Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júní 2018 12:38 Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. vísir/getty Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. Þetta segir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en yfirlýsing hans kemur rúmlega hálfum sólarhring áður en þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hittast á sögulegum fundi í Singapúr á þriðjudag. Fundurinn hefst klukkan níu að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Á vef Guardian segir að Pompeo hafi ekki farið nánar út í það hvað gæti falist í þeim griðasamningi sem Trump myndi bjóða Kim en sagði þó ljóst að samkomulagið myndi ganga lengra en loforð sem Bandaríkin gáfu Norður-Kóreu árið 2005. „Við erum tilbúnir til að gefa Norður-Kóreumönnum ákveðin loforð svo þeir geti hafið afkjarnorkuvæðingu. Vð erum tilbúnir til að fara í aðgerðir sem munu veita þeim fullvissu um að þeir geti farið í kjarnorkuafvopnun áhyggjulausir um að hún muni ekki enda illa fyrir þá,“ sagði Pompeo við blaðamenn fyrr í dag og bætti við að Bandaríkin væru tilbúin að gefa Norður-Kóreu loforð sem væru öðruvísi en áður hefði verið gert. Yfirvöld í Pyongyang sjá kjarnorkuafvopnun sem ferli sem tekið er skref fyrir skref þar sem bæði Bandaríkin og Norður-Kórea taki skref í átt að því fjarlæga lokamarkmiði sem væri alger kjarnorkuafvopnun. Trump hefur áður lýst því yfir að hann krefjist algjörrar kjarnorkuafvopnunar Norður-Kóreu þar sem yfirvöldum í Pyongyang yrði umbunað með tryggingum í öryggismálum fari þau í einhliða aðgerðir með kjarnorkuafvopnun að markmiði. Eftir því sem nær hefur dregið fundi þeirra Kim hefur forsetinn hins vegar ekki tekið jafn djúpt í árinni og gefið því undir fótinn að viðræðurnar gætu verið opnar í annan endann með fleiri samningaviðræðum í framtíðinni. Á Twitter í dag sagði Pompeo síðan að Bandaríkin stæðu föst á því að Norður-Kórea skuli fara í algjöra kjarnorkuafvopnun. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim mættur til Singapúr Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 10. júní 2018 08:48 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Segist geta lesið Kim eins og opna bók á innan við einni mínútu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni vita innan einnar mínútu frá upphafi leiðtogafundarins með Kim Jong-un í næstu viku hvort fundurinn beri árangur. 9. júní 2018 16:17 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. Þetta segir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en yfirlýsing hans kemur rúmlega hálfum sólarhring áður en þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hittast á sögulegum fundi í Singapúr á þriðjudag. Fundurinn hefst klukkan níu að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Á vef Guardian segir að Pompeo hafi ekki farið nánar út í það hvað gæti falist í þeim griðasamningi sem Trump myndi bjóða Kim en sagði þó ljóst að samkomulagið myndi ganga lengra en loforð sem Bandaríkin gáfu Norður-Kóreu árið 2005. „Við erum tilbúnir til að gefa Norður-Kóreumönnum ákveðin loforð svo þeir geti hafið afkjarnorkuvæðingu. Vð erum tilbúnir til að fara í aðgerðir sem munu veita þeim fullvissu um að þeir geti farið í kjarnorkuafvopnun áhyggjulausir um að hún muni ekki enda illa fyrir þá,“ sagði Pompeo við blaðamenn fyrr í dag og bætti við að Bandaríkin væru tilbúin að gefa Norður-Kóreu loforð sem væru öðruvísi en áður hefði verið gert. Yfirvöld í Pyongyang sjá kjarnorkuafvopnun sem ferli sem tekið er skref fyrir skref þar sem bæði Bandaríkin og Norður-Kórea taki skref í átt að því fjarlæga lokamarkmiði sem væri alger kjarnorkuafvopnun. Trump hefur áður lýst því yfir að hann krefjist algjörrar kjarnorkuafvopnunar Norður-Kóreu þar sem yfirvöldum í Pyongyang yrði umbunað með tryggingum í öryggismálum fari þau í einhliða aðgerðir með kjarnorkuafvopnun að markmiði. Eftir því sem nær hefur dregið fundi þeirra Kim hefur forsetinn hins vegar ekki tekið jafn djúpt í árinni og gefið því undir fótinn að viðræðurnar gætu verið opnar í annan endann með fleiri samningaviðræðum í framtíðinni. Á Twitter í dag sagði Pompeo síðan að Bandaríkin stæðu föst á því að Norður-Kórea skuli fara í algjöra kjarnorkuafvopnun.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim mættur til Singapúr Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 10. júní 2018 08:48 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Segist geta lesið Kim eins og opna bók á innan við einni mínútu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni vita innan einnar mínútu frá upphafi leiðtogafundarins með Kim Jong-un í næstu viku hvort fundurinn beri árangur. 9. júní 2018 16:17 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Kim mættur til Singapúr Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 10. júní 2018 08:48
Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53
Segist geta lesið Kim eins og opna bók á innan við einni mínútu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni vita innan einnar mínútu frá upphafi leiðtogafundarins með Kim Jong-un í næstu viku hvort fundurinn beri árangur. 9. júní 2018 16:17