Ísland er úr leik á HM í Rússlandi. Svo mikið er ljóst eftir 2-1 tap fyrir Króatíu í lokaumferð D-riðils. Króatía og Argentína komust áfram en Ísland þurfti að sætta sig við það hlutskipti að falla úr leik með eitt stig.
En þrátt fyrir það voru okkar menn ekki langt frá því að komast áfram í 16-liða úrslitin. Í stöðunni 1-1 hefði Íslendingum dugað eitt mark til að komast upp fyrir Argentínu og tryggja sér áframhaldandi þátttöku í keppninni.
Okkar mönnum var hins vegar refsað grimmilega fyrir lítil mistök í kvöld og Króatar tryggðu sér sigurinn með marki nokkrum mínútum fyrir leikslok. Leikmenn Íslands gáfu allt sitt í verkefnið.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á vellinum í Rostov og tók meðfylgjandi myndir.
