Sólskin í hillu María Bjarnadóttir skrifar 29. júní 2018 07:00 Í vikunni sá ég, á internetinu, að Bill Gates gaf öllum sem útskrifuðust úr menntaskóla í Bandaríkjunum í ár bókina Factfulness, eftir lækninn og metsöluhöfundinn Hans Rosling. Auðvitað á ekki að trúa öllu sem er á internetinu, en þetta var trúverðugt af ýmsum ástæðum. Ég tók eftir þessu af því að sama bók birtist fyrir nokkrum vikum í bókahillunni heima hjá mér. Kannski er ekki merkilegt að það birtist bók í þar til gerðri hillu, en það er það heima hjá mér. Málið er nefnilega að maðurinn minn er með mjög alvarlega bókakaupafíkn sem hefur valdið verulegri fækkun í hópi þeirra sem vilja aðstoða okkur við búferlaflutninga. Vegna þessa, og full tíðra búferlaflutninga á milli landa síðasta áratuginn, fór fram ströng samningalota á heimilinu sem leiddi til samkomulags um að kaup á bókum í pappírsformi sé nánast bara aðeins fyrir barnabækur og mikilvægar lögfræðibækur. Samhliða fékk hann svo Kindle í jólagjöf, undir þeim formerkjum að gamla máltækið um að bókastaflinn vaxi en veggjaplássið ekki ætti enn við. Það var þess vegna sem það var óvænt að sjá bókina í hillunni, en ekki í Kyndlinum, þar sem hinar bækurnar hans Rosling eru geymdar. Þannig atvikaðist það að ég fletti í gegnum Factfulness í stað þess að horfa á efnisveitu eitt kvöldið. Að blaða í bókinni er eins og að taka sólskin úr hillunni. Undirtitill bókarinnar gefur vísbendingu um glætu, en á blaðsíðunum eru áminningar um hversu miklu heimurinn hefur áorkað í átt að jafnrétti, frelsi og bræðralagi. Það er bjartsýni og sólskin í tölfræðinni, eitthvað sem gæti nýst í þessu svokallaða sumri á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Í vikunni sá ég, á internetinu, að Bill Gates gaf öllum sem útskrifuðust úr menntaskóla í Bandaríkjunum í ár bókina Factfulness, eftir lækninn og metsöluhöfundinn Hans Rosling. Auðvitað á ekki að trúa öllu sem er á internetinu, en þetta var trúverðugt af ýmsum ástæðum. Ég tók eftir þessu af því að sama bók birtist fyrir nokkrum vikum í bókahillunni heima hjá mér. Kannski er ekki merkilegt að það birtist bók í þar til gerðri hillu, en það er það heima hjá mér. Málið er nefnilega að maðurinn minn er með mjög alvarlega bókakaupafíkn sem hefur valdið verulegri fækkun í hópi þeirra sem vilja aðstoða okkur við búferlaflutninga. Vegna þessa, og full tíðra búferlaflutninga á milli landa síðasta áratuginn, fór fram ströng samningalota á heimilinu sem leiddi til samkomulags um að kaup á bókum í pappírsformi sé nánast bara aðeins fyrir barnabækur og mikilvægar lögfræðibækur. Samhliða fékk hann svo Kindle í jólagjöf, undir þeim formerkjum að gamla máltækið um að bókastaflinn vaxi en veggjaplássið ekki ætti enn við. Það var þess vegna sem það var óvænt að sjá bókina í hillunni, en ekki í Kyndlinum, þar sem hinar bækurnar hans Rosling eru geymdar. Þannig atvikaðist það að ég fletti í gegnum Factfulness í stað þess að horfa á efnisveitu eitt kvöldið. Að blaða í bókinni er eins og að taka sólskin úr hillunni. Undirtitill bókarinnar gefur vísbendingu um glætu, en á blaðsíðunum eru áminningar um hversu miklu heimurinn hefur áorkað í átt að jafnrétti, frelsi og bræðralagi. Það er bjartsýni og sólskin í tölfræðinni, eitthvað sem gæti nýst í þessu svokallaða sumri á Íslandi.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar