Evrópuríki deila vegna andstöðu Ítala við flóttamenn Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 10:40 Salvini leiðir Bandalagið, öfgahægriflokk sem er andsnúinn innflytjendum. Vísir/EPA Ítalska ríkisstjórnin situr fast við sinn keip og ætlar að neita björgunarskipum sem taka upp flótta- og farandfólk á Miðjarðarhafi um leyfi til að koma til hafnar. Franska ríkisstjórnin deilir hart á afstöðu Ítala og fullyrðir að þeim beri skylda til að taka við fólkinu samkvæmt alþjóðalögum. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu og leiðtogi öfgahægriflokksins Bandalagsins, bannaði fransk-þýska björgunarskipinu Aquarius að koma til hafnar þar með á sjöunda hundrað farandfólks á sunnudag. Síðan þá hefur skipið haldið kyrru fyrir á Miðjarðarhafi á meðan Evrópuríki þræta um örlög fólksins. „Við munum ekki breyta afstöðu okkar til skipa sem tilheyra félagasamtökum. Skip sem tilheyra erlendum stofnunum undir erlendum fánum geta ekki stýrt innflytjendastefnu Ítalíu,“ segir Salvini.Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka við fólkinu og er byrjað að flytja það til hafnar í Valencia á austurströnd Spánar.Frakkar og Ítalir skiptast á skotum Þrátt fyrir að Spánverjar hafi haldið samskiptum sínum við Ítali á diplómatískum nótum vegna málsins hafa stjórnvöld í Frakklandi brugðist harðar við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Emmanuel Macron forseti hefur fordæmt ákvörðun ríkisstjórnar Ítalíu um að banna björgunarskipinu að koma til hafnar. „Það er viss hundingsháttur og ábyrgðarleysi í hegðun ítölsku ríkisstjórnarinnar varðandi þetta alvarlega mannúðarástand,“ segir talsmaður Macron að forsetinn hafi sagt við ríkisstjórn sína. Gabriel Attal, talsmaður flokks Macron, gekk enn lengra. „Afstaða Ítala lætur mig gubba,“ sagði Attal. Á móti sakaði Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, frönsk stjórnvöld um hræsni. Þau hefðu alltaf kosið að snúa bakinu við innflytjendamálum. Utanríkisráðuneyti Ítalíu kallaði svo franska sendiherrann í Róm á teppið vegna ummæla Macron í dag. Ítölsk stjórnvöld hafna því ennfremur að þau séu ómannúðlega eða haldin útlendingahatri. Vísa þau meðal annars til þess að skip ítölsku strandgæslunnar með rúmlega níu hundruð farandfólks um borð hafi komið til hafnar á Sikiley í dag. Flóttamenn Tengdar fréttir Spánn ætlar að taka við björgunarskipinu Stjórnvöld á Ítalíu og Möltu hafa neitað að leyfa skipinu með á sjöunda hundrað farandfólks að koma þar til hafnar. 11. júní 2018 14:05 Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44 Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Borgarstjórinn í Palermo ætlar að standa upp í hárinu á nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna sem hafa bannað björgunarskipi með farandfólki að koma til hafnar á Ítalíu. 11. júní 2018 07:21 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Ítalska ríkisstjórnin situr fast við sinn keip og ætlar að neita björgunarskipum sem taka upp flótta- og farandfólk á Miðjarðarhafi um leyfi til að koma til hafnar. Franska ríkisstjórnin deilir hart á afstöðu Ítala og fullyrðir að þeim beri skylda til að taka við fólkinu samkvæmt alþjóðalögum. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu og leiðtogi öfgahægriflokksins Bandalagsins, bannaði fransk-þýska björgunarskipinu Aquarius að koma til hafnar þar með á sjöunda hundrað farandfólks á sunnudag. Síðan þá hefur skipið haldið kyrru fyrir á Miðjarðarhafi á meðan Evrópuríki þræta um örlög fólksins. „Við munum ekki breyta afstöðu okkar til skipa sem tilheyra félagasamtökum. Skip sem tilheyra erlendum stofnunum undir erlendum fánum geta ekki stýrt innflytjendastefnu Ítalíu,“ segir Salvini.Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka við fólkinu og er byrjað að flytja það til hafnar í Valencia á austurströnd Spánar.Frakkar og Ítalir skiptast á skotum Þrátt fyrir að Spánverjar hafi haldið samskiptum sínum við Ítali á diplómatískum nótum vegna málsins hafa stjórnvöld í Frakklandi brugðist harðar við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Emmanuel Macron forseti hefur fordæmt ákvörðun ríkisstjórnar Ítalíu um að banna björgunarskipinu að koma til hafnar. „Það er viss hundingsháttur og ábyrgðarleysi í hegðun ítölsku ríkisstjórnarinnar varðandi þetta alvarlega mannúðarástand,“ segir talsmaður Macron að forsetinn hafi sagt við ríkisstjórn sína. Gabriel Attal, talsmaður flokks Macron, gekk enn lengra. „Afstaða Ítala lætur mig gubba,“ sagði Attal. Á móti sakaði Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, frönsk stjórnvöld um hræsni. Þau hefðu alltaf kosið að snúa bakinu við innflytjendamálum. Utanríkisráðuneyti Ítalíu kallaði svo franska sendiherrann í Róm á teppið vegna ummæla Macron í dag. Ítölsk stjórnvöld hafna því ennfremur að þau séu ómannúðlega eða haldin útlendingahatri. Vísa þau meðal annars til þess að skip ítölsku strandgæslunnar með rúmlega níu hundruð farandfólks um borð hafi komið til hafnar á Sikiley í dag.
Flóttamenn Tengdar fréttir Spánn ætlar að taka við björgunarskipinu Stjórnvöld á Ítalíu og Möltu hafa neitað að leyfa skipinu með á sjöunda hundrað farandfólks að koma þar til hafnar. 11. júní 2018 14:05 Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44 Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Borgarstjórinn í Palermo ætlar að standa upp í hárinu á nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna sem hafa bannað björgunarskipi með farandfólki að koma til hafnar á Ítalíu. 11. júní 2018 07:21 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Spánn ætlar að taka við björgunarskipinu Stjórnvöld á Ítalíu og Möltu hafa neitað að leyfa skipinu með á sjöunda hundrað farandfólks að koma þar til hafnar. 11. júní 2018 14:05
Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44
Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Borgarstjórinn í Palermo ætlar að standa upp í hárinu á nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna sem hafa bannað björgunarskipi með farandfólki að koma til hafnar á Ítalíu. 11. júní 2018 07:21