Fótbolti

HM í dag: Sólin heilsar svefnlitlum strákum í Kabardinka

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Okkar menn eru mættir til Rússlands.
Okkar menn eru mættir til Rússlands. vísir/vilhelm
Sjónvarpsþátturinn HM í dag verður á dagskrá Vísis næstu vikurnar og fyrsti þáttur fer í loftið í dag.

Í þættinum munu fréttamenn Vísis í Rússlandi segja frá hvað á daga þeirra drífur og hvernig hlutirnir líta út á bak við tjöldin í Kabardinka þar sem íslenska liðið býr og æfir.

Þetta er fallegur strandbær við Svarta hafið og veðrið leikur við þá sem hér eru. Snemma í morgun var kominn 23 stiga hiti og hann mun fara hækkandi eftir því sem líður á daginn. Þó fylgir svöl hafgola sem Íslendingarnir kunna að meta.

Henry Birgir Gunnarsson og Tómas Þór Þórðarson voru mættir við sundlaugarbakkann í morgun eftir lítinn svefn og töluðu um ferðalagið til Rússlands. Sjá má þáttinn hér að neðan.

Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×