslensku sumargotssíldarinnar minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hafi stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki sé að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem séu að koma inn í veiðistofninn séu metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verði aflamark næsta fiskveiðiárs um 35.186 tonn, sem er 9% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Hafrannsóknarstofnun hefur sérstakar áhyggjur af lélegri nýliðun í humri. „Það er alveg rétt að við höfum þungar áhyggjur af humrinum og hver þróunin er. Við sjáum fram á lækkun á komandi árum og það hefur jafnvel verið nefnt að humarveiðar gætu stöðvast út af þessu,“ segir Guðmundur Þórðarson.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira