Yngri leikmenn liðsins þurfa að stíga fram og axla ábyrgð Hjörvar Ólafsson skrifar 29. júní 2018 12:30 Jón Axel Guðmundsson svífur hér hátt í leik með Davidson-háskólaboltanum. Hann ætti að fá tækifæri með landsliðinu í dag. vísir/getty Ísland leikur tvo síðustu leiki sína í forkeppni fyrir milliriðla í undankeppni heimsmeistaramótsins í körfubolta karla sem fram fer árið 2019 sitt hvorum megin við helgina. Íslenska liðið er í öðru til þriðja sæti riðilsins fyrir lokasprettinn, en liðið hefur haft betur í tveimur leikjum í riðlinum, líkt og Finnland. Tékkland er á toppi riðilsins með þrjá vinninga og Búlgaría á botninum með einn sigur. Fyrri andstæðingur Íslands í lokaleggnum er búlgarska liðið, en íslenska liðið á harma að hefna eftir grátlegt tap í fyrri leik liðanna í riðlinum í Laugardalshöllinni síðasta haust. Sigur dugar Íslandi til þess að tryggja sér sæti í milliriðlunum þar sem andstæðingar liðsins yrðu sennilega Frakkland, Rússland og Bosnía. Gera má ráð fyrir að Martin Hermannsson verði í lykilhlutverki í leikjunum tveimur eins og alla undankeppnina. Er hann með 25,5 stig að meðaltali í leik en hann er stigahæstur í undankeppni Evrópu eftir fjóra leiki.Haukur Helgi Pálsson er nú einn af reynsluboltum liðsins.Vísir/GettyÆfingar gengið vel Ísland mætir svo Finnlandi í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn kemur. Finnska liðið mun njóta krafta Lauri Markkanen, leikmanns Chicago Bulls, í þeim leik, en hann var ekki með þegar Ísland hafði betur gegn Finnlandi í fyrri umferð í riðlakeppninni. Nærvera Markkanens breytir landslaginu töluvert hjá finnska liðinu. „Það eru tveir mikilvægir leikir fram undan og æfingarnar hafa gengið vel og það hefur verið góður stígandi í æfingunum okkar. Það skiptir okkur miklu máli að fá Tryggva Snæ Hlinason inn í undirbúninginn frá upphafi, en ekki á lokametrunum eins og var raunin í síðasta landsleikjaglugga. Við getum farið betur yfir það hvernig við getum nýtt styrkleika hans og leikmenn venjast því betur að spila með honum sem er mjög jákvætt,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, um undirbúning liðsins. Hann segir að það sé gott að geta gefið Tryggva nægan tíma til að komast betur inn í spilamennsku liðsins. „Leikmenn liðsins vita nú í hvaða aðstæðum gott er að leita til Tryggva og það ríkir meira traust milli leikmanna en í upphafi æfingavikunnar. Það er meira flæði í æfingunum, bæði í varnarleiknum og sóknarleiknum. Tryggvi mun spila meira en hann gerði síðasta haust og fá stærra hlutverk á mikilvægum mínútum í leikjunum. Ég er mjög ánægður með hvað honum hefur farið mikið fram síðustu misseri og hversu vel honum hefur tekist að aðlagast leik okkar. Leikmenn treysta honum mun betur og leita til hans í mun meiri mæli en áður. Það gefur okkur mikið að hafa jafn hávaxinn og öflugan leikmann inni í teignum á báðum endum vallarins,“ sagði Pedersen enn fremur um æfingar síðustu viku og hlutverk Tryggva í liðinu.Hlynur Bæringsson er langelstur í liðinu.Vísir/GettyEngar áhyggjur af reynsluleysi Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Pedersen viðurkennir að reynsla þeirra hefði nýst vel í leikjunum. Þetta séu leikmenn sem séu vanir stórum leikjum og íslenska liðið muni vissulega sakna þeirra. „Jón Arnór og Pavel létu mig vita fyrir tæpum mánuði að þeir gætu ekki leikið í þessum leikjum vegna meiðsla þannig að við höfum haft tíma til þess að undirbúa það hvernig við hyggjumst fylla þeirra skarð. Það fer hins vegar mikil reynsla úr liðinu þegar þeir eru ekki til staðar og einkum og sér í lagi Jón Arnór sem hefur spilað ótal marga leiki þar sem mikið er undir. Nú verða bara yngri leikmenn að axla ábyrgð og ég hef engar áhyggjur af því að þeir geri það ekki,“ sagði Pedersen um fjarveru þessar þrautreyndu leikmanna. Pedersen telur að íslenska liðið hafi lært mikið af svekkjandi tapinu gegn Búlgaríu í fyrri leik liðanna og sömu mistök verði ekki upp á teningnum í leik liðanna í dag. „Við vorum verulega vonsviknir með tapið í fyrri leiknum, en það fer bara í reynslubankann. Við fórum og sáum leik með þeim nýlega og þeir eru enn þá að spila á sama hátt og þeir gerðu gegn okkur síðasta haust. Við munum færa leikmenn til í stöðum inni á vellinum frá fyrri leiknum til þess að fá meira jafnvægi í okkar leik. Sem dæmi mun Haukur Helgi leika sem minni framherji í stað þessa að spila stöðu kraftframherja. Við munum reyna að koma Tryggva Snæ betur inn í leikinn en í leikjunum síðasta haust. Við munum reyna að spila á líkamlega sterkara liði en síðast þannig að líkamlegir yfirburðir þeirra veiti þeim ekki forskot eins og gerðist í síðasta leik,“ sagði Pedersen en leikurinn hefst klukkan 18:00.00 í Búlgaríu eða 15:00 að íslenskum tíma og fer fram í Botevgrad.Tryggvi Snær Hlinason.Vísir/Getty Körfubolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Ísland leikur tvo síðustu leiki sína í forkeppni fyrir milliriðla í undankeppni heimsmeistaramótsins í körfubolta karla sem fram fer árið 2019 sitt hvorum megin við helgina. Íslenska liðið er í öðru til þriðja sæti riðilsins fyrir lokasprettinn, en liðið hefur haft betur í tveimur leikjum í riðlinum, líkt og Finnland. Tékkland er á toppi riðilsins með þrjá vinninga og Búlgaría á botninum með einn sigur. Fyrri andstæðingur Íslands í lokaleggnum er búlgarska liðið, en íslenska liðið á harma að hefna eftir grátlegt tap í fyrri leik liðanna í riðlinum í Laugardalshöllinni síðasta haust. Sigur dugar Íslandi til þess að tryggja sér sæti í milliriðlunum þar sem andstæðingar liðsins yrðu sennilega Frakkland, Rússland og Bosnía. Gera má ráð fyrir að Martin Hermannsson verði í lykilhlutverki í leikjunum tveimur eins og alla undankeppnina. Er hann með 25,5 stig að meðaltali í leik en hann er stigahæstur í undankeppni Evrópu eftir fjóra leiki.Haukur Helgi Pálsson er nú einn af reynsluboltum liðsins.Vísir/GettyÆfingar gengið vel Ísland mætir svo Finnlandi í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn kemur. Finnska liðið mun njóta krafta Lauri Markkanen, leikmanns Chicago Bulls, í þeim leik, en hann var ekki með þegar Ísland hafði betur gegn Finnlandi í fyrri umferð í riðlakeppninni. Nærvera Markkanens breytir landslaginu töluvert hjá finnska liðinu. „Það eru tveir mikilvægir leikir fram undan og æfingarnar hafa gengið vel og það hefur verið góður stígandi í æfingunum okkar. Það skiptir okkur miklu máli að fá Tryggva Snæ Hlinason inn í undirbúninginn frá upphafi, en ekki á lokametrunum eins og var raunin í síðasta landsleikjaglugga. Við getum farið betur yfir það hvernig við getum nýtt styrkleika hans og leikmenn venjast því betur að spila með honum sem er mjög jákvætt,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, um undirbúning liðsins. Hann segir að það sé gott að geta gefið Tryggva nægan tíma til að komast betur inn í spilamennsku liðsins. „Leikmenn liðsins vita nú í hvaða aðstæðum gott er að leita til Tryggva og það ríkir meira traust milli leikmanna en í upphafi æfingavikunnar. Það er meira flæði í æfingunum, bæði í varnarleiknum og sóknarleiknum. Tryggvi mun spila meira en hann gerði síðasta haust og fá stærra hlutverk á mikilvægum mínútum í leikjunum. Ég er mjög ánægður með hvað honum hefur farið mikið fram síðustu misseri og hversu vel honum hefur tekist að aðlagast leik okkar. Leikmenn treysta honum mun betur og leita til hans í mun meiri mæli en áður. Það gefur okkur mikið að hafa jafn hávaxinn og öflugan leikmann inni í teignum á báðum endum vallarins,“ sagði Pedersen enn fremur um æfingar síðustu viku og hlutverk Tryggva í liðinu.Hlynur Bæringsson er langelstur í liðinu.Vísir/GettyEngar áhyggjur af reynsluleysi Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Pedersen viðurkennir að reynsla þeirra hefði nýst vel í leikjunum. Þetta séu leikmenn sem séu vanir stórum leikjum og íslenska liðið muni vissulega sakna þeirra. „Jón Arnór og Pavel létu mig vita fyrir tæpum mánuði að þeir gætu ekki leikið í þessum leikjum vegna meiðsla þannig að við höfum haft tíma til þess að undirbúa það hvernig við hyggjumst fylla þeirra skarð. Það fer hins vegar mikil reynsla úr liðinu þegar þeir eru ekki til staðar og einkum og sér í lagi Jón Arnór sem hefur spilað ótal marga leiki þar sem mikið er undir. Nú verða bara yngri leikmenn að axla ábyrgð og ég hef engar áhyggjur af því að þeir geri það ekki,“ sagði Pedersen um fjarveru þessar þrautreyndu leikmanna. Pedersen telur að íslenska liðið hafi lært mikið af svekkjandi tapinu gegn Búlgaríu í fyrri leik liðanna og sömu mistök verði ekki upp á teningnum í leik liðanna í dag. „Við vorum verulega vonsviknir með tapið í fyrri leiknum, en það fer bara í reynslubankann. Við fórum og sáum leik með þeim nýlega og þeir eru enn þá að spila á sama hátt og þeir gerðu gegn okkur síðasta haust. Við munum færa leikmenn til í stöðum inni á vellinum frá fyrri leiknum til þess að fá meira jafnvægi í okkar leik. Sem dæmi mun Haukur Helgi leika sem minni framherji í stað þessa að spila stöðu kraftframherja. Við munum reyna að koma Tryggva Snæ betur inn í leikinn en í leikjunum síðasta haust. Við munum reyna að spila á líkamlega sterkara liði en síðast þannig að líkamlegir yfirburðir þeirra veiti þeim ekki forskot eins og gerðist í síðasta leik,“ sagði Pedersen en leikurinn hefst klukkan 18:00.00 í Búlgaríu eða 15:00 að íslenskum tíma og fer fram í Botevgrad.Tryggvi Snær Hlinason.Vísir/Getty
Körfubolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum