Tíu tíma fundur skilaði samkomulagi Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2018 05:47 Fundarmenn funduðu í 10 klukkustundir í þessu litríka herbergi. EU Council press Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um framtíðarskipulag flóttamannamála í álfunni. Mikil spenna var á fundinum og hótuðu fulltrúar Ítalíu, sem tekið hafa við þúsundum flóttamanna á árinu, að fella allar tillögur sem kæmu upp á leiðtogafundinum ef ríki þeirra fengi ekki aðstoð í málaflokknum. Þá höfðu Póland, Ungverjaland og önnur ríki Mið-Evrópu þvertekið fyrir að axla aukna ábyrgð í flóttamannamálum. Umræðurnar um flóttamannamálin stóðu alls yfir í um 10 klukkustundir og lauk ekki fyrr en á fjórða tímanum í morgun - með samkomulagi sem fyrr segir. Það er meðal annars sagt kveða á um að auka gæslu á ytri landamærum Evrópusambandsins, sem og að létta álaginu af löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu sem eru fyrsti áfangastaður flestra flóttamanna.EU28 leaders have agreed on #euco conclusions incl. migration.— Donald Tusk (@eucopresident) June 29, 2018 Lítið hefur lekið út um nákvæm efnisatriði samningsins. Blaðamenn Guardian telja þó að hann feli í sér uppsetningu landamærastöðva í Norður-Afríku, þangað sem flóttamenn skulu leita til að sjá hvort þeir uppfylli skilyrði um hælisumsókn í Evrópu. Sjóðir Evrópusambandsins verði notaðir til að greiða fyrir uppsetninguna, sem og til að „sannfæra“ ríki Norður-Afríku um ágæti fyrirkomulagsins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til samstarfsvilja ríkjanna á þessari stundu. Samkomulagið á einnig að fela í sér uppsetningu sambærilegra stöðva í ríkjum sambandsins. Stjórnvöldum ríkjanna er þó í sjálfsvald sett hvort þeim verði komið á laggirnar en sveigjanleikinn er talinn verið svar við andstöðu fyrrnefndra ríkja.Sjá einnig: Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Þar að auki er samningurinn sagður fela í sér aukna þátttöku annarra ríkja ESB í björgun flóttamanna á Miðjarðarhafi. Nákvæm útlistun á því hvernig þau skuli gert liggur þó ekki fyrir. Að sama skapi eigi að reyna að leysa upp smyglhringina, sem margir hverjir flytja flóttamenn á hriplekum kænum yfir Miðjarðarhafið.Breska ríkisútvarpið segir jafnframt að samningurinn kveði á um takmarkanir á ferðafrelsi flóttamanna milli Evrópusambandsríkja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði eftir fundinn að enn væri mikil vinna framundan. Engu að síður gæfu niðurstöður fundarins góð fyrirheit. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, sagði að hin samevrópska hugsjón hafi staðið upp sem sigurvegari eftir nóttina. Markaðir tóku að sama skapi vel í fregnir af samkomulagi, en evran styrktist um 0,6 prósent eftir að fundinum var slitið. Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag Í dag, 20. júní, er Alþjóðadagur flóttafólks. Til að vekja athygli á stöðu flóttamanna býður Rauði krossinn á Íslandi upp á ókeypis kvikmyndasýningu í Bíói Paradís. 20. júní 2018 07:00 220 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbíu Einungis fimm komust lífs af þegar bátur með um hundrað manns hvolfdi á hafi úti á þriðjudag. 21. júní 2018 21:17 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um framtíðarskipulag flóttamannamála í álfunni. Mikil spenna var á fundinum og hótuðu fulltrúar Ítalíu, sem tekið hafa við þúsundum flóttamanna á árinu, að fella allar tillögur sem kæmu upp á leiðtogafundinum ef ríki þeirra fengi ekki aðstoð í málaflokknum. Þá höfðu Póland, Ungverjaland og önnur ríki Mið-Evrópu þvertekið fyrir að axla aukna ábyrgð í flóttamannamálum. Umræðurnar um flóttamannamálin stóðu alls yfir í um 10 klukkustundir og lauk ekki fyrr en á fjórða tímanum í morgun - með samkomulagi sem fyrr segir. Það er meðal annars sagt kveða á um að auka gæslu á ytri landamærum Evrópusambandsins, sem og að létta álaginu af löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu sem eru fyrsti áfangastaður flestra flóttamanna.EU28 leaders have agreed on #euco conclusions incl. migration.— Donald Tusk (@eucopresident) June 29, 2018 Lítið hefur lekið út um nákvæm efnisatriði samningsins. Blaðamenn Guardian telja þó að hann feli í sér uppsetningu landamærastöðva í Norður-Afríku, þangað sem flóttamenn skulu leita til að sjá hvort þeir uppfylli skilyrði um hælisumsókn í Evrópu. Sjóðir Evrópusambandsins verði notaðir til að greiða fyrir uppsetninguna, sem og til að „sannfæra“ ríki Norður-Afríku um ágæti fyrirkomulagsins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til samstarfsvilja ríkjanna á þessari stundu. Samkomulagið á einnig að fela í sér uppsetningu sambærilegra stöðva í ríkjum sambandsins. Stjórnvöldum ríkjanna er þó í sjálfsvald sett hvort þeim verði komið á laggirnar en sveigjanleikinn er talinn verið svar við andstöðu fyrrnefndra ríkja.Sjá einnig: Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Þar að auki er samningurinn sagður fela í sér aukna þátttöku annarra ríkja ESB í björgun flóttamanna á Miðjarðarhafi. Nákvæm útlistun á því hvernig þau skuli gert liggur þó ekki fyrir. Að sama skapi eigi að reyna að leysa upp smyglhringina, sem margir hverjir flytja flóttamenn á hriplekum kænum yfir Miðjarðarhafið.Breska ríkisútvarpið segir jafnframt að samningurinn kveði á um takmarkanir á ferðafrelsi flóttamanna milli Evrópusambandsríkja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði eftir fundinn að enn væri mikil vinna framundan. Engu að síður gæfu niðurstöður fundarins góð fyrirheit. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, sagði að hin samevrópska hugsjón hafi staðið upp sem sigurvegari eftir nóttina. Markaðir tóku að sama skapi vel í fregnir af samkomulagi, en evran styrktist um 0,6 prósent eftir að fundinum var slitið.
Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag Í dag, 20. júní, er Alþjóðadagur flóttafólks. Til að vekja athygli á stöðu flóttamanna býður Rauði krossinn á Íslandi upp á ókeypis kvikmyndasýningu í Bíói Paradís. 20. júní 2018 07:00 220 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbíu Einungis fimm komust lífs af þegar bátur með um hundrað manns hvolfdi á hafi úti á þriðjudag. 21. júní 2018 21:17 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30
Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45
Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag Í dag, 20. júní, er Alþjóðadagur flóttafólks. Til að vekja athygli á stöðu flóttamanna býður Rauði krossinn á Íslandi upp á ókeypis kvikmyndasýningu í Bíói Paradís. 20. júní 2018 07:00
220 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbíu Einungis fimm komust lífs af þegar bátur með um hundrað manns hvolfdi á hafi úti á þriðjudag. 21. júní 2018 21:17