Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. júní 2018 06:00 Ármann Kr., bæjarstjóri Kópavogs, vill lækka laun sín og bæjarfulltrúa um 15 prósent. Laun hans hækkuðu um 32,7 prósent. fréttablaðið/anton brink „Þetta er í þá átt sem rætt var um í aðdraganda síðustu kosninga,“ segir Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, um tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra um að lækka laun bæjarstjóra og kjörinna fulltrúa bæjarins um 15 prósent. Tillagan kemur í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um launaskrið bæjarstjórans en launin hækkuðu um 612 þúsund krónur á mánuði milli áranna 2016 og 2017. Sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri er Ármann með tæpar 2,5 milljónir króna í laun á mánuði, nokkuð sem gagnrýnt hefur verið harðlega, meðal annars af Birki Jóni. Fyrir kosningar sendi Birkir frá sér yfirlýsingu um að laun bæjarstjórans hefðu keyrt fram úr öllu hófi og að hann myndi beita sér fyrir því að þau yrðu endurskoðuð og lækkuð á nýju kjörtímabili. Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs í Kópavogi.Svo fór að Birkir Jón myndaði sem oddviti Framsóknarflokksins meirihluta með Sjálfstæðisflokki Ármanns Kr. í bænum. Birkir Jón tiltók hins vegar aðeins kjör bæjarstjóra, ekki bæjarfulltrúa.En í ljósi þess að gagnrýnin sneri öll að launakjörum bæjarstjórans, er virkilega þörf á að lækka laun bæjarfulltrúa líka? „Það er eitthvað sem forsætisnefnd og allir kjörnir fulltrúar þurfa að skoða í framhaldinu. Ég hef sagt að það sé rétt að skoða þessa hluti í samhengi við önnur sveitarfélög og við erum rétt að hefja það samtal,“ segir Birkir Jón. Í tillögu bæjarstjórans, sem hann segir vera til að svara gagnrýni á launakjör bæjarstjórnenda, er gert ráð fyrir 15 prósenta lækkun launa en líkt og Fréttablaðið greindi frá hækkuðu laun hans um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Nái lækkunin fram að ganga þýðir það að mánaðarlaun Ármanns, sem bæjarstjóra og bæjarfulltrúa, lækka um 347 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlaun bæjarstjórans færu því úr tæpum 2,5 milljónum í rúmlega 2,1 milljón. Það gerir hann, eftir sem áður, að næstlaunahæsta bæjarstjóra landsins. Aðeins Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fær greidd hærri laun fyrir starfið. Algeng laun bæjarstjóra á Íslandi eru á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
„Þetta er í þá átt sem rætt var um í aðdraganda síðustu kosninga,“ segir Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, um tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra um að lækka laun bæjarstjóra og kjörinna fulltrúa bæjarins um 15 prósent. Tillagan kemur í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um launaskrið bæjarstjórans en launin hækkuðu um 612 þúsund krónur á mánuði milli áranna 2016 og 2017. Sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri er Ármann með tæpar 2,5 milljónir króna í laun á mánuði, nokkuð sem gagnrýnt hefur verið harðlega, meðal annars af Birki Jóni. Fyrir kosningar sendi Birkir frá sér yfirlýsingu um að laun bæjarstjórans hefðu keyrt fram úr öllu hófi og að hann myndi beita sér fyrir því að þau yrðu endurskoðuð og lækkuð á nýju kjörtímabili. Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs í Kópavogi.Svo fór að Birkir Jón myndaði sem oddviti Framsóknarflokksins meirihluta með Sjálfstæðisflokki Ármanns Kr. í bænum. Birkir Jón tiltók hins vegar aðeins kjör bæjarstjóra, ekki bæjarfulltrúa.En í ljósi þess að gagnrýnin sneri öll að launakjörum bæjarstjórans, er virkilega þörf á að lækka laun bæjarfulltrúa líka? „Það er eitthvað sem forsætisnefnd og allir kjörnir fulltrúar þurfa að skoða í framhaldinu. Ég hef sagt að það sé rétt að skoða þessa hluti í samhengi við önnur sveitarfélög og við erum rétt að hefja það samtal,“ segir Birkir Jón. Í tillögu bæjarstjórans, sem hann segir vera til að svara gagnrýni á launakjör bæjarstjórnenda, er gert ráð fyrir 15 prósenta lækkun launa en líkt og Fréttablaðið greindi frá hækkuðu laun hans um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Nái lækkunin fram að ganga þýðir það að mánaðarlaun Ármanns, sem bæjarstjóra og bæjarfulltrúa, lækka um 347 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlaun bæjarstjórans færu því úr tæpum 2,5 milljónum í rúmlega 2,1 milljón. Það gerir hann, eftir sem áður, að næstlaunahæsta bæjarstjóra landsins. Aðeins Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fær greidd hærri laun fyrir starfið. Algeng laun bæjarstjóra á Íslandi eru á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31