Pútín tilbúinn í fund með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 12:26 Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segist tilbúinn til að hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um leið og Bandaríkjamenn „væru tilbúnir“, eins og hann orðaði það. Pútín sagði koma til greina að halda fund þeirra í Vínarborg í Austurríki. „Um leið og þeir í Bandaríkjunum eru tilbúnir getur þessi fundur átt sér stað, eftir því hvernig dagskráin mín mun líta út auðvitað,“ sagði Pútín við blaðamenn í Kína í dag. „Bandaríski forsetinn hefur ítrekað sagt að slíkur fundur yrði hjálpsamur. Ég get staðfest það. Það er satt.“Fregnir hafa borist af því að Pútín hafi beðið Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, um hjálp við að skipuleggja fund hans og Trump og að ríkisstjórn Bandaríkjanna væri að íhuga fundarhöld með Pútín. Trump hefur á undanförnum dögum kallað eftir því að Rússlandi verði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu, svo þau yrðu aftur G8. Rússum var vísað úr hópnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Þegar Trump var spurður að því í gær hvort hann væri tilbúinn til að viðurkenna eignarrétt Rússa á Krímskaga, skammaðist hann út í Barack Obama, forvera sinn, og sagði hann hafa leyft Rússum að taka svæðið. Þá sagði hann Rússa hafa eytt miklum peningum í Krímskaga og svaraði í raun ekki spurningunni. Hann ítrekaði þó að réttast væri að hleypa Rússum aftur inn í hópinn. Því eru hinir þjóðarleiðtogarnir sex hins vegar ósammála. Donald Trump Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segist tilbúinn til að hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um leið og Bandaríkjamenn „væru tilbúnir“, eins og hann orðaði það. Pútín sagði koma til greina að halda fund þeirra í Vínarborg í Austurríki. „Um leið og þeir í Bandaríkjunum eru tilbúnir getur þessi fundur átt sér stað, eftir því hvernig dagskráin mín mun líta út auðvitað,“ sagði Pútín við blaðamenn í Kína í dag. „Bandaríski forsetinn hefur ítrekað sagt að slíkur fundur yrði hjálpsamur. Ég get staðfest það. Það er satt.“Fregnir hafa borist af því að Pútín hafi beðið Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, um hjálp við að skipuleggja fund hans og Trump og að ríkisstjórn Bandaríkjanna væri að íhuga fundarhöld með Pútín. Trump hefur á undanförnum dögum kallað eftir því að Rússlandi verði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu, svo þau yrðu aftur G8. Rússum var vísað úr hópnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Þegar Trump var spurður að því í gær hvort hann væri tilbúinn til að viðurkenna eignarrétt Rússa á Krímskaga, skammaðist hann út í Barack Obama, forvera sinn, og sagði hann hafa leyft Rússum að taka svæðið. Þá sagði hann Rússa hafa eytt miklum peningum í Krímskaga og svaraði í raun ekki spurningunni. Hann ítrekaði þó að réttast væri að hleypa Rússum aftur inn í hópinn. Því eru hinir þjóðarleiðtogarnir sex hins vegar ósammála.
Donald Trump Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10
Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49