„Inngróna tánögl skal ekki lækna með því að taka fótinn af“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2018 12:15 Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla Vísir/Egill Adalsteinsson Formaður læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri. Rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga rennur út næstu mánaðarmót. Forsvarsmenn Læknafélag Íslands, félags heilrbrigðisfyrirtækja og Læknafélag Reykjavíkur hafa allir gagnrýnt heilbrigðisráðherra og heilbrigðisyfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi og trúnaðarbrest í málinu en ekki hafi verið haft neitt samráð um framhaldið. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að verið væri að vinna að heildarendurskoðun á samningnum ekki væri enn komið út úr þeirri vinnu.Verið að skemma kerfið Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur var í samtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði að verið væri að eyðileggja kerfið. „Það er verið að skemma kerfið. Ef eitthvað er að þessu kerfi, sem ég er reyndar ekki viss um, þá á ekki að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökkla. Okkur hefur þótt að ráðherrann og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum,“ sagði Þórarinn. Hann segir afar óskýrt hver stefna heilbrigðisráðherra sé í málefnum sérfræðilækna á einkareknum stofum og óskar eftir svörum. Ég veit ekki hvað hún vill, við viljum bara fá svör. Verður samningur eða ekki? Ef það verður ekki samningur þá er það bara allt í lagi við þurfum bara að vita það til að geta undirbúið okkur og okkar fyrirtæki og sjúklinga,“ sagði Þórarinn. Verið að fara eftir ráðgjöfKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í gær að meðal annars væri verið að fara eftir ráðgjöf og enn sé ekki komin niðurstaða. „Við erum með allt litrófið í íslenska heiðbrigðiskerfinu. Það er engin að tala um að hverfa frá því það er hins vegar verið að tala um að fylgja þeirri ráðgjöf sem við höfum fengið hjá þeim sem hafa verið að taka út heilbrigðiskerfið. Auðvitað erum við ekki sammála um það í ríkisstjórn eða á Alþingi hver áherslan á að vera á opinbera kerfið og síðan því einkarekna. Það gerir verkefnið krefjandi en líka skemmtilegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Hér fyrir neðan má sjá Katrínu ræða málið í Víglínunni í gær. Umræðan hefst eftir rúmar sex mínútur. Heilbrigðismál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Formaður læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri. Rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga rennur út næstu mánaðarmót. Forsvarsmenn Læknafélag Íslands, félags heilrbrigðisfyrirtækja og Læknafélag Reykjavíkur hafa allir gagnrýnt heilbrigðisráðherra og heilbrigðisyfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi og trúnaðarbrest í málinu en ekki hafi verið haft neitt samráð um framhaldið. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að verið væri að vinna að heildarendurskoðun á samningnum ekki væri enn komið út úr þeirri vinnu.Verið að skemma kerfið Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur var í samtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði að verið væri að eyðileggja kerfið. „Það er verið að skemma kerfið. Ef eitthvað er að þessu kerfi, sem ég er reyndar ekki viss um, þá á ekki að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökkla. Okkur hefur þótt að ráðherrann og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum,“ sagði Þórarinn. Hann segir afar óskýrt hver stefna heilbrigðisráðherra sé í málefnum sérfræðilækna á einkareknum stofum og óskar eftir svörum. Ég veit ekki hvað hún vill, við viljum bara fá svör. Verður samningur eða ekki? Ef það verður ekki samningur þá er það bara allt í lagi við þurfum bara að vita það til að geta undirbúið okkur og okkar fyrirtæki og sjúklinga,“ sagði Þórarinn. Verið að fara eftir ráðgjöfKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í gær að meðal annars væri verið að fara eftir ráðgjöf og enn sé ekki komin niðurstaða. „Við erum með allt litrófið í íslenska heiðbrigðiskerfinu. Það er engin að tala um að hverfa frá því það er hins vegar verið að tala um að fylgja þeirri ráðgjöf sem við höfum fengið hjá þeim sem hafa verið að taka út heilbrigðiskerfið. Auðvitað erum við ekki sammála um það í ríkisstjórn eða á Alþingi hver áherslan á að vera á opinbera kerfið og síðan því einkarekna. Það gerir verkefnið krefjandi en líka skemmtilegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Hér fyrir neðan má sjá Katrínu ræða málið í Víglínunni í gær. Umræðan hefst eftir rúmar sex mínútur.
Heilbrigðismál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira