Fótbolti

Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Samúel Kári á æfingu í hitanum í Kabardinka.
Samúel Kári á æfingu í hitanum í Kabardinka. vísir/vilhelm
„Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu.

„Flott veður og hótelið frábært. Það er allt frábær. Það er bara geðveikt að vera hérna. Lífið á hótelinu er gott og notalegt. Það er frítími sem við getum nýtt til þess að fara í sund, hjóla eða gera eitthvað annað."

Samúel er metnaðarfullur ungur maður og sagði í viðtali fyrir um hálfu ári síðan að hann ætlaði sér á HM. Það tóku því nú ekki margir alvarlega en hingað er hann kominn.

„Ég setti mér markmið því mig langaði að vera með. Það tókst og ég er mjög stoltur að fá að vera í hópnum með þessum strákum. Það er algjört æði."

Suðurnesjamaðurinn á ekki langan feril í efstu deild á Íslandi því hann spilaði aðeins tvo leiki fyrir Keflavík áður en hann fór í atvinnumennsku. Það var árið 2013 og í fyrri leiknum gegn Val var hann rekinn af velli.

„Það var 4-0 tap og það fór svolítið í taugarnar á mér," segir Samúel Kári og hlær er hann rifjar þetta upp. Það fór inn á reynslubankann. Ég vil ekki meina að ég hafi verið erfiður í skapinu heldur er ég með mikið keppnisskap. Ég er kominn með meiri reynslu í dag og kann að haga mér. Loksins," segir Keflvíkingurinn brosandi.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×