Alfreð: Við klöppuðum fyrir okkur sjálfum inn í klefa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 21:39 Alfreð Finnbogason fékk frábært færi. Vísir/Vilhelm Alfreð Finnbogason fékk úrvalsfæri til að koma íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik á móti Króatíu en hafði ekki heppnina með sér. Ísland tapaði 2-1 á móti Króatíu í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. „Það er mikið svekkelsi en markmiðið okkar fyrir leikinn var að geta gengið stoltir frá borði eftir leik og ég held að við getum það svo sannarlega. Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við höfum skapað jafnmörg færi og tækifæri til að fá færi. Því miður nýttum við það ekki betur,“ sagði Alfreð Finnbogason, eftir leikinn. „Þetta er munurinn á þessu hæsta stigi. Þú verður að taka þessi móment þegar þú ert betri og nýta þau betur. Okkar var svo refsað í lokin þegar við hentum öllum fram,“ sagði Alfreð. hann fékk frábært færi rétt fyrir hálfleik. „Ég ætlaði að troða honum inn í nærhornið og ég veit ekki hvort ég hafði meiri tíma. Ég þarf að sjá það aftur. Mér fannst tilvalið að taka hann í fyrsta og það hefði verið skemmtilegt að skora,“ sagði Alfreð en hvernig var stemmningin inn í klefa eftir leikinn. „Í fimm mínútur þá voru menn svekktir en svo kom Heimir og hélt stutta tölu. Hann talaði bara um að við ættum að vera gríðarlega stoltir af okkar frammistöðu hér. Við áttum einn slakan hálfleik sem var seinni hálfleikurinn á móti Nígeríu. Restin fannst mér á okkar pari og jafnvel yfir pari í dag. Við klöppuðum bara fyrir okkur og ákváðum það að við ætlum bara að fagna þessum árangri sem við náðum í kvöld,“ sagði Alfreð. „Það er ekki alveg búið að sinka inn að þetta sé bara búið. Maður er ekki alveg tilbúinn að samþykkja það. Okkur langaði að vera lengur og vorum ekki tilbúnir að fara heim. Við erum búnir að sjá hina leikina og það er ekkert gefðu mér fimm lið í þessum riðli. Þetta var erfiður riðill og þetta réðast bara á lokamínútunum,“ sagði Alfreð „Að höfum átt möguleika, fimm mínútum fyrir leik, og vantaði bara að skora eitt mark sýnir hversu langt við erum komnir,“ sagði Alfreð en hann var ekki tekin útaf vegna þreytu. „Ég vildi vera áfram. Ég var með það á tilfinningunni að ég myndi skora og langaði að vera áfram inná. Þjálfarinn tók þessa ákvörðun en ég hefði klárlega viljað vera áfram inná. Ég var brjálaður yfir því að vera tekin útaf ef ég er alveg hreinskilinn en pólítíska svarið er að ég virði ákvörðun þjálfarans, “ sagði Alfreð brosandi. „Mér leið rosalega vel og var búinn að ná mér í auka vind síðasta korterið. Ég var ekki búinn að vera rosalega mikið í boltanum þá var ég alltag að bíða eftir þessu færi sem myndi koma. Ég hafði alltaf trú á því inn á vellinum að ég myndi skora. Við þurftum mark en ég er ekki að fara henda einhverjum öxum í menn í dag. Við erum stoltir af frammistöðu liðsins,“ sagði Alfreð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjá meira
Alfreð Finnbogason fékk úrvalsfæri til að koma íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik á móti Króatíu en hafði ekki heppnina með sér. Ísland tapaði 2-1 á móti Króatíu í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. „Það er mikið svekkelsi en markmiðið okkar fyrir leikinn var að geta gengið stoltir frá borði eftir leik og ég held að við getum það svo sannarlega. Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við höfum skapað jafnmörg færi og tækifæri til að fá færi. Því miður nýttum við það ekki betur,“ sagði Alfreð Finnbogason, eftir leikinn. „Þetta er munurinn á þessu hæsta stigi. Þú verður að taka þessi móment þegar þú ert betri og nýta þau betur. Okkar var svo refsað í lokin þegar við hentum öllum fram,“ sagði Alfreð. hann fékk frábært færi rétt fyrir hálfleik. „Ég ætlaði að troða honum inn í nærhornið og ég veit ekki hvort ég hafði meiri tíma. Ég þarf að sjá það aftur. Mér fannst tilvalið að taka hann í fyrsta og það hefði verið skemmtilegt að skora,“ sagði Alfreð en hvernig var stemmningin inn í klefa eftir leikinn. „Í fimm mínútur þá voru menn svekktir en svo kom Heimir og hélt stutta tölu. Hann talaði bara um að við ættum að vera gríðarlega stoltir af okkar frammistöðu hér. Við áttum einn slakan hálfleik sem var seinni hálfleikurinn á móti Nígeríu. Restin fannst mér á okkar pari og jafnvel yfir pari í dag. Við klöppuðum bara fyrir okkur og ákváðum það að við ætlum bara að fagna þessum árangri sem við náðum í kvöld,“ sagði Alfreð. „Það er ekki alveg búið að sinka inn að þetta sé bara búið. Maður er ekki alveg tilbúinn að samþykkja það. Okkur langaði að vera lengur og vorum ekki tilbúnir að fara heim. Við erum búnir að sjá hina leikina og það er ekkert gefðu mér fimm lið í þessum riðli. Þetta var erfiður riðill og þetta réðast bara á lokamínútunum,“ sagði Alfreð „Að höfum átt möguleika, fimm mínútum fyrir leik, og vantaði bara að skora eitt mark sýnir hversu langt við erum komnir,“ sagði Alfreð en hann var ekki tekin útaf vegna þreytu. „Ég vildi vera áfram. Ég var með það á tilfinningunni að ég myndi skora og langaði að vera áfram inná. Þjálfarinn tók þessa ákvörðun en ég hefði klárlega viljað vera áfram inná. Ég var brjálaður yfir því að vera tekin útaf ef ég er alveg hreinskilinn en pólítíska svarið er að ég virði ákvörðun þjálfarans, “ sagði Alfreð brosandi. „Mér leið rosalega vel og var búinn að ná mér í auka vind síðasta korterið. Ég var ekki búinn að vera rosalega mikið í boltanum þá var ég alltag að bíða eftir þessu færi sem myndi koma. Ég hafði alltaf trú á því inn á vellinum að ég myndi skora. Við þurftum mark en ég er ekki að fara henda einhverjum öxum í menn í dag. Við erum stoltir af frammistöðu liðsins,“ sagði Alfreð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjá meira