Lífið, niðurstaða eða ferli? Arnar Sveinn Geirsson skrifar 13. júní 2018 08:00 Ég tók þá ákvörðun 11 ára gamall að lifa lífinu sem niðurstöðu. Ég er ekki að segja að ég hafi sest niður, hugsað mig vandlega um og tekið þessa ákvörðun, heldur gerði ég það ómeðvitað. Niðurstaðan var sú að ég missti mömmu. Ég ætlaði aldrei nokkurn tímann aftur að upplifa svona missi aftur eða tengjast manneskju á sama hátt vitandi að ég gæti misst hana líka. Ég ætlaði að vera glaður og jákvæður. Alltaf. Eftir þessari niðurstöðu byrjaði svo lífið að mótast. Eða hvað? Vandamálið er að þegar maður lifir lífinu sem niðurstöðu að þá mótast það einmitt ekki. Það þróast ekki. Það breytist ekkert. Auðvitað fer lífið í einhverjar áttir og það verður til einhver farvegur. Farveginum má líkja við árfarveg. Gróðursælan árfarveg sem er fullur af lífi og gleði. En svo breytist veðrið einn daginn, það koma miklir þurrkar sem þurrka upp ána. Eftir stendur farvegurinn sem vatnið skildi eftir sig, gróðurinn sem þar er deyr hægt og rólega og lífríkið með. Hann er ekki lengur fullur af lífi og gleði. Þegar þurrkunum linnir kemur vatnið aftur, en það fer í nákvæmlega sama farveginn, sem vekur upp hræðslu við næsta þurrk af því aðstæðurnar eru svo minnisstæðar. Það endar og byrjar allt á niðurstöðunni sem við lifum eftir. Það sem varð til við áfallið, kjarnaviðhorf okkar, reynslan af áfallinu og fleira mun halda áfram að vera til staðar á ýmsum sviðum lífsins. Oftar en ekki kemur það fram í ástarsamböndum okkar og það eyðileggur þau í flestum tilvikum, allavega framan af. Á endanum sættir manneskjan sig hins vegar oft við niðurstöðuna. Niðurstaðan er skýr og verður alltaf þarna og við þurfum hreinlega að sætta okkur við það, því hvað annað ættum við að gera? Hvernig öðruvísi ættum við að fá að upplifa það að gifta okkur og eignast fjölskyldu? Það er engin önnur leið en að sætta sig við þessa niðurstöðu. Eða hvað? Að lifa lífinu sem niðurstöðu er ein leið til þess að lifa lífinu. En ef niðurstaðan er nú þegar ákveðin, hverju erum við þá í rauninni að breyta á lífsleiðinni? Það er nefnilega hægt að bakka út úr niðurstöðunni sem maður fékk einu sinni. Það er hægt að endurmeta hana og sjá að lífið er ekki niðurstaða. Lífið er ferli. Lífið er ferli út í gegn og það er ekkert ferli sem getur haldið áfram þegar niðurstöðunni er náð. Þá er ferlið búið. Lífið er ekki búið fyrr en það er búið og það má því segja að niðurstöðunni verði aldrei náð fyrr en síðasti andardrátturinn hefur verið dreginn. Þangað til er ferlið lifandi, í orðsins fyllstu merkingu. Með því að lifa lífinu sem ferli leyfum við okkur að gera mistök. Við leyfum okkur að læra af mistökunum. Við leyfum okkur að hafa rangt fyrir okkur og rétt fyrir okkur. Við leyfum okkur að finna fyrir tilfinningunum sem koma, hverjar sem þær eru. Við leyfum okkur að aðlagast breyttum aðstæðum. Og umfram allt, við leyfum okkur að dreyma. Þegar við lifum lífinu sem niðurstöðu geta draumarnir sjaldnast orðið að veruleika. Draumar krefjast nefnilega þess að maður sé opinn fyrir ferlinu sem þarf til þess að þeir náist. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að endurmeta niðurstöðuna sem ég fékk 11 ára gamall, fyrir 15 árum síðan. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að byrja að vinna í því að lifa ekki lífinu sem niðurstöðu, heldur að sjá lífið sem ferli. Að lifa lífinu sem ferlinu sem það raunverulega er. Að hætta að hugsa um niðurstöðuna sem ég komst einu sinni að. Að leyfa mér að gera mistök, að hafa rangt fyrir mér, að aðlagast. Að leyfa mér að dreyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ég tók þá ákvörðun 11 ára gamall að lifa lífinu sem niðurstöðu. Ég er ekki að segja að ég hafi sest niður, hugsað mig vandlega um og tekið þessa ákvörðun, heldur gerði ég það ómeðvitað. Niðurstaðan var sú að ég missti mömmu. Ég ætlaði aldrei nokkurn tímann aftur að upplifa svona missi aftur eða tengjast manneskju á sama hátt vitandi að ég gæti misst hana líka. Ég ætlaði að vera glaður og jákvæður. Alltaf. Eftir þessari niðurstöðu byrjaði svo lífið að mótast. Eða hvað? Vandamálið er að þegar maður lifir lífinu sem niðurstöðu að þá mótast það einmitt ekki. Það þróast ekki. Það breytist ekkert. Auðvitað fer lífið í einhverjar áttir og það verður til einhver farvegur. Farveginum má líkja við árfarveg. Gróðursælan árfarveg sem er fullur af lífi og gleði. En svo breytist veðrið einn daginn, það koma miklir þurrkar sem þurrka upp ána. Eftir stendur farvegurinn sem vatnið skildi eftir sig, gróðurinn sem þar er deyr hægt og rólega og lífríkið með. Hann er ekki lengur fullur af lífi og gleði. Þegar þurrkunum linnir kemur vatnið aftur, en það fer í nákvæmlega sama farveginn, sem vekur upp hræðslu við næsta þurrk af því aðstæðurnar eru svo minnisstæðar. Það endar og byrjar allt á niðurstöðunni sem við lifum eftir. Það sem varð til við áfallið, kjarnaviðhorf okkar, reynslan af áfallinu og fleira mun halda áfram að vera til staðar á ýmsum sviðum lífsins. Oftar en ekki kemur það fram í ástarsamböndum okkar og það eyðileggur þau í flestum tilvikum, allavega framan af. Á endanum sættir manneskjan sig hins vegar oft við niðurstöðuna. Niðurstaðan er skýr og verður alltaf þarna og við þurfum hreinlega að sætta okkur við það, því hvað annað ættum við að gera? Hvernig öðruvísi ættum við að fá að upplifa það að gifta okkur og eignast fjölskyldu? Það er engin önnur leið en að sætta sig við þessa niðurstöðu. Eða hvað? Að lifa lífinu sem niðurstöðu er ein leið til þess að lifa lífinu. En ef niðurstaðan er nú þegar ákveðin, hverju erum við þá í rauninni að breyta á lífsleiðinni? Það er nefnilega hægt að bakka út úr niðurstöðunni sem maður fékk einu sinni. Það er hægt að endurmeta hana og sjá að lífið er ekki niðurstaða. Lífið er ferli. Lífið er ferli út í gegn og það er ekkert ferli sem getur haldið áfram þegar niðurstöðunni er náð. Þá er ferlið búið. Lífið er ekki búið fyrr en það er búið og það má því segja að niðurstöðunni verði aldrei náð fyrr en síðasti andardrátturinn hefur verið dreginn. Þangað til er ferlið lifandi, í orðsins fyllstu merkingu. Með því að lifa lífinu sem ferli leyfum við okkur að gera mistök. Við leyfum okkur að læra af mistökunum. Við leyfum okkur að hafa rangt fyrir okkur og rétt fyrir okkur. Við leyfum okkur að finna fyrir tilfinningunum sem koma, hverjar sem þær eru. Við leyfum okkur að aðlagast breyttum aðstæðum. Og umfram allt, við leyfum okkur að dreyma. Þegar við lifum lífinu sem niðurstöðu geta draumarnir sjaldnast orðið að veruleika. Draumar krefjast nefnilega þess að maður sé opinn fyrir ferlinu sem þarf til þess að þeir náist. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að endurmeta niðurstöðuna sem ég fékk 11 ára gamall, fyrir 15 árum síðan. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að byrja að vinna í því að lifa ekki lífinu sem niðurstöðu, heldur að sjá lífið sem ferli. Að lifa lífinu sem ferlinu sem það raunverulega er. Að hætta að hugsa um niðurstöðuna sem ég komst einu sinni að. Að leyfa mér að gera mistök, að hafa rangt fyrir mér, að aðlagast. Að leyfa mér að dreyma.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun