Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júní 2018 08:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/eyþór Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. „Aðalatriðið er að það er ekki til of mikils mælst að fólk spili eftir reglunum. Þótt við viljum auðvitað almennt hafa eftirlit í lágmarki þá þarf að gera átak í þessum efnum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því í apríl kemur fram að um 3,2 milljónir gistinátta hafi verið seldar í gegnum Airbnb í fyrra, af alls 11,6 milljónum gistinátta sem seldar voru á árinu. Til samanburðar seldu hótel landsins um 4,3 milljónir gistinátta árið 2017. Airbnb er þannig orðin næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins, með 30 prósenta hlutdeild, og um þrisvar sinnum stærri en sú þriðja umfangsmesta, gistiheimilin. Þá kemur fram að gistinóttum hafi fjölgað um 2,1 milljón á síðasta ári, en af þeirri fjölgun hafi Airbnb tekið til sín 76 prósenta hlutdeild.Sjá einnig: Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Þórdís segir að markmiðið með átakinu sé að fleiri skrái sig og standi skil á réttum gjöldum, en tekjur Airbnb-leigusala námu 19,4 milljörðum króna í fyrra og jukust um 109 prósent frá fyrra ári samkvæmt sömu skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar. „Gert er ráð fyrir að um leið og eftirlit með heimagistingu verður sýnilegra og virkara, muni það hafa hvetjandi áhrif á einstaklinga til að skrá skammtímaútleigu sína. Einnig verður auðveldara að halda utan um þá leigu sem með réttu ætti að fara til atvinnurekstrar.“ Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kemur til með að útfæra heimagistingarvaktina og hefur metið það sem svo að átta starfsmanna sé þörf til þess að herða eftirlitið. Lagt er upp með að hlutverk starfsmanna verði að framkvæma vettvangsrannsóknir í kjölfar kvartana eða ábendinga frá almennum borgurum og á grundvelli upplýsinga úr frumkvæðiseftirliti samkvæmt upplýsingum frá ferðamálaráðuneytinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. „Aðalatriðið er að það er ekki til of mikils mælst að fólk spili eftir reglunum. Þótt við viljum auðvitað almennt hafa eftirlit í lágmarki þá þarf að gera átak í þessum efnum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því í apríl kemur fram að um 3,2 milljónir gistinátta hafi verið seldar í gegnum Airbnb í fyrra, af alls 11,6 milljónum gistinátta sem seldar voru á árinu. Til samanburðar seldu hótel landsins um 4,3 milljónir gistinátta árið 2017. Airbnb er þannig orðin næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins, með 30 prósenta hlutdeild, og um þrisvar sinnum stærri en sú þriðja umfangsmesta, gistiheimilin. Þá kemur fram að gistinóttum hafi fjölgað um 2,1 milljón á síðasta ári, en af þeirri fjölgun hafi Airbnb tekið til sín 76 prósenta hlutdeild.Sjá einnig: Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Þórdís segir að markmiðið með átakinu sé að fleiri skrái sig og standi skil á réttum gjöldum, en tekjur Airbnb-leigusala námu 19,4 milljörðum króna í fyrra og jukust um 109 prósent frá fyrra ári samkvæmt sömu skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar. „Gert er ráð fyrir að um leið og eftirlit með heimagistingu verður sýnilegra og virkara, muni það hafa hvetjandi áhrif á einstaklinga til að skrá skammtímaútleigu sína. Einnig verður auðveldara að halda utan um þá leigu sem með réttu ætti að fara til atvinnurekstrar.“ Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kemur til með að útfæra heimagistingarvaktina og hefur metið það sem svo að átta starfsmanna sé þörf til þess að herða eftirlitið. Lagt er upp með að hlutverk starfsmanna verði að framkvæma vettvangsrannsóknir í kjölfar kvartana eða ábendinga frá almennum borgurum og á grundvelli upplýsinga úr frumkvæðiseftirliti samkvæmt upplýsingum frá ferðamálaráðuneytinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00
Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17
Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45