„Skjóta þarf loku fyrir það að alþingi geti hækkað laun sín umfram almenna launaþróun“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júní 2018 19:45 Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af því að þingmenn komi til með að ákvarða laun sín sjálfir í gegnum fjárlög nú þegar alþingi hefur samþykkt að leggja Kjararáð niður. Fjármálaráðherra boðar nýtt frumvarp um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa verði ákvörðuð. Alþing samþykkti í gærkvöldi að leggja kjararáð niður með 48 greiddum atkvæðum þingmanna. Fjórtán þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Núgildandi lög um kjararáð koma til með að falla niður 1. júlí næstkomandi.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/VilhelmStarfshópur um málefni kjararáði átti að bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndunum og leggja fram tillögur um breytingar Nýtt frumvarp er væntanlegt um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna starfsmanna verði ákvörðuð. „Það frumvarp mun koma inn í samráðsgáttina núna í þessum mánuði og verða lagt fyrir í haust,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Þingmaður Pírata sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna hefur áhyggjur af því að þingmennirnir sjálfir komi til með að ákvarða laun sín.Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Það er að sjálfsögðu gott að leggja niður Kjararáð í þeirri mynd sem það hefur verið þar sem það hefur tekið ákvarðanir sem flestir benda á að stangist á við lög. Aftur á móti það sem Píratar hafa bent á er, hvað kemur í staðinn? Það er að vísu gott, það sem kemur í staðinn er að ákvarðanir um launahækkanir helstu ráðamanna fylgja þá launahækkunum opinberra starfsmanna árið á undan,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og bætir við að á endanum séu það þingmenn sjálfir sem myndu þurfa að taka ákvörðun á fjárlögum um hver raunveruleg hækkun launa verði og gætu freistast til að hækka þau of mikið. „Ég átta mig ekki á í hverju freistnivandinn ætti að liggja. Hér erum við að horfa á svolítið stóra mynd og hún snýst um það að reyna teygja sig eftir meiri sátt við vinnumarkaðinn og ef menn ætla, í miðju kafi, þar sem menn eru að reyna skapa sátt að falla í einhvern freistnivanda að þá held ég að menn séu á rangri braut,“ segir Bjarni. „Þegar öllu er á botninn hvolft að þá þarf að skjóta loku fyrir það að alþingi gæti freistast til þess að hækka sín laun umfram almenna launaþróun,“ segir Jón Þór. Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af því að þingmenn komi til með að ákvarða laun sín sjálfir í gegnum fjárlög nú þegar alþingi hefur samþykkt að leggja Kjararáð niður. Fjármálaráðherra boðar nýtt frumvarp um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa verði ákvörðuð. Alþing samþykkti í gærkvöldi að leggja kjararáð niður með 48 greiddum atkvæðum þingmanna. Fjórtán þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Núgildandi lög um kjararáð koma til með að falla niður 1. júlí næstkomandi.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/VilhelmStarfshópur um málefni kjararáði átti að bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndunum og leggja fram tillögur um breytingar Nýtt frumvarp er væntanlegt um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna starfsmanna verði ákvörðuð. „Það frumvarp mun koma inn í samráðsgáttina núna í þessum mánuði og verða lagt fyrir í haust,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Þingmaður Pírata sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna hefur áhyggjur af því að þingmennirnir sjálfir komi til með að ákvarða laun sín.Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Það er að sjálfsögðu gott að leggja niður Kjararáð í þeirri mynd sem það hefur verið þar sem það hefur tekið ákvarðanir sem flestir benda á að stangist á við lög. Aftur á móti það sem Píratar hafa bent á er, hvað kemur í staðinn? Það er að vísu gott, það sem kemur í staðinn er að ákvarðanir um launahækkanir helstu ráðamanna fylgja þá launahækkunum opinberra starfsmanna árið á undan,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og bætir við að á endanum séu það þingmenn sjálfir sem myndu þurfa að taka ákvörðun á fjárlögum um hver raunveruleg hækkun launa verði og gætu freistast til að hækka þau of mikið. „Ég átta mig ekki á í hverju freistnivandinn ætti að liggja. Hér erum við að horfa á svolítið stóra mynd og hún snýst um það að reyna teygja sig eftir meiri sátt við vinnumarkaðinn og ef menn ætla, í miðju kafi, þar sem menn eru að reyna skapa sátt að falla í einhvern freistnivanda að þá held ég að menn séu á rangri braut,“ segir Bjarni. „Þegar öllu er á botninn hvolft að þá þarf að skjóta loku fyrir það að alþingi gæti freistast til þess að hækka sín laun umfram almenna launaþróun,“ segir Jón Þór.
Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23
Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11
Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30